Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 51

Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 51
Ian Mcfarlane telur fiskeldi í flotkvíum vera of áhættusamt á Islandi. ferðafræðinni ófullkomin, hönnunar- og stjórnunarviðmið h'tt þekkt og að hagnaður hefur aðeins orðið til við undantekningaraðstæður þar sem ijármögnunar- eða fjárfestingarað- stæður hafa verið óvenjulegar. Ef við gerðum aldrei neitt nýtt þá yrðu aldrei neinar framfarir. Ég man vel afstöðu yfirgnæfandi meirihluta sérfræðinga á sjöunda áratugnum sem lýstu því hiklaust yfir að eldi Atl- antshafslaxs væri ómögulegt og yrði ómögulegt. Ég vil því ekki halda því fram að laxeldi í landi geti ekki gengið á íslandi, hvorki frá tæknilegu né við- skiptalegu sjónarmiði, ég vil aðeins hvetja menn til að gera sér grein fyrir því að það er ekki óhjákvæmilegt að það gangi, sama hversu miklum fjár- munum kosið er að veija til þess. Viðurkenning á því að laxeldi á ís- landi þurfi óhjákvæmilega að eiga sér stað í landi með miklum fjárfestingar- kostnaði sem því fylgir (sérstaklega vegna íslenskrar veðráttu) leiðir til annarrar niðurstöðu sem líka er óhjá- kvæmileg — að íslensk laxeldisfyrir- tæki geti ekki verið smá. í flotkvíaeldi er einungis hægt að ná takmarkaðri hagkvæmni. Sérhver kví er í grund- vaUaratriðum ein fullkomin eldisein- ing. Fiskeldi í landi er öðruvísi farið. Aðstaðan og ýmiss konar þjónusta er GAGNRÝNIÁ FISKELDI Frjáls verslun hefur fengið til birt- ingar athyglisverða grein eftir skoskan sérfræðing á sviði fiskeldis, Ian S. Macfarlane, sem íjallar um framtíð fiskeldis á íslandi. í greininni kemur fram mikil gagnrýni á vinnubrögð manna og framgang mála í fiskeldinu hér á landi. Blaðinu þótti þvl ástæða til að leita jafnframt álits hjá talsmanni fiskeldisfyrirtækja hér á landi. Því eru einnig birtar athugasemdir frá Guð- mundi G. Þórarinssyni alþingismanni og formanni Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva en við báðum hann að lesa grein Macfarlane og láta álit sitt í ljós. Vert er að gera sér grein fyrir að fiskeldi á íslandi er að verða þýðingar- mikil atvinnugrein og miklu varðar að vel takist til um framhaldið. Það er því forvitnilegt að freista þess að átta sig á því hvort íslendingar séu á réttri leið á þessum vettvangi eða á leið út í ógöng- ur. Á árinu 1988 var fjöldi ársstarfa í fiskeldi hér á landi rúmlega 300 og heildarverðmæti fiskeldisafurða nam þá um 1 milljarði króna. Talið er að framleiðsluverðmæti í greininni á yfir- standandi ári geti numið um 2 milljörð- um króna og rætt er um að útflutnings- verðmætið geti orðið 5 milljarðar á ár- inu 1990 - svo fremi að atvinnugreinin verði ekki fyrir alvarlegum truflunum og óvæntum áföllum. Kynning á höfundi Ian Macfarlane fæddist í Skotlandi 1943. Hann lauk B.Sc. prófi frá Lund- únaháskóla 1965 með dýralækningar m.t.t. sníkjudýra sem sérgrein og M.Sc. prófi 1968 með ritgerð í fiskir- ækt. Árið 1971 setti hann á stofn sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á sviði fiskeldis. Það fyrirtæki Fish Farm Development Limited (FFD) er nú orðið að 9 fyrir- tækjum í Englandi, Skotlandi, Grikk- landi og á Kýpur með ársveltu upp á tæpan hálfan milljarð íslenskra króna. FFD fyrirtækin hafa byggt í kring- um 40 fiskeldis- og klakstöðvar og stjómað meira en 45 í Afríku, Mið- Austurlöndum, Miðjarðarhafi, Austur- löndun fjær og Evrópu. Þeirra sér- grein er að „bjarga“ fiskeldisfyrirtækj- um sem em starfshæf frá tæknilegu sjónarmiði en skortir fullnægjandi stjómun. 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.