Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.06.1993, Qupperneq 48
TOLVUR SNJÖLL LAUSN Á SÍGILDU VANDAMÁLI Boðeind nefnist fyrirtæki á Sel- tjarnarnesi sem m.a. er þekkt fyrir sölu á More PC. En Boðeind hefur margt annað að bjóða, ýmsan sér- hæfðan vél- og hugbúnað sem mörg fyrirtæki og stofnanir nota svo sem sjálfvirk öryggisafritunarkerfi, vír- usvarnir, stýri- og eftirlitskerfi fyrir nærnet (LAN), tölvufax og ýmis hjálparforrit. Um nokkurra ára skeið hefur Boð- eind verið umboðsaðili bandaríska fyrirtæksins Walker Richer & Quinn í Seattle en WR&Q er þekkt fyrir þró- un Reflection skjáherma, hugbúnaðar sem gerir fyrirtækjum kleift að nota PC/PS-tölvur og Macintosh sem út- stöðvar stærri tölvukerfa á borð við HP 3000, Digital VAX/VMS, Unix- miðtölvur, IBM AS 400 og IBM meg- intölvur. „Skjáhermir" segir ef til vill ekki mikið þeim sem ekki starfa á tölvu- sviði. En þetta fyrirbæri, sem hefur verið þekkt síðan fyrir 1980, getur skipt öllu máli fyrir stjórnendur fyrir- tækja sem standa frammi fyrir viða- mikilli ákvörðun um endurnýjun tölvukerfís, t.d. í fyrirtæki þar sem nettengdar PC-tölvur, sem upphaf- lega reyndust hagkvæmasta lausnin, anna ekki álaginu lengur. Með skjáhermum er unnt að nýta alla þá kosti sem stærri tölvur (mini) hafa umfram PC/PS og Macin- tosh en um leið alla kosti þeirra síðarnefndu, m.a. grafíska eiginleika, Win- dows skjástýrikerfið og all- an þann fjölbreytta hugbún- að sem PC-markaðurinn hefur upp á að bjóða. Ref- lection tengir PC/PS-tölvur við stórtölvur (HP3000, DEC/VAX, Unix, IBM) um netkerfi (Novell, 3Com, AppleTalk). Skjáhermunin er fáanleg fyrir MS-DOS, Macintosh (einnig System 7) og Win- dows. Reflection skjáhermar gera m.a. kleift að láta nettengdar PC/PS- tölv- ur sækja, vinna og vista gögn á stór- tölvu. Hægt er að skipta á milli við- móta, t.d. PC-netviðmóts og út- stöðvar-viðmóts án þess að endurræsa þurfi PC-tölvuna. Eini vélbúnaðurinn sem þarf í PC er Ethernet-spjald. Jafnvel þótt skipt sé yfir í margfalt öflugri miðlæga tölvu gerir Reflection kleift að láta þann starfsmann, sem t.d. er vanur Macintosh og vinnur öll sín verk á hana, t.d. grafísk verkefni, nota gagnasafn stórtölvunnar. Sama gildir um þá starfsmenn sem vanir eru að nota PC-tölvu, t.d. við ritvinnslu, umbrot o.s.frv. Reflection er í raun miklu meira en skjáhermir (emulator) þetta er heild- arlausn á því að nýta saman afl stór- tölvunnar og lipurð PC/PS-tölvanna þannig að úr verði kerfi sem nýtir allt keypt tölvuafl. Þannig býður Refl- ection upp á eigið skipanamál sem er ekki ólíkt runuvinnslu í MS-DOS. Skipanamálið gengur jöfnum höndum á milli DOS, Windows og Macintosh án nokkurra breytinga eða stillingar. Þá býður Reflection einnig upp á API forritaskil en með þeim getur for- ritari skilgreint sérstök notendaskil gagnvart stórtölvunni í þeim kerfum sem hann setur upp. Með API-skilum er hægt að búa til forrit sem tengist stórtölvu með sk. PPL-tengi (Process-to-Process Link). Þetta er þýðingarmikið atriði, nefnist biðlara/ miðlara högun, og gerir kleift að senda gögn beint til vinnslu í PC/PS- tölva og nota þær til að létta álagi af stórtölvunni. API-skilin í Reflection bjóða einnig upp á RPC forritaköll (Remote Procedure Calls). Það þýðir að forrit er ræst og keyrt á stórtölvu (miðlar- anum) þótt það sé notað af PC/PS tölvu (biðlaranum) sem þannig setur fram forsendur og fær niðurstöðu, t.d. myndrænt. Til að skýra þetta betur þá gerir Reflection m.a. kleift að nota viðamikil kerfi í neti án þess að þau þurfi að senda út á netið. Gögn eru betur geymd á stórtölv- um og þar má búa svo um hnútana að engar tölvuveirur geti gert óskunda og öryggisafritun sé sjálfvirk. Byggja má upp þrepaskiptan aðgang að ýms- um upplýsingum, t.d. vegna trúnað- armála auk þess sem geymslurýmd er miklu meiri. Á stórtölvum getur afgreiðsluhraði í vinnslu verið marg- faldur á við PC; hægt að vinna mörg verkefni samtímis, hægt að afgreiða margar útstöðvar samtímis, beinlínu- vinnsla er raunverulego.s.frv. Þegar þessir kostir sameinast kostum PC/ PS-tölva verður til mjög öflug lausn á tölvuþörfum fyrirtækis. 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.