Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Side 52

Frjáls verslun - 01.06.1993, Side 52
ERLENT Vic Pelson er yfirmaður langlínudeilar AT&T sem færir fyrirtækinu nú um 61% allra tekna þess. AT&T afgreiðir 140 milljónir Ianglínusímtala á hverjum degi. Þótt í gegnum fyrirtæk- ið fari 140 milljónir sí- mhringinga á sólarhring nota stjórnendur þess varla orðið „síma“. Þess í stað tala þeir fyrst og fremst um framtíðina og alla þá miklu fjarskiptanýj- ungar sem eru í sjónmáli fyrir notendur og fyrir- tækið mun láta til sín taka. Menn sjá fyrir sér að fjarskiptanet AT&T muni í framtíðinni ekki aðeins sinna samskiptum á milli fólks heldur ekki síður þjónusta fólk á sviði vinnu, innkaupa, menntunar og afþreyingar- og skemmt- iefnis. Robert Morris, verðbréfasérfræðingur hjá Goldman Sachs, segir AT&T hafa sérlega góða stöðu til að verða miðpunktur fjarsk- ipta í samskiptum fólks, í tölvuheim- inum, í upplýsinga- og afþreyingar- geiranum og í allri útgáfustarfsemi. „Fyrirtækið hefur tækifæri til að skapa tilveru sem önnur fyrirtæki á sviði íjarskipta geta ekki leikið eftir.“ ÞANNIG SKILGREINIR ALLEN MARKMIÐ AT&T Robert Allen skilgreinir hins vegar markmið AT&T einfaldlega svona: „Það er að sjá til þess að fólk hafi auðveldan aðgang hvert að öðru og að þeim upplýsingum sem það vantar, — hvenær sem er og hvar sem er.“ Helstu breytingar Allen hjá AT&T eru: 1. NÝTT SKIPULAG Hann hefur innleitt nýtt stjórnskipulag sem hvetur til aukinnar samvinnu ann- ars mjög sjálfstæðra deilda. Hann hefur mynd- að sterkan hóp fólks úr öll- um deildum sem leitar ein- göngu að nýjum tækifær- um fyrir fyrirtækið. Annar hópur, en í honum eru framkvæmdastjórar fjög- urra helstu greina fyrir- tækisins, kemur saman sem sterk liðsheild og rek- ur fyrirtækið frá degi til dags. 2. VIRÐING FYRIR ALMENNINGI Hann hefur látið fyrirtækið koma sér upp sterku gildismati um sam- skipti við almenning. A meðal nokk- urra gilda má nefna að fyrirtækið á að bera virðingu fyrir einstaklingum og ROBERT ALLEN, FORSTJÓRI AT&T: VIÐSKIPTAVINIRNIR ERU EFSTIR í SKIPURIHNU Robert Allen, forstjóri AT&T, hefur í starfi sínu lagt mikla áherslu á að hrista upp í stjómun fyrirtækisins og gera skipulagið sveigjanlegra og segir að þarfir viðskiptavinanna ráði mestu um það hvernig ákvarðanir séu teknar. I Fortune eru lagðar fyrir hann nokkrar spurningar um breytingar hans. — Hvers vegna hefur þú lagt svo mikla áherslu á að breyta „kúltúr“ AT&T? „Við verðum einfaldlega að vera sneggri og opnari fyrir breytingum. Astæðan er sú að í rafeindaiðnaði, fjarskiptum, tölvuheiminum og fjöl- miðlun eru miklar breytingar að eiga sér stað hjá viðskiptavinunum, þeir leita meira saman. Hæfileikar eru ekki samankomnir á einum stað, þeir eru dreifðir. Þess vegna er okkur nauðsynlegt að stofna félög með öðr- um eða fjárfesta í öðrum fyrirtækjum. VIÐSKPTAVINIRNIR RÁÐA Það er erfítt að breyta „kúltúr" fyrirtækis sem var mjög stíft og með stjórnskipulagið: Að ofan og niður. Við reynum að skapa andrúmsloft þar sem skipuritinu er snúið við og við- skiptavinimir settir efstir. Þeir starfsmenn, sem eru í mestri snert- ingu við viðskiptavinina og þekkja þarfir þeirra, ættu auðvitað að vera þeir sem taka lykilákvarðanirnar." — Þýðir þetta ekki að stjómendur verða að vinna á mismunandi hátt? „Ég bið stjórnendahópinn að bera tvo hatta. Ég segi: Komið á stjórnar- fundi og kynnið starfsemi ykkar sviðs. En ég bæti við að það geti komið þeir tímar að ég biðji þá að bera minn hatt til jafns við hluthafanna og hjálpa mér að taka ákvarðanir. Ákvarðanataka er orðin flóknari þar sem við erum með starfsemi um allan heim. Við viljum að starfsmenn í landi X ákveði hvað eigi við á hverju mark- aðssvæði en ákvarðanirnar séu eftir sem áður teknar með heildarhags- muni fyrirtækisins f huga.“ FRAMLEIÐSLA OG ÞJÓNUSTA — Hvers vegna er AT&T svo ákveðið í að vera bæði þjónustu- og framleiðslufyrirtæki? „Það er hagkvæmt fyrir okkur að ýmsu leyti. Við getum sýnt viðskipta- 52

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.