Frjáls verslun - 01.09.1995, Side 6
Fólks-dálkarnir eru eitt vinsælasta efnið í Frjálsri verslun. Einn af viðmælendunum að þessu sinni er Anna K.
Sigþórsdóttir, eigandi Sportkringlunnar. Hún og maður hennar, Einar Sigfússon, tóku við rekstri verslunarinnar í
ágúst síðastliðnum. Sjá bls. 73.
8 GULAR
Bækur frá Fróða fyrir þessi jól. Þær eru sex
að tölu en fjölbreyttar.
18 ALGJÖR ÞRILLER
Stórskemmtileg forsíðugrein um endasprett
Samherjamanna í slagnum við Kjell Inge
Rökke, þjóðsagnapersónuna í heimi
alþjóðaútgerðar, um þýska fyrirtækið
Deutshce Fischfang Union. Skyggnst er
rækilega á bak við söguna. Þetta var
tryllingslegur slagur þar sem sigur vannst
naumlega.
24 ÞRJÚÁLVER
Rækileg úttekt á því ef hér yrðu byggð tvö
ný álver til viðbótar við stækkunina í
Straumsvík á næstu árum. Hver yrðu
efnahagsleg áhrif slíkrar rosalegrar
fjárfestingar? Greinin heitir einfaldlega: Ef
draumarnir rættust...
28 SAGAN ÁBAKVIÐ
HERFERÐINA
32 ASÍA ER
RÍSANDI
Afar rtarleg og fróðleg fréttaskýring um
möguleika íslendinga á hinu ört vaxandi
markaðssvæði í Suðaustur-Asíu.
40 BÆKUR
Fjallað er um hina nýju bók Thomasar
Möller; 30 áhrifarík ráð sem bæta
tímastjórnun.
42 NÓBELS-
VERÐLA UNAHAFINN
ÍHAGFRÆÐI
Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði árið 1995
heitir Robert Lucas. Kenning hans fjallar um
það að venjulegt fólk skilji og geti spáð fyrir
um stefnuna í efnahagslífinu, eins og
margur hagfræðingurinn.
44 NÆRMYND
Hallgrímur B. Geirsson, nýr fram-
kvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufé-
lags Morgunblaðsins, er í þrælsk-
emmtilegri nærmynd. Sjá bls. 44.
48 LÍFEYRISMÁL
Lrfeyrismál eru núna í brennideplinum eftir
að athyglisverður dómur féll nýlega í
undirrétti um að einyrkjar gætu dregið
iðgjöld í lífeyrissjóði, hlut atvinnurekandans,
frá skatti. Þetta er tímamótadómur og
sérlega mikið réttlætismál. Núna er brýnt að
sýna engan trassaskap í lífeyrismálum.
56 EINKAVÆÐUM
LEIFSSTÖÐ!
Það er Logi Úlfarsson, framkvæmdastjóri
íslensks markaðar, sem svo mælir í viðtali
við Frjálsa verslun.
60 ERLEND
VEITINGAHÚS
„Veitingahús sem þú segir engum frá.“
Þannig hljóðar yfirskriftin hjá Sigmari B.
Haukssyni um veitingahúsið La Cappannina
í Torino á Ítalíu.
62 GLITNIR 10 ÁRA
64 GSM-B YLTINGIN
70 FÓLK
Rætt við fólk í viðskiptaiífinu í önnum og
hringiðu dagsins.
74 BRÉF ÚTGEFANDA
6