Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.02.1994, Qupperneq 59
FOLK INGÓLFUR GUÐMUNDSSON, MARKAÐSSTJÓRILANDSBANKANS Ingólfur hefur átt þátt í að móta markaðssetningu Landsbankans þar sem mikil áhersla er lögð á alhliða fjármálaþjónustu við einstaklinga. „Fjármálaráðgjöf til handa einstaklingum er að færast til bankanna í sífellt meira mæli og einnig ýmiss konar þjónusta. Bankastarfs- menn eru því að verða sölumenn og ráðgjafar í stað þess að sinna ein- göngu beinni af- greiðslu. Landsbankinn hefur lagt áherslu á að bæta gæði þjónustunn- ar t.d. á þjónustunám- skeiðum, sem allir starfsmenn hafa sótt, og með þjónustufulltrúum í útibúunum,“ segir Ing- ólfur Guðmundsson, forstöðumaður mark- aðssviðs Landsbank- ans. Ingólfur er 36 ára og tók stúdentspróf úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð. 1978 stofnaði hann fyrir- tækið Sumarhús hf., þá aðeins 21 árs gamall. Fyrir- tækið flutti inn sumarhús frá Noregi og Danmörku og reyrhúsgögn sem hann seldi í verslun við Háteigsveg. Þegar Ingólfur fór til fram- haldsnáms tók faðir hans við rekstri fyrirtækisins. „Ég lærði viðskiptafræði í Álaborg og tók masterspróf 1989,“ segir Ingólfur. „Þegar ég kom heim hóf ég störf á markaðssviði Lands- bankans en þá var einmitt verið að undirbúa átak í ein- staklingsviðskiptum. Unnið var að vöruþróun og mark- aðsathugunum og ég tók m.a. þátt í að markaðssetja Námuna sem ætluð er námsfólki heima og erlend- is. Kynningarstarf á Nám- unni meðal íslenskra náms- manna erlendis tókst svo vel að okkur voru veitt 2. verðlaun fyrir beina mark- aðssetningu af samtökum póststofnana á Norðurlönd- um. í janúar 1993 tók ég svo við starfí forstöðumanns markaðssviðs Landsbank- ans. 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á HÚSNÆÐISSPARNAÐAR- REIKNINGUM Starfsemi markaðssviðs- ins er margþætt og greinist annars vegar milli einstakl- ingsviðskipta og hins vegar fyrirtækjaviðskipta. Unnið hefur verið markvisst að uppbyggingu þjónustunnar undanfarin ár og náin sam- vinna hefur verið á milli okk- ar og útibúanna. Við höfum nú opnari afgreiðslur og höf- um komið okkur upp þjón- ustufulltrúum sem stunda almenna fjármálaráðgjöf, t.d. aðstoða þeir fólk við að sækja um til Trygginga- stofnunar og Húsnæðis- stofnunar. Samtímis hafa verið þróuð þjónustuform í bankanum, t.d. Varðan, víðtæk fjármálaþjónusta fyrir einstaklinga, og lögð áhersla á að auka reglu- bundinn spamað t.d. með sölusamkeppni innan bank- ans. Samkeppni milli banka og við ríkissjóð um reglubund- inn sparnað er mikil og höf- um við náð góðri markaðs- hlutdeild á því sviði, t.d. á húsnæðisspamaðarreikn- ingnum Grunni en þar er markaðshlutdeild bankans nú 60%. Það hafði áhrif á þann árangur þegar ríkið bauð 25% endurgreiðslu á skatti í tengslum við reglu- bundinn spamað en sá af- sláttur hefur nú verið lækk- aður í 15%. Ungum við- skiptavinum yfir 16 ára aldri fjölgaði mjög með Námunni og nú bjóðum við nýja fjár- málaþjónustu, Gengið, fyrir táninga undir 16 ára,“ ÚTIVERA 0G BARANUPPELDI Eiginkona Ingólfs er Sjöfn Þráinsdóttir þroskaþjálfi og eiga þau fjögur börn sem eru 13, 7, 2 ára og það yngsta aðeins þriggja mán- aða. Helsta áhugamál Ingólfs, fyrir utan barnauppeldi og vinnu, er útivera. Hann hef- ur gaman af silungsveiðum og hefur aðgang að sumar- bústað þar sem gott er að dvelja. „Eina tómstundagamanið sem ég stunda er veggja- tennis sem ég fer í tvisvar í viku,“ segir hann. 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.