Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Síða 59

Frjáls verslun - 01.02.1994, Síða 59
FOLK INGÓLFUR GUÐMUNDSSON, MARKAÐSSTJÓRILANDSBANKANS Ingólfur hefur átt þátt í að móta markaðssetningu Landsbankans þar sem mikil áhersla er lögð á alhliða fjármálaþjónustu við einstaklinga. „Fjármálaráðgjöf til handa einstaklingum er að færast til bankanna í sífellt meira mæli og einnig ýmiss konar þjónusta. Bankastarfs- menn eru því að verða sölumenn og ráðgjafar í stað þess að sinna ein- göngu beinni af- greiðslu. Landsbankinn hefur lagt áherslu á að bæta gæði þjónustunn- ar t.d. á þjónustunám- skeiðum, sem allir starfsmenn hafa sótt, og með þjónustufulltrúum í útibúunum,“ segir Ing- ólfur Guðmundsson, forstöðumaður mark- aðssviðs Landsbank- ans. Ingólfur er 36 ára og tók stúdentspróf úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð. 1978 stofnaði hann fyrir- tækið Sumarhús hf., þá aðeins 21 árs gamall. Fyrir- tækið flutti inn sumarhús frá Noregi og Danmörku og reyrhúsgögn sem hann seldi í verslun við Háteigsveg. Þegar Ingólfur fór til fram- haldsnáms tók faðir hans við rekstri fyrirtækisins. „Ég lærði viðskiptafræði í Álaborg og tók masterspróf 1989,“ segir Ingólfur. „Þegar ég kom heim hóf ég störf á markaðssviði Lands- bankans en þá var einmitt verið að undirbúa átak í ein- staklingsviðskiptum. Unnið var að vöruþróun og mark- aðsathugunum og ég tók m.a. þátt í að markaðssetja Námuna sem ætluð er námsfólki heima og erlend- is. Kynningarstarf á Nám- unni meðal íslenskra náms- manna erlendis tókst svo vel að okkur voru veitt 2. verðlaun fyrir beina mark- aðssetningu af samtökum póststofnana á Norðurlönd- um. í janúar 1993 tók ég svo við starfí forstöðumanns markaðssviðs Landsbank- ans. 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á HÚSNÆÐISSPARNAÐAR- REIKNINGUM Starfsemi markaðssviðs- ins er margþætt og greinist annars vegar milli einstakl- ingsviðskipta og hins vegar fyrirtækjaviðskipta. Unnið hefur verið markvisst að uppbyggingu þjónustunnar undanfarin ár og náin sam- vinna hefur verið á milli okk- ar og útibúanna. Við höfum nú opnari afgreiðslur og höf- um komið okkur upp þjón- ustufulltrúum sem stunda almenna fjármálaráðgjöf, t.d. aðstoða þeir fólk við að sækja um til Trygginga- stofnunar og Húsnæðis- stofnunar. Samtímis hafa verið þróuð þjónustuform í bankanum, t.d. Varðan, víðtæk fjármálaþjónusta fyrir einstaklinga, og lögð áhersla á að auka reglu- bundinn spamað t.d. með sölusamkeppni innan bank- ans. Samkeppni milli banka og við ríkissjóð um reglubund- inn sparnað er mikil og höf- um við náð góðri markaðs- hlutdeild á því sviði, t.d. á húsnæðisspamaðarreikn- ingnum Grunni en þar er markaðshlutdeild bankans nú 60%. Það hafði áhrif á þann árangur þegar ríkið bauð 25% endurgreiðslu á skatti í tengslum við reglu- bundinn spamað en sá af- sláttur hefur nú verið lækk- aður í 15%. Ungum við- skiptavinum yfir 16 ára aldri fjölgaði mjög með Námunni og nú bjóðum við nýja fjár- málaþjónustu, Gengið, fyrir táninga undir 16 ára,“ ÚTIVERA 0G BARANUPPELDI Eiginkona Ingólfs er Sjöfn Þráinsdóttir þroskaþjálfi og eiga þau fjögur börn sem eru 13, 7, 2 ára og það yngsta aðeins þriggja mán- aða. Helsta áhugamál Ingólfs, fyrir utan barnauppeldi og vinnu, er útivera. Hann hef- ur gaman af silungsveiðum og hefur aðgang að sumar- bústað þar sem gott er að dvelja. „Eina tómstundagamanið sem ég stunda er veggja- tennis sem ég fer í tvisvar í viku,“ segir hann. 59

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.