Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Page 27

Frjáls verslun - 01.09.1995, Page 27
um tæplega 20% í einu vetfangi sem verður að teljast gríðarleg aukning. Til þess að koma í veg fyrir holskeflu þyrfti að skera verulega niður í fjár- festingum og rekstri hins opinbera til að slá á eftirspumaráhrifin. Einnig þyrfti að koma til hörð peningastefna af hálfu Seðlabanka íslands til að halda aftur af verðbólgu og peningaþenslu og sömuleiðis til að koma í veg fyrir hækkandi raungengi sem skerti sam- keppnisstöðu annarra útflutningsat- vinnuvega. Viðskiptajöfnuður yrði verulega óhagstæður fyrst á framkvæmdatím- anum þar til að útflutningur á fullunnu áli yrði að veruleika. Atvinnuleysi myndi væntanlega þurrkast út og hugsanlega yrði um- frameftirspurn eftir vinnuafli á fram- kvæmdatíma þessa draums. Ef til vill yrði að mæta þessari umframeftir- spurn með innflutningi á vinnuafli til að koma í veg fyrir að önnur atvinnu- starfsemi lamaðist ekki á fram- kvæmdatímanum. Skuldir þjóðarinnar myndu vaxa eitthvað við slíka holskeflu eins og hér er lýst. Rekstur ríkissjóðs og flestra sveitarfélaga á landinu ætti að vænkast verulega, bæði vegna auk- inna tekna og aukins niðurskurðar til mótvægis við eftirspurnaráhrif fram- kvæmdanna. Útflutningur færi væntanlega vax- andi á miðju tímabilinu þegar fyrsta verksmiðjan kæmist í gagnið og má áætla að hann yxi um 7-8 milljarða króna á ári þar til að framkvæmdum lyki að fullu eða um allt að 40 milljarða króna ef gert er ráð fyrir því að álverð >rði í kringum 1.800-2.000 USD/tonn til frambúðar sem er þó harla ólíklegt. YRÐIHAGVÖXTUR? Auðvitað yrði bullandi hagvöxtur, stækkun ísalverksmiðjunnar er talin gefa um 0,5% í aukin hagvöxt. Sam- kvæmt útreikningum Þjóðhagsstofn- unar var reiknað með að áhrif Atlants- álsframkvæmdanna árið 1991 yrðu til þess að hagvöxtur gæti aukist á fram- kvæmdatímanum um 2,5% á ári. Samkvæmt núverandi þjóðhagsáætl- un er spáð 2,2% aukningar lands- framleiðslu án stækkunar álversins í Straumsvík. Því má áætla að hag- vöxtur yrði í milli 5-6% til aldamóta ef allar óskir rættust á næstu fimm ár- um. Spuming er hvort slíkar fram- kvæmdir myndu ekki kalla á verð- bólgu sem æti efnahagsbatann upp. Einnig væru miklar líkur á því að eftir árið 2001 yrði neikvæður hagvöxtur í einhvem tíma vegna þeirra eftirkasta sem fylgdu á eftir þegar allt félli í dúnalogn og draumurinn sæist ein- ungis í hyllingum í fortíðinni sem „gullæðið" mikla. Ef slíkt tækifæri gæfist, eins og fjallað er um hér að framan, yrði það að vera vel undirbúið ásamt því að helst þyrfti að dreifa framkvæmdum á lengri tíma auk þess sem aðgerðir í ríldsþármálum og peningamálum þjóðarinnar væru óhjákvæmilegar. Ekki er tekið tillit til byggðaröskunar, sem gæti orðið í kjölfarið, né hugsan- legrar röskunar á umhverfinu. Fyrirtæki þurfa svigrúm til að vaxa og dafna Verslunarlánasjódurer góður kostur tyrir þau fyrirtæki sem standa frammi fyrir því að þurfa að stækka við sig, endurskipuleggja eða leggja út í stórar fjárfestingar. Lánstími alit að 25 ár, vextir og skjótur afgreiðslutimi. Verslunarlánasjóður lánartil allra atvinnugreina. Kynntu þér þá möguleika sem Verslunarlána- sjóðurinn býður upp á og láttu ekki skynsamlegar framkvæmdir stranda á fjármagninu. í ISLANDSBANKI VERSLUNARLANASJOÐUR FJÁRFESTINGARI.ÁN -ufl t i l atha fn a ! KIRKJUSANDI, SÍMI: 560 8000 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.