Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Side 36

Frjáls verslun - 01.06.1993, Side 36
NÆRMYND NÆRMYND AF SIGURÐIEGILSSYNI: FARSÆLL FJARFESTIR MEÐ ÁHUGA Á BRIDGE OG BÍLUM Þegar nafn Sigurðar Egilsson- ar ber á góma í fjármálaheimin- um kemur ekki nema einn Sig- urður Egilsson til greina. Hann er 71 árs farsæll fjárfestir, einn helsti hluthafinn í Eimskip og Marel og sá stærsti í Hampiðj- unni. Hann hefur mikinn áhuga á bridge og bílum. Bílaáhugi hans er eiginlega genískur, hon- um í blóð borinn, faðir hans var Egill Vilhjálmsson sem rak samnefnt bílafyrirtæki við Hlemm til margra ára. Sigurður hefur unnið mikið starf fyrir AA- samtökin í mörg ár. Hann er hógvær maður og fremur lítt þekktur á meðal yngra fólks í viðskiptalífinu. Hann er hér í nærmynd Frjálsrar verslunar. ÞYKIR UÚFUR EN SVOLÍTIÐ SEINTEKINN FYRIR ÓKUNNUGA Þeir, sem þekkja vel til Sigurðar, lýsa honum allir á einn veg: Hann sé hægur og ljúfur, ákaflega geðþekkur en geti verið hlédrægur og svolítið seintekinn fyrir ókunnuga. Vinir hans minnast líka allir á að fyrra bragði að hann sé einstaklega vel giftur. Eigin- kona hans er Kristín Henriksdóttir. Börn þeirra erum fimm, þrjár dætur og tveir synir en annar sonanna er látinn. í einum nánasta vinahópi Sigurðar eru þekktir menn úr viðskiptalífinu sem hann drekkur kaffi með á hverj- um morgni. Þeir koma saman í um klukkustund á Aski við Suðurlands- braut 4 klukkan hálftíu á virkum dög- um. Aður komu þeir saman á Aski við Laugaveg 28. Á laugardagsmorgnum hittist hópurinn í Laugaási, við Laug- arásveg 1. Raunar bætast þá nokkrir við hópinn, fleiri láta sjá sig. FASTAGESTIRNIR Á ASKI Fastagestirnir með Sigurði á Aski á morgnana eru þeir Þráinn Valdimars- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, Gissur Símon- arson, í Gluggasmiðjunni, Indriði Pálsson, stjórnarformaður Eimskips, Óttarr Möller, fyrrum forstjóri Eim- skips, Frank Michelsen úrsmiður, Jón Gunnarsson heildsali, Guðmund- ur Arason, innflytjandi stáls, Hannes Pálsson, fyrrum aðstoðarbankastjóri Búnaðarbankans, og Þórir Lárusson rafverktaki. ÍKAFFIMEÐ FORSETA ASÍ Þegar hópurinn kemur saman á laugardagsmorgnum bætast oftast í hann þeir Benedikt Davíðsson, for- seti ASI, Þorvaldur Guðmundsson, í Síld og fisk, Jón Aðalsteinn Jónsson íslenskufræðingur og Halldór Jóns- „Fyrir ókunnuga gæti ég trúað því að Sigurður væri svolítið seintek- inn. En í vina- og kunningjahópi er ævinlega stutt í brosið hjá honum. son, framkvæmdastjóri Steypu- stöðvarinnar. Af öðrum mönnum, sem nefndir eru sérstaklega til sögunnar í vina- hópi Sigurðar, má nefna þá Vilhjálm Heiðdal, fyrrum deildarstjóra hjá Pósti og síma, og Gunnar Helgason rafvirkja, sem verið hefur meðspilari hans í bridge, makker, í um átta ár. Þá má geta Gunnars J. Friðrikssonar iðnrekenda sem hefur rekið plast- verksmiðjuna Sigurplast ásamt Sig- urði í um þrjátíu ár. Þess má geta að Gunnar átti og rak sápugerðina Frigg í Garðabæ um áratugaskeið. ELSTUR ÞRIGGJA BARNA EGILS VILHJÁLMSSONAR Raunar er vinahópur Sigurðar ákaf- lega stór. Það kom best í ljós þegar hann hélt skemmtilegt sjötugsafmæli á Hótel Sögu fyrir tæpum tveimur árum. En Sigurður er fæddur 30. ágúst árið 1921. Hann er elstur þriggja barna Egils Vilhjálmssonar og Helgu Sigurðardóttur. Systkini hans tvö eru, þau Ingunn og Egill. Sigurður ólst upp við Bjarkargötuna. Hann nam við Verslunarskólann og Iðn- skólann, bílayfirbyggingar. Snemma stofnaði hann vörubílafyrirtæki og gerði út vörubíla. Hann vann mikið við uppbyggingu flugvallarins við Kaldaðarnes þegar hann var lagður á stríðsárunum og hafði gott upp úr því. Hann vann um langt skeið í bílafyrir- tæki föður síns en síðustu tuttugu ár- in hefur borið mest á honum sem fjár- festi á fjármálamarkaðnum. Þar hefur hann látið peningana vinna fyrir sig þótt kúrfan á hlutabréfamarkaðnum sé raunar í niðursveiflu um þessar mundir vegna samdrátts í atvinnulíf- inu. TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 36

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.