Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Side 42

Frjáls verslun - 01.09.1995, Side 42
ERLENDIR FRETTAMOLAR Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði 1995: ROBERT LUCAS Kenning Lucas skýrir og segir okkur að venjulegt fólk skilji og geti yfirleitt spáð fyrir um stefnuna í efnahagslífi, eins og margur hagfræðingurinn Robert Lucas, hagfræðiprófessor við Chicago-háskóla, setti fram kenn- ingu á 8. áratugnum um svokallaðar raunsæisvæntingar fólks, sem felast m.a. í því að menn aðlagi sig aðgerð- um stjómvalda þegar þau grípa inn í gang mála í efnahagslífi. Kenningar Lucas hafa enn áhrif á efnahagsstjórn í Bandaríkjunum og má sem dæmi nefna að ríkisstjómir Bush og Clin- tons tóku mýkri tökum en ella á efna- hagslægð undanfarinna ára, sem er í andakenningarinnar. Þrátt fyrir þetta er talið að kenningin hafi ekki uppfyllt þær vonir sem upphaflega vom bundnar við hana. Kenningin er talin hafa þá hnökra að sýna ekki raunveru- leikann eins vel og framsetning breska hagfræðingsins Keynes gerði áður en kenning Lucas hefur vits- munalegt aðdráttarafl. Hún skýrir og segir okkur að venjulegt fólk skilur og getur yfirleitt spáð fyrir um stefnuna í efnahagslífi, eins og margur hagfræð- ingurinn. Lucas hefur á seinni árum snúið sér að því að rannsaka þá þætti er ráða langtíma hagvexti. Yfirleitt hefur fólk raunsætt mat á því hvert stefnir, þegar stjórnvöld grípa inn í gang mála í efnahagslífi, segir Robert Lucas. HEIMILISVERKIN í ÞJÓBHAGSREIKNINGA Hagfræðingurinn og Nóbelsverð- launahafinn Gary S. Becker telur heimilisverkin mikilsverðan skerf til þjóðarframleiðslunnar, sem sé þó ekki reiknaður með í henni, og þar sem konur vinni í flestum tilfellum þessi störf sé það lítilsvirðing við þær að telja þau ekki með. Hann telur það til bóta fyrir alla aðila að störf þessi séu talin með í vergri landsfram- leiðslu (VLF) og yrðu þau metin eftir því hvað kosti að kaupa þjónustuna á TEXTI: STEFÁN FRIÐGEIRSSON almennum markaði. Aðferðin hefur verið notuð í rannsóknum Roberts Eisner hjá Northwestem-Háskólan- um í Bandaríkjunum og telur hann að 20% vergrar þjóðarframleiðslu séu heimilisstörf, á tímabilinu frá miðjum ERLENDIR FRÉTTAMOLAR STEFÁN FRIÐGEIRSSON 5. áratugnum til byrjunar þess munda. Rannsóknir hjá SÞ sýna að talan geti verið 40% heimsframleiðsl- unnar. Konur hafa farið í meiri mæli út á vinnumarkaðinn á seinni áratug- um og hefur það mælst í aukningu vergrar landsframleiðslu en á móti er tími þeirra við minni heimilisstörf vantalin, að mati Beckers, auk þess sem nákvæmari tölur fengjust af VLF og vextir hennar ef heimilisstörf væru talin með. 42

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.