Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Page 35

Frjáls verslun - 01.06.1993, Page 35
ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS: JÖKLAFERÐIR FENGU VERÐLAUN FYRIR BESTU MARKAÐSÁÆTLUNINA Sigurvegarinn, Tryggvi Árnason, eigandi Jöklaferða, fyrir miðju, ásamt Ingjaldi Hannibalssyni framkvæmdastjóra Útflutningsráðs og Hauki Björnssyni hjá Útflutningsráði. Þátttakendur í verkefninu útflutningsaukning og hagvöxtur með viður- kenningarskjöl. Haraldur Haraldsson, í Andra, Páll Sigurjónsson, ístaki og María Ingva- dóttir hjá Útflutningsráði. Jón Ásbergsson, núverandi fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs, tók við 1. júlí, ræðir hér við Árna Sigfús- son (til vinstri) framkvíemdastjóra Stjórnunarfélagsins. Jón er raunar formaður Stjórnunarfélagsins. Fyrirtækið Jöklaferðir á Höfn í Hornafirði fengu verðlaun Út- flutningsráðs Islands fyrir bestu markaðsáætlunina í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxt- ur. Framkvæmdastjóri Jökla- ferða er Tryggvi Arnason. Hann tók við verðlaununum úr hendi Þorkels Helgasonar, aðstoðar- manns Sighvats Björgvinssonar viðskiptaráðherra. Verkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur er á vegum Útflutnings- ráðs Islands. Þetta er þróunarverk- efni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa áhuga á að hefja útflutning eða festa í sessi útflutning sem þegar er hafinn. Fyrirtækin sjö, sem tóku þátt í verkefninu að þessu sinni, voru: Jöklaferðir hf., Eðal hf., Ferðaþjón- usta bænda, Gagnamiðlunin hf., Kvikk hf., Póls rafeindavörur hf. og Stjörnusteinn hf. Sérstök dómnefnd hlýddi á fulltrúa fyrirtækjanna kynna áætlun sína og fór yfir gögn sem unnin hafa verið á undanförnum mánuðum. Verkefnið stendur yfir í heilt ár. Það er írskt að uppruna, þróað hjá Stjórnunarfélagi Ira í samvinnu við Útflutningsráð íra og fleiri. Það var fyrst reynt á Irlandi 1986 og reyndist svo vel að síðan hef- ur afnotaréttur af því verið seldur til átta landa. Að verkefninu hér á Iandi standa Útflutningsráð íslands, Stjórnunarfé- lag íslands, Iðnlánasjóður og íslands- banki. 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.