Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Síða 37

Frjáls verslun - 01.09.1995, Síða 37
SÁRALÍTIÐ FLUTT ÚT TIL KÍNA Útflutningur íslendinga til Kína nam einungis 28 milljónum á árínu 1994. Enda er vöruskiptajöfnuður íslands við Kína verulega óhagstæður. Innflutningur kínverskra vara til íslands nam um 1.357 milljónum króna í fyrra. RÆKTUM RISANN Reyndar má færa rök fyrir því að rækta beri Kínamarkað, bæði vegna náinna stjórnmálatengsla en Kína er eina Suðaustur-Asíuríkið sem hefur sendiráð hér á landi og því er aðgengi íslenskra útflytjenda að Kínamarkaði ef til vill betra en öðrum mörkuðum í Suðaustur-Asíu. Einnig ber að taka tillit til þess að ekki er mannsaldur síðan að fyrrgreind ríki, að Japan frá- töldu voru á meðal þróunarríkja. Ef verg landsframleiðsla Kínveija er reiknuð miðað við svokallaðan kaupmáttarjafnvægismælikvarða (e. purchasing power parity, PPP), sem byggir á því hversu mikið þegnamir geta keypt af sömu vörukörfu í mis- munandi löndum, þá er landsfram- leiðsla Kínverja sú næstmesta í heim- inum á eftir Bandaríkjunum eða 2.870 milljarðar BandaríkjadoOara fyrir árið 1992 en Japanir eru í þriðja sæti miðað við þennan mælikvarða. Reyndar spáir breska tímaritið The Economist því að Kína verði stærsta hagkerfi heimsins eftir 25 ár en næst komi Bandaríkin og Japan. Önnur Asíuríki eins og Indland, Indónesía, Suður- Kórea og ThaOand verða samkvæmt þessari spá öO taOn meðal tíu stærstu hagkerfa heimsins. Því er það ef tO viO þess virði að rækta viðskiptasambönd við Kína þó að hagnaður af viðskiptunum verði ekki fyrr en að nokkrum tíma Oðnum. Rétt er að geta þess að samskipti vestrænna stórfyrirtækja við kín- verska embættismenn hafa verið upp og ofan og hafa margir gefist upp, þar höfum við reyndar íslenskt dæmi þar sem rekstur lakkrísverksmiðju gekk ekki sem skyldi. Það verður að teljast vænlegast að íslendingar einbeiti sér af strandhéruðunum þar sem aðrir hafa rutt brautina. Þar höfum við einna mesta möguleika en Kínverjar eru mikil fiskneysluþjóð og nam sam- anlagður fiskveiðiafli þeirra um 20 miOjónum tonna á síðasta ári og er meginhluti hans kominn úr fiskeldi, Það verður að segjast eins og er að það er fátt sem við íslendingar getum kennt öðrum í þeim efnum. Aðrir möguleikar eru hins vegar í útgerð og fiskvinnslu ásamt sölu á tækjabúnaði. Þar geta alveg eins leynst svipaðir möguleikar og á Kam- chatkaskaganum í Síberíu en aOt frá árinu 1991 hefur farið fram öflugt markaðsstarf Kamchatka að frum- kvæði Útflutningsráðs íslands. Þess má geta að íslenskir framleiðendur tækjabúnaðar eins og IceMac og Marel hafa þegar notið ávaxta af því markaðsstarfi, ásamt verkfræðifyrir- tækinu Hnit og íslenskum sjávaraf- urðum hf. íslenskar sjávarafurðir (ÍS) fengu reyndar nýlega í sinn hlut við- skipti með sjávarafurðir sem nema mörg hundruð milljónum króna við rússneska fyrirtækið UTRF. AOt virðist reyndar benda í þá átt að mOdl- vægasti útflutningsmarkaður ís- lenskra sjávarafurða verði í framtíð- inni Asíulönd en um 40,2% útflutn- ings þess fyrirtækis fór til Asíu fyrstu níu mánuði ársins miðað við 31,6% á síðasta ári. Og í Morgunblaðinu 10. nóvember síðastOðinn var sagt að í ræðu Benedikts Sveinssonar, for- stjóra ÍS, á aðalfundi fyrirtækisins hefði komið fram að búast mætti við að vægi Asíumarkaðar ykist enn frek- ar í framtíðinni. Sérþekking íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegi getur því alveg eins nýst Kínverjum sem Kamchatkabúum. Ekki er þó allt sem sýnist þar sem aðrir möguleikar virðast vera í stöð- unni eins og tæknileg aðstoð við nýt- ingu jarðvarma í Kína og hefur verk- fræðifyrirtækið Virknir-Orknitt um- sjón með uppbyggingu hitaveitu í borg sem er í nokkur hundruð kíló- metra fjarlægð frá Peking. "Fliegerchronograph" frá IWC. Fyrir fólk sem vill vera á toppnum. Nýjasta gæðaúrið frá IWC er nýlega lent hjá IWC umboðsmanni þínum - sögulegur sigurvegari hins fræga úrs Mark XI. Best væri fyrir þig að hefja þig til flugs í stutta flugferð í verslun okkar. IWC 37

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.