Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Page 47

Frjáls verslun - 01.06.1993, Page 47
IAST hefur valið heppilega lausn varðandi handbókina. Hún er ekki stærri um sig en sem nemur fyrirferð tveggja 3,5“ disketta. Auk þess er hún geymd í lesminni tölvunnar og má kalla fram valda kafla á skjáinn, auk hjálpar, hvar sem notandinn er staddur í vinnslu. að hringja á milli landa eins og með venjulegum síma. Með því opnast möguleikar á notkun erlendra upplýs- ingabanka með fartölvu hvar sem er. AST PE er með úrtakanlegum diski. Er það verulegt öryggisatriði. Diskettudrif er fyrir 3,5“. Með far- tölvunni má fá aukabúnað sem gerir kleift að nota úrtakanlega diskinn einnig í venjulegri PC/PS-borðtölvu. Auðvelt er að skipta um skjá á tölv- unni en í grunnútfærslu er svart/hvít- ur VGA-blekskjár. SuperVGA-skjá- stýring er innbyggð í móðurborðið og því væri hægt að tengja fartölvuna SVGA-skjá t.d. annarrar tölvu. A þessari fartölvu er ekki inngang- ur fyrir mús. Hins vegar má fá stýri- kúlu (trackball) og er henni smellt fastri framan á mitt hnappaborðið; snjöll lausn sem virkar vel. Neðan á tölvunni aftanverðri eru innfelldar stillanlegar stoðir sem gera kleift að halla hnappaborðinu upp að aftan til að gera ásláttinn sem þægilegastan. Auk tveggja fax/mótalds-porta er hægt að fá AST PE með portum (kortum) fyrir ljósvakanet (Ethernet) og SCSI- jaðartækjastýringu. Ending hverrar hleðslu rafhlaðna er mikilvægt gæðaatriði varðandi far- tölvu. Og í því efni er ekki komið að tómum kofanum hjá AST. í þessari fartölvu eru sk. „Nickel-Metal-Hyd- rid“ rafhlöður. Hver hleðsla nægir til að knýja tölvuna í fullri vinnslu í 6,5 klst. Þar að auki er þessi tölva búin sérstökum búnaði, rafvaka, sem nefnist á ensku „Hotswap" en hann gerir kleift að skipta um rafhlöðu- pakka á meðan á vinnslu stendur. Það þýðir að hægt er að hafa fleiri en eina hleðslu til reiðu gerist þess þörf. Meðfylgjandi hleðslutæki er líklega það léttasta sinnar tegundar á mark- aðnum. Sjálf vegur AST Power Exec einungis 2,7 kg. Mörgum hefur fundist það skondið að með sumum fartölvum hefur fylgt handbók sem er næstum helmingur af stærð tölvunnar. AST hefur valið aðra og heppilegri lausn á þessu máli. Handbókin, sem er hin læsilegasta, er ekki stærri um sig en sem nemur fyrirferð tveggja 3,5“ disketta. Auk þess er hún geymd í lesminni tölvunn- ar og má kalla fram valda kafla á skjá- inn, auk hjálpar, hvar sem notandinn er staddur í vinnslu. „OKI ALLT“: NÝTT FJÖLNOTA SKRIFSTOFUTÆKI Einn þekktasti framleiðandi tölvu- prentara, Oki í Japan, hefur kynnt nýtt tæki sem er allt í senn, geisla- prentari, faxvél, ljósritunarvél og skanni. Tækið nefnist Oki DDP. Auk þessara kosta er þessi „altmulig-maskína“ búin sjálfvirkum íleggjara fyrir frumrit. Auk þess að virka sem borðskanni er á tækinu handskanni til að nota á myndir sem ekki verða lagðar á lesborðið. Þetta fjölhæfa tæki inniheldur stjórnbúnað til að vinna með Windows-notenda- kerfum og er fáanlegt fyrir La- serjet IIP eða Laserjet III her- mún, síðarnefnda gerðin verður einnig fáanleg fyrir PostScript. Gera má ráð fyrir að verð þessa tækis verði í hærri kantin- um en heyrst hefur að það sé um 4000 dollarar á bandaríska markaðn- um. Þrátt fyrir fjölhæfnina er fyrir- ferð Oki DDP ekkert meiri en venju- legra geislaprentara. Með tækinu fylgir stýrikort fyrir PC/PS-tölvu en á því er m.a. 7 megabæta vinnsluminni, 32ja bita Intel 960 RlSC-gjörvi og útgangur fyrir vídeó-myndmiðlun og fax. Afköst í geislaprentun eru 8 síður með 400 doppa leysni. Svertuduft (toner) endist 2500 síður og tromlan 15000 síður. Meðfylgjandi er hugbún- aður sem gerir kleift að prenta með 13 PostScript leturfontum (Tru- elmage) í mismunandi stærð, 8 HP PCL-5 leturfontum í mis- munandi stærð og 14 bitagrafísk- um auk annarra fonta (samtals 22). Faxið sendir og móttekur á 9600 bitum/sek. Ljósritunarvélin er mjög full- komin og eru prentgæðin sögð með því sem best gerist. Hins- vegar er ekki hægt að minnka eða stækka með þessu tæki. Skanninn er með HP ScanJet Plus hermun og hægt að velja á milli 16 eða 64 grátónaskala. 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.