Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Page 35

Frjáls verslun - 01.09.1995, Page 35
MEIRI HAGSMUNIR í JAPAN EN KÍNA Ráðamenn þjóðarinnar hafa rokið upp til handa og fóta til að verja viðskiptahagsmuni við Kína, sem enn virðast skipta svo litlu þótt á því kunni að verða breyting á næstu áratugum. Á hinn bóginn er Japan þriðja mikilvægasta viðskiptaland íslendinga með tilliti til útflutnings. Samt sem áður hefur lítið farið fyrir stjórnmálalegum samskiptum við það ríki, hvað þá stofnun sendiráðs þar eins og í Peking (Bejing). Þess má geta að 14% alls útflutnings íslendinga fer til Japans. Við fluttum þangað út fyrir tæplega 16 milljarða í fyrra en inn á móti fyrir aðeins um 4 milljarða. Hagvaxtarundrið í Suðaustur-Asíu hefur verið litið öfundaraugum á Vesturlöndum. Fyrirtæki sjá fyrir sér gríðarlegan markað enda búa um 60% mann- kyns í Asíu. muni sem virðast skipta svo litlu. Til dæmis er Japan þriðja mikilvægasta viðskiptaland þjóðarinnar með tilliti til út- flutnings en samt sem áður hefur farið lítið fyrir stjóm- málalegum samskiptum við það ríki hvað þá stofnun sendi- ráðs eins og nýlega var stofn- að í Peking (Bejing). Þess má geta að 14% alls útflutnings fer til Japans eða sem jafngildir tæplega 16 milljörðum króna á síðasta ári. Innflutningur okk- ar frá Japan var einnig þrisvar sinnum meiri en frá Kína eða rúmlega 4 milljarðar króna. Taiwan, Hong Kong og Suð- ur-Kórea eru í dag einnig mik- ilvægari markaðir ef horft er til útflutnings og ekki síður freistandi en Kína. Bæði er kaupmáttur íbúa þessara ríkja almennt meiri en Kínverja og íbúar þessara ríkja leggja ekki síður áherslu neyslu sjávaraf- urða þó að þær skipi sérstakan sess í hugum Kínverja vegna lækningamáttar og heilsubæt- andi áhrifa. Útflutningur til Taiwan nam til dæmis um 1,4 milljörðum króna á síðasta ári og var hlut- deild Taiwan í heildarútflutn- ingi landsmanna um 1,2%. Innflutn- ingur frá Taiwan nam að sama skapi 844 milljónum króna árið 1994. Við- skiptahagsmunir við Taiwan eru við- kvæmt mál, enda krefjast Kínverjar yfirráða yfir þessum 13. mikilvægasta markaði fslendinga. Þess má geta að í Taiwan búa um 21 milljón manna af kínversku bergi brotin en til eyjunnar flúðu þjóðemissinnar undan bylting- unni og hafa kínversk stjórn- völd oft hom í síðu þeirra ríkja sem hafa stjómmálaleg sam- skipti við Taiwan. Þess er skemmst að minnast að viðtal við frú Vigdísi Finnbogadótt- ur, forsetaíslands, sembirtist í dagblaði í Taiwan, olli tölu- verðum titringi hér innanlands vegna ummæla sem ranglega voru eftir henni höfð, að sögn forsetaembættisins. Rétt er að geta þess að kínversk yfir- völd hafa ekkert sagt um sam- band við Taiwan á viðskipta- legum grundvelli. Þó er rétt að geta þess að fyrirtæki í Ta- iwan hafa nú þegar fjárfest töluvert á frísvæðum á megin- landinu. Margir spá því að Suður- Kórea verði meðal stærstu iðnríkja heims innan fárra ára- tuga og má segja að tiltölulega lítið hafi farið fyrir umræðu um Kóreu hér á landi en viðskipti við þetta efnahagsundur hafa verið sívaxandi undanfarin misseri. Útflutningur íslend- inga til Suður-Kóreu hefur til að mynda tvöfaldast frá árinu 1992 en hann nam 177 mill- jónum króna árið 1994 og hef- ur hann þegar farið yfir 200 milljónir fyrstu sex mánuði þessa árs. Innflutningur frá Suður-Kóreu hefur einnig verið í mikilli sókn og má þar nefna innflutning Bifreiða- og land- búnaðarvéla á bifreiðum og innflutn- KÍNA STÆRSTA HAGKERFIÐ EFTIR 25 ÁR Breska tímaritið The Economist spáir því að Kína verði stærsta hagkerfi heimsins eftir 25 ár. En næst á eftir komi Bandaríkin og Japan. Önnur Asíuríki, eins og Indland, Indónesía, Suður-Kórea og Thailand, verða samkvæmt þessari spá öll talin á meðal tíu stærstu hagkerfa heimsins eftir 25 ár.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.