Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 65
Innanlands hlaða menn helst batteríin með því að fara á skíði í páskafríinu, dvelja í sumarbústöðum eða liggja einfaldlega í leti heima hjá sér. SAFARÍ í TÚNIS Meðal nýjunga, sem nú standa til boða, eru ferðir til Túnis sem Sam- vinnuferðir-Landsýn standa fyrir. Að sögn Helga Péturssonar hjá SL er töluverð þátttaka í þessa ferð sem verður farin um páskaleytið og stend- ur yfir í fimmtán daga. Fyrir ævin- týramenn er ýmislegt í boði en þeir geta tekið á rás að safaríhætti inn í eyðimerkur um borð í opnum Land- róverum eða með því að klöngrast upp á kameldýr. GOLF- OG SKÍÐAFERÐIR Golf- og skíðaferðir eru í miklu uppáhaldi og yfirleitt er sama fólkið á ferð í þeim tilvikum. Golfferð á veg- um Samvinnuferða-Landsýnar seldist upp á skammri stundu en minna er þar á bæ um skíðaferðir á þessum tíma. Að sögn Guðrúnar Sigurgeirs- dóttur hjá Úrvali Útsýn njóta páska- ferðir til Bretlandseyja mikilla vin- sælda og má þar nefna ferðir til Edin- borgar og Manchester. Hún kvað Flórída einnig njóta nokkurra vin- sælda, ef til vill ekki síst fyrir fjölda golfvalla á svæðinu, og alltaf fer nokk- ur fiöldi á skíði, einkum til Austurríkis á vegum Úrvals-Útsýnar. Þá njóta Kanaríeyjar alltaf vinsælda í kringum páskana. Að sögn starfsmanna Flugleiða njóta skíðasvæðin á ísafirði, Akureyri og Dalvík mestrar hylli um páskana hér innanlands. Engin sérstök páska- tilboð eru þó í gangi en félagið býður pakkaferðir yfir veturinn. LONDON, AMSTERDAM OG LÚXEMBORG Þá eru tónleikaferðir til London að verða æ vinsælli. Þá hafa ferðir til Amsterdam ávallt notið vinsælda um páskana. Loks er vinsælt að taka bíl á leigu í Lúxemborg og aka til skíða- svæða í Frakklandi eða Austurríki. Páskamir eru tiltölulega snemma þetta árið og því ætti nægur snjór að vera til staðar. HÁLENDISFERÐIR OG SUMARBÚSTAÐIR íslenska hálendið er ævinlega vel sótt af útivistarfólki sem fer þá um hálendið á jeppum og vélsleðum. En þeir sem ekki hafa augastað á fjarlæg- um slóðum eða hálendisbrölti, hafa úr ýmsu að velja. Má þar nefna sumar- bústaði, hvort tveggja í einkaeign sem og í eigu orlofssjóða starfs- mannafélga. Sumarbústaðir njóta raunar mikilla vinsælda um páskana enda sífellt algengara að bústaðir séu heilsársbústaðir og notaðir yfir helgar allan veturinn. Ásókn í bústaði starfs- mannafélaga er áberandi mikil um páskana og komast færri að en vilja. Flestir leggja af stað í fríið eftir vinnu á miðvikudeginum fyrir páska. En aðalatriðið er auðvitað, hvort sem starfsmenn eru á ferð og flugi eða slaka á heima hjá sér, að hlaða batter- ín og koma endumærðir til vinnu eftir páskana. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.