Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Side 6

Frjáls verslun - 01.06.1993, Side 6
EFNI Sigurður Egilsson er farsæll fjárfestir sem hefur áhuga á bridge og bílum. Hann er hér í skemmtilegri Nærmynd. Sigurður hefur drukkið morgunkaffi með sömu mönnunum sex daga vikunnar í áraraðir. Hér er þessi skemmtilegi kaffihópur saman kominn á Aski við Suðurlandsbraut 4. Sjá bls. 36. 8 FRÉTTIR Lofsverð viðbrögð fyrirtækja við spurningalistum Frjálsrar verslunar vegna vinnslu á „100 STÆRSTU". 16 FORSÍÐ UGREIN Yfirgripsmikil úttekt á verkum ríkisstjórnarinnar á 2 ára afmæli hennar. Stjórnin setti sér mjög ákveðin markmið í upphafi. Hefur henni tekist að ná þeim eða er hún komin af leið? Niðurstaðan er sú að ríkisstjórnin hefur ekki náð árangri í nokkrum af mikilvægustu markmiðum sínum. Henni hefur ekki tekist að rjúfa kyrrstöðu og efla hagvöxt. Ekki náð jafnvægi í ríkisrekstri og eytt fjárlagahalla. Ekki skapað skilyrði fyrir lækkun skatta. Ekki náð að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög og selja Búnaðarbankann. Ekki náð að lækka raunvexti að neinu marki. Henni hefur hins vegar tekist að halda stöðugleika í atvinnulrfinu og lagt sitt af mörkum svo friður haldist á vinnumarkaði. Verðbólga hefur verið lág. Hún hefur komið á samkeppnislöggjöf. 28 ALGENGUSTU FORSTJÓRA- BÍLARNIR Þegar atvinnurekendur koma saman á ráðstefnum fer ekki á milli mála hvaða bílar eru forstjórabflar á íslandi. Það eru jeppar. 35 MARKAÐS- VERÐLAUN ÚTFLUTNINGSRÁÐS Sigmar B. Hauksson skrifar á næst- unni fasta dálka um þekkta „busin- ess“-veitingastaði erlendis. Hann byrjar hér á að fjalla um stað dönsku smurbrauðsdrottningarinnar Idu Davidsen í Kaupmannahöfn. Sjá bls. 62. 36 NÆRMYNDAF SIGURÐIEGILSSYNI Sigurður Egilsson er fyrirferðalítill í fjölmiðlum en þeim mun meira fer fyrir honum sem fjárfesti á hlutabréfamarkaðnum. Hann er stærsti einstaki hlutafinn í Hampiðjunni og með þeim stærstu í Eimskip og Marel. Auk þess á hann í mörgum öðrum fyrirtækjum. 40 SKOÐUN Ásdís Sigurðardóttir markaðsfræðingur segir skoðun sína á nauðsyn þess að laða að erlenda fjárfesta til landsins. Hún telur líka að það vanti algerlega stefnumörkum við að selja íslenskar vörur erlendis og auka verðmætasköpun í íslenskum atvinnugreinum. Hún líkir stöðu íslands við „geltandi hund“, frægt dæmi úr markaðsfræðunum. 44 TÖLVUR OG TÆKNI Sagt frá ýmsum skemmtilegum nýjungum sem hafa verið að skjóta upp kollinum á tölvumarkaðnum. 49 BANDARÍSKI SÍMARISINN AT&T 6

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.