Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Side 39

Frjáls verslun - 01.06.1993, Side 39
Sigurður drekkur kaffi með nánum vinum sínum á Aski við Suðurlandsbraut 4 á hverjum morgni. Talið frá vinstri: Jón Gunnarsson, Óttar Möller, Guðmundur Valtýsson, framkvæmdastjóri Asks, Sigurður Egilsson, Guðmundur Arason, Gissur Símonarson, Þráinn Valdimarsson og Indriði Pálsson. skopskynið. Hann er mjög þægilegur maður.“ í REKSTRIMEÐ GUNNARIJ. FRIÐRIKSSYNI í ÞRJÁTÍU ÁR Gunnar J. Friðriksson iðnrekendi á og hefur rekið plastverksmiðjuna Sig- urplast með Sigurði í um þrjátíu ár. Þeir tveir eru langstærstu hluthafam- ir. í upphafi byrjuðu Gunnar og Axel heitinn Kristjánsson, í Rafha, saman með plastverksmiðju. Hún var síðan sameinuð plastverksmiðju Sigurðar undir heitinu Sigurplast. Olíufélagið Skeljungur á einnig hlut í fyrirtækinu. Þess má geta að Sigurplast framleiðir flöskur og brúsa úr plasti, auk annarra plastumbúða. „Okkur Sigurði hefur gengið mjög vel að vinna saman. Það hefur aldrei komið neitt upp á sem við höfum ekki getað leyst auðveldlega. Leiðir okkar liggja mest saman í gegnum störf okk- ar í Sigurplasti en einnig sitjum við saman í stjórn Hampiðjunnar. Ég held að honum sé best lýst þannig að hann sé rólegur og yfirvegaður, þægilegur í umgengni og með gott skopskyn. Nú, ekki má gleyma að hann leggur mikið upp úr að aka á góðurn amerísk- um bflum,“ segir Gunnar. EKUR Á KADIUÁK ENSÁFYRSTI VAR STUDEBAKER ’28 MODELIÐ Sigurður ekur núna á stórum Kad- ilják, R-1717. Þetta bflnúmer hefur lengi verið þekkt á meðal bflaáhuga- manna. Faðir Sigurðar, Egill, var með þetta númer á bflum sínum í ára- raðir. Sem sannur áhugamaður um bfla hefur Sigurður átt fjölmarga bandaríska bfla í gegnum tíðina. Fyrsti bfll hans var Studebaker, ’28 módelið sem hann keypti af Halldóri Hansen lækni. Sjálfur segir Sigurður um ameríska bfla að þeir séu einfald- lega „rýmri og meiri bflar“. Á árum áður var Sigurður með veiðidellu og renndi fyrir lax. Hann hefur nú lagt það áhugamál alveg á hilluna. Faðir hans átti jörðina Lax- árnes í Kjós ásamt fjölskyldu Eggerts Kristjánssonar. Jörðin stendur, eins og nafnið bendir til, við hina þekktu laxveiðiá, Laxá í Kjós. Sigurður á enn hluta í jörðinni. EINN HELSTIHLUTHAFINN í EIMSKIP, MAREL OG HAMPIÐJUNNI Sigurður er stærsti hluthafinn í Hampiðjunni, á 10%, fjórði stærsti í Marel, með 10% hlutafjár, og ellefti stærsti í Eimskip, með 1,29% hluta- fjár. Hann situr bæði í stjórn Marels og Hampiðjunnar. Þá á hann í mörg- um öðrum hlutafélögum, auk auðvit- að hiutar síns í Sigurplasti sem fyrr er getið. Þá á hann í húsnæði við Hlemm þar sem faðir hans rak fyrirtæki sitt. Hann hefur þótt sérlega farsæll fjár- festir á undanförnum árum, verið „sannur investor" eins og einn við- mælandi okkar orðaði það. Hlut sinn í Hampiðunni eignaðist hann fyrir nokkrum árum þegar hann keypti hlut Fjárfestingarfélags ís- lands í fyrirtækinu. Það þótti snjallt „coupe“ hjá Sigurði, eins og það er orðað á máli fjárfesta. Hann lætur peningana vinna fyrir sig. 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.