Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Page 65

Frjáls verslun - 01.02.1994, Page 65
Innanlands hlaða menn helst batteríin með því að fara á skíði í páskafríinu, dvelja í sumarbústöðum eða liggja einfaldlega í leti heima hjá sér. SAFARÍ í TÚNIS Meðal nýjunga, sem nú standa til boða, eru ferðir til Túnis sem Sam- vinnuferðir-Landsýn standa fyrir. Að sögn Helga Péturssonar hjá SL er töluverð þátttaka í þessa ferð sem verður farin um páskaleytið og stend- ur yfir í fimmtán daga. Fyrir ævin- týramenn er ýmislegt í boði en þeir geta tekið á rás að safaríhætti inn í eyðimerkur um borð í opnum Land- róverum eða með því að klöngrast upp á kameldýr. GOLF- OG SKÍÐAFERÐIR Golf- og skíðaferðir eru í miklu uppáhaldi og yfirleitt er sama fólkið á ferð í þeim tilvikum. Golfferð á veg- um Samvinnuferða-Landsýnar seldist upp á skammri stundu en minna er þar á bæ um skíðaferðir á þessum tíma. Að sögn Guðrúnar Sigurgeirs- dóttur hjá Úrvali Útsýn njóta páska- ferðir til Bretlandseyja mikilla vin- sælda og má þar nefna ferðir til Edin- borgar og Manchester. Hún kvað Flórída einnig njóta nokkurra vin- sælda, ef til vill ekki síst fyrir fjölda golfvalla á svæðinu, og alltaf fer nokk- ur fiöldi á skíði, einkum til Austurríkis á vegum Úrvals-Útsýnar. Þá njóta Kanaríeyjar alltaf vinsælda í kringum páskana. Að sögn starfsmanna Flugleiða njóta skíðasvæðin á ísafirði, Akureyri og Dalvík mestrar hylli um páskana hér innanlands. Engin sérstök páska- tilboð eru þó í gangi en félagið býður pakkaferðir yfir veturinn. LONDON, AMSTERDAM OG LÚXEMBORG Þá eru tónleikaferðir til London að verða æ vinsælli. Þá hafa ferðir til Amsterdam ávallt notið vinsælda um páskana. Loks er vinsælt að taka bíl á leigu í Lúxemborg og aka til skíða- svæða í Frakklandi eða Austurríki. Páskamir eru tiltölulega snemma þetta árið og því ætti nægur snjór að vera til staðar. HÁLENDISFERÐIR OG SUMARBÚSTAÐIR íslenska hálendið er ævinlega vel sótt af útivistarfólki sem fer þá um hálendið á jeppum og vélsleðum. En þeir sem ekki hafa augastað á fjarlæg- um slóðum eða hálendisbrölti, hafa úr ýmsu að velja. Má þar nefna sumar- bústaði, hvort tveggja í einkaeign sem og í eigu orlofssjóða starfs- mannafélga. Sumarbústaðir njóta raunar mikilla vinsælda um páskana enda sífellt algengara að bústaðir séu heilsársbústaðir og notaðir yfir helgar allan veturinn. Ásókn í bústaði starfs- mannafélaga er áberandi mikil um páskana og komast færri að en vilja. Flestir leggja af stað í fríið eftir vinnu á miðvikudeginum fyrir páska. En aðalatriðið er auðvitað, hvort sem starfsmenn eru á ferð og flugi eða slaka á heima hjá sér, að hlaða batter- ín og koma endumærðir til vinnu eftir páskana. 65

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.