Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Síða 55

Frjáls verslun - 01.02.1994, Síða 55
FOLK ANNA S. JOHANNESDOTTIR, BÚMANNSKLUKKUNNI Anna vinnur í hálfu starfi sem ræstingastjóri hjá Securitas enda er veitingareksturinn enn ekki farinn að skila arði. „Við opnuðum Bú- mannsklukkuna fyrir tæpum tveimur árum og bjuggum salinn gömlum húsgögnum til að ná stemningunni frá gömlu, íslensku heimili. Það passar vel við húsið í Bemhöftstorfunni en húsaleigan, sem við greiðum til Minjavemd- ar, er erfið og hefur lík- lega orðið banabiti þeirra sem hafa stundað veit- ingarekstur hér áður. Sumir segja að við mun- um aldrei geta rekið þetta nema að fara einu sinni á hausinn og stofna nýtt hlutafélag um rekst- urinn. Við gerðum tveggja ára áætlun í upp- hafi og ætlum að þrjósk- ast við að láta þetta ganga,“ segir Anna S. Jó- hannesdóttir, annar eig- andi Búmannsklukkunn- ar. Anna ólst upp á Arskógs- strönd og í Hrísey en tók gagnfræðapróf frá héraðs- skólanum að Núpi. Hún út- skrifaðist sem sjúkraliði 1969 og vann á Sjúkrahúsi Akur- eyrar og síðan í Lundi í Sví- þjóð þar sem hún bjó í sjö ár. 1982 kom hún heim og vann í Sunnuhlíð og á tannlæknast- ofu. Um eins árs skeið bjó Anna í Kanada en 1986 gerð- ist hún ræstingastjóri hjá Securitas og vinnur þar enn í hálfu starfi með veitingahúss- rekstrinum. „Þetta er dýrt hobbý og hefur enn ekki gefið tekjur af sér,“ segir hún. KLUKKURNAR OF FUÓTAR „Það var kallað búmanns- klukka þegar bændur flýttu klulíkunni til að fá vinnufólkið fyrr á fætur og hugmyndin að nafninu kom frá Sigurði G. Tómassyni, eiginmanni frænku minnar og meðeig- anda Steinunnar Bergsteins- dóttur. Hér eru sjö klukkur og þær eru klukkustund of fljótar. Við Steinunn vinnum hér báðar í hálfu starfi, ég hef yfirumsjón með salnum og sé um íjármálin, með aðstoð endurskoðanda, og Steinunn er í eldliúsinu og er hug- myndafræðingurinn en hér eru einnig lærðir kokkar og þjónar. Það er vinsælt að koma hingað í hádeginu, t.d. hittist hópur Valsara hér á hveijum virkum degi. Einnig hittast ýmsir hópar héma og geta fengið sérher- bergi. Um helgar bjóðum við dagverð þ.e. morgun- og há- degisverð (brunch) sem hef- ur m.a. notið vinsælda er- lendra ferðamanna en á sumrin bætum við íslenskum réttum í dagverðinn, t.d. skyri. Veitingarekstur er þungur um þessar mundir og það þarf mikla útsjónarsemi til að standaíþessu. Viðfömmt.d. í stórmarkaði þegar þar er tilboðsverð á grænmeti, mun lægra verð en Sölufélagið býður okkur. Margt hráefiii gæti verið ódýrara, t.d. fá veitingahús ekki afslátt á smjöri hjá Osta- og smjörsöl- unni eins og bakarar fá og við fáum áfengið á sama verði og almenningur í ríkinu en ekki á neinu heildsöluverði." Á SKAK Á SUMRIN Eiginmaður Önnu er Stef- án B. Sigurðsson prófessor í lífeðlisfræði við Háskóla ís- lands. Þau eiga sex böm á aldrinum 12 til 26 ára en Stef- án og Anna hafa bæði verið gift áður. Bömin hafa öll meira og minna aðstoðað við reksturinn þó að þau séu nær öll við nám. „Fjölskylda mín á sumar- bústað á Árskógssandi og bát til að fara á skak og þangað fer ég til að „afstressa“ mig. Ég hef ekkert komist þangað frá því við opnuðum Búmann- sklukkuna en við ætlum þó báðar að taka okkur mánað- arfrí í sumar. Ég skrepp þó stundum norður til að hitta mömmu og systkini mín. Ástæðan fyrir því að ég fór út í veitingarekstur er að ég hef mikinn áhuga á matargerð og hef gaman af að bjóða gestum heim. Því ekki að nýta það á þennan hátt?“ segir Anna. TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 55

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.