Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Page 17

Frjáls verslun - 01.09.1995, Page 17
HallurHallsson, eigandi M&M, stendur að útgáfu bókarinnar hérlendis ásamt félögum sínum Ólafi Grétari Gunnar- ssyni og Axel Guðmundssyni. Metsölubókin Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus eftir Bandaríkjamanninn dr. John Gray er ein þeirra bóka sem vakið hafa mikla athygli í jólabókaflóðinu. Hún hefur selst í yfir 4 milljónum eintaka vestanhafs. Margir kunnir menn úr við- skiptalífinu hafa skrifað umsögn um bókina og farið lofsorði um hana og telja að hún nýtist til að bæta mannleg samskipti á vinnustöðum ekkert síður en í einkalífi fólks. Það er bókaútgáfan Vöxtur sem gefur bókina út á íslandi. Hallur Hallsson, eigandi almanna- tengsla-fyrirtækisins M&M, Menn og málefni hf., er einn af eigendum bókaútgáfunnar og stjórnarfor- maður fyrirtækisins. Með honum í Vexti eru þeir Ólafur Grétar Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Vaxtar og Axel Guðmundsson, grafískur hönnuður og ráðgjafi. JONINOATUNI Jón I. Júlíusson fagnaði 30 ára afmælisrekstri verslunarinnar Nóatúns á dögunum. Jón byrjaði með verslunina í Nóatúni 17 hinn 24. nóvember árið 1965. Nú eru verslanimar orðnar 9 talsins. í til- efni afmælisins flutti Jón verslun- ina í Nóatúni yfir í suðurenda húss- ins og stækkaði hana til muna í leiðinni. Hér er Jón á fyrsta degi verslunarinnar í nýju húsakynn- unum. þegar tæknin vinnur með þér CS - PRO tæknin í Ijósritunarvélum erframtíðarlausn fyrir þá sem vilja bætt afköst í betra umhverfi. Mikil framleiðni Sjálfvirk frumritamötun á mesta, mögulega Ijósritunarhraða Flokkunar- og heftibúnaður sem vinnur hratt og örugglega MINOLTA CS-PRO Ijósritunarvélar Skreli á undan inn í framtíðina KJARAN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SlÐUMÚL114, 108 REYKJAVlK, SÍMI 5813022 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.