Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1993, Síða 65

Frjáls verslun - 01.06.1993, Síða 65
Leió til betri árangurs IIEUA DKl.'IMOMI GÆÐASTJORNUN - leið til betri árangurs Höfundur: Dr. Helga Drummond Þýðandi: Jón Skaptason Útgefandi: Framtíðarsýn hf. Titill á frummáli: The Quality Movement, Kogan Page Ltd. 1992 Drummond ver heilum kafla í að greina frá hugmyndum W. Edwards Deming um gæðastjórnun en Deming hefur verið nefndur guðfaðir japönsku byltingarinnar í gæðastjórnun. Hug- myndafræði Demings byggir á þrem- ur meginreglum. Þær eru: 1. Að gæði séu skilgreind frá sjónarhóli viðskiptavinar- ins. 2. Stöðugar umbætur. 3. Gæðin ákvarðast af kerfinu. í yfirlitsbók sem þessari hefði að ósekju mátt greina betur frá öðrum guðföður japanskrar gæðastjórnunar, J. M. Juran, en hann kom fyrst til Japans í byrjun sjötta áratugarins eins og Deming. Það er sammerkt með þessum öldungum (annar fæddur 1900 og hinn 1904) að báðir höfðu afgerandi áhrif á japanska gæðast- jórnun og hvorugur varð spámaður í sínu heimalandi, Bandaríkjunum, fyrr en á gamals aldri. GÆÐAVOTTUN Drummond fjallar almennt um gæðavottun í einum kafla bókarinnar og leitar síðan svara við spurningum sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi, þ.e. hvort gæðavottunar- kerfi eins og ISO 9000 leiði í raun til bættra gæða og hvort allt erfiðið við að koma kerfinu á sé þess virði. Nið- urstaða höfundar er að hjá mörgum fyrirtækjum sé þessi spurning fræði- leg þar eð vottun sé samningsbundið skilyrði. Vegna hins mikla fjölda fyrir- tækja sem æskja viðurkenningar virðist fyrirsjánlegt að þau sem ekki eru viðurkennd muni eiga sífellt erfið- ara með að afla sér viðskipta. Samt sem áður er ISO 9000 ekki nein töfraformúla til að komast af, að mati höfundar. Lykillinn að því að komast af eru umbætur sem vekja ánægju viðskiptavinarins en ekki ein- ungis að fullnægja einhverjum vél- rænum viðmiðum. Að öðlast viður- kenningu er líkt því að ná bflprófi. Aðalatriðið er að gera prófdómarann ánægðan fremur en að læra að aka. Fræðilega séð leiðir öflun viðurkenn- ingar til mikillar virkni innan fyrirtæk- isins. í framkvæmdinni er þó líklegra að þetta leiði til íhaldssemi fremur en breytinga vegna þess að: • Ahersla færist frá grundvall- aratriðum gæða, s.s. vöru- hönnun. • Fyrirtæki freistast til að nýta sem best þau kerfi og þær verklagsreglur sem fyrir eru. • Fyrirtæki freistast til að láta sér nægja unnin afrek. Niðurstaða Drummonds, að vottun tryggi þannig gæði einungis að tak- mörkuðu leyti, er einkum athyglis- verð fyrir þær sakir að hér talar Breti en Bretar hafa þjóða lengsta reynslu af gæðavottunarkerfum. Athyglisverðasti kafli bókarinnar og sá kafli, þar sem höfundur virðist leggja mest til málanna frá eigin brjósti, er kaflinn um gæði íþjónustu- fyrirtækjum. Að mörgu leyti gilda sömu lögmál um rekstur þjónustufyr- irtækja og framleiðslufyrirtækja en þó er þar verulegur munur á. Þegar um veitta þjónustu er að ræða þýðir það að fullnægja þörfum viðskiptavin- arins og uppfylla væntingar hans. Uppfylling væntinga felur í sér: • Að finna og afmarka þá þætti sem ákvarða gæði. • Að stýra væntingum við- skiptavinarins. • Að stjórna hughrifum um þjónustugæði og veitta þjón- ustu. • Að fræða viðskiptavini. • Að þróa traust stoðkerfi. • Að leita eftir viðbrögðum. ATHYGLISVERÐ SKILGREINING Á SÓUN í kaflanum um tímann er sett fram athygliverð skilgreining á sóun. „Hver sú aðgerð sem ekki er virðis- aukandi er sóun.“ Meðal atriða, sem höfundur telur til sóunar skv. þessari skilgreiningu, eru tjáskipti og stjóm- sýsla og verða eflaust einhverjir til að mótmæla þeim skilningi. Bókin er lipurlega þýdd af Jóni Skaftasyni og fátt um tungubrjóta. Ekki má gleyma því að bók sem þessi á erindi til fjölmargra sem eiga ekki auðvelt með að tileinka sér efni sem sett er fram á erlendri tungu. 65

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.