Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Page 46

Frjáls verslun - 01.09.1995, Page 46
NÆRMYND stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1975, fékk rétt- indi héraðsdómslögmanns 1977 og hæstaréttarlögmanns 1985. Hann starfaði fyrst á lögfræðistofu hjá Eyj- ólfi Konráð Jónssyni og Hirti Torfasyni en hóf rekstur eigin stofu 1978 ásamt Gesti Jónssyni og Kristni Bjöms- syni, frænda sínum, og hef- ur starfrækt hana síðan í Mörkinni 1. Kristinn er reyndar hættur í lögfræði og orðinn forstjóri Skelj- ungs og HaUgrímur hætti þegar hann tók við hjá Ár- vakri. Nú eru Ragnar Hall og Gunnar Jónsson meðeig- endur stofunnar ásamt Gesti. Hallgrímur hafði nokkur afskipti af félagsmálum á skólaárum sínum, var for- seti Framtíðarinnar, málf- undafélags MR, og í stjóm Vöku, félags stúdenta, á há- skólaárunum. Hann hugði reyndar á frekari metorð innan Menntaskólans í Reykjavík og bauð sig fram til þess fomfræga embættis Inspector scholae en það hefur oft þótt haldgott veg- anesti út í lífið, sérstaklega fyrir þá sem hyggja á frama í stjórnmálum. Hallgrímur beið að vísu lægri hlut fyrir Þorláki Helgasyni. Hann hefur setið í stjóm Lögmannafélags íslands, átt sæti í siðanefnd Blaðamannafélags íslands um skeið og er félagi í Rotaryklúbbi Reykjavíkur. Hann sat í stjóm H. Ben. 1976 til 1987, í stjóm Ræsis frá 1984 til 1992, stjórn Nóa-Síríus frá 1977 til 1987 og aftur frá 1992 auk þess að sitja í stjórn Árvakurs. Hallgrímur þótti góður námsmaður á skólaárum sínum og skólafélagi hans úr lagadeildinni lýsir vinnu- brögðum þeirra svo: „Við höfðum það fyrir sið, nokkrir, að lesa mikið saman, meðal annars á vinnustofunni í Lögbergi. Þangað fluttum við heimilisfangið okkar þegar prófin nálguðust en Hallgrímur hafði annan hátt á. Þegar álagið jókst fyrir prófin þá fór hann heim, lokaði sig þar inni og kom svo glaðbeittur í prófin og skaut flestum okkar ref fyrir rass.“ Þess má til gamans geta að tvö systkini Hallgríms, Finnur og Áslaug, eru með doktorsgráðu, hann í hag- fræði en hún í jarðfræði. Kunnugir segja að þessar tvær doktorsgráður séu þær tvær sem íslendingar hafi náð sér í í seinni tíð sem ekki hefur verið sagt frá í Morgunblaðinu. Hallgrímur er kvæntur Aðalbjörgu Jakobsdóttur f. 18.5.1949 en hún er dóttir Jakobs Gíslasonar, fyrmm orkumálastjóra, og Sigríðar Ás- mundsdóttur. Þau eiga eina dóttur, Emu Sigríði f. 1972, og búa við Vest- urbrún í Laugarási, steinsnar frá æskuslóðum Hallgríms. Þau kynnt- ust ung þegar leiðir þeirra lágu saman í Menntaskólanum í Reykjavík. Góðir vinir Hallgríms eru t.d. Kristinn Bjömsson, frændi hans, for- stjóri Skeljungs, og Friðrik Pálsson, forstjóri SH, Jón Bragi Bjamason prófessor og Jón Ásbergsson, for- stjóri Útflutningsráðs, en á skólaár- unum var Hallgrímur mikið með Pétri Kr. Hafstein, Valgerði Bjamadóttur og Vilmundi heitnum Gylfasyni og Ögmundi Jónassyni, svo nokkrir séu nefndir. í þess- um árgangi í Menntaskólan- um í Reykjavík var margt manna sem nú em komnir til valda og áhrifa í samfélaginu og nægir að nefna Davíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugs- son og Þórarinn Eldjám úr þeim hópi. Þama var einnig Ingólfur Margeirsson ævis- agnaritari, Sigurður Páls- son, skáld og fararstjóri, Stefán Friðfinnsson, núver- andi forstjóri íslenskra aðal- verktaka, og Guðmundur Einarsson, fyrrum þing- maður og rithöfundur. Umræddur vinahópur hittist h'tið með reglulegum hætti en þó er ávallt einu sinni á ári, fyrsta daginn í nýju ári efnt til fagnaðar heima hjá einhverjum úr hópnum, gömlu kynnin rifj- uð upp og vinaböndin treyst. Við þau tækifæri og fleiri em rifjaðar upp sögur og skemmtiatriði sem fylgt hafa hópnum lengi. Eitt hið klassískasta er þegar þeir frændur og vinir Hallgrímur Geirsson og Kristixm Björnsson syngja saman lagið um Málarameistarafélag Reykjavíkur úr gamalli stjónvar- psauglýsingu félagsins. Þessi hópur, sem telur átta hjón og samanstendur af Hallgrími, Kristni, Jóni Ásbergs, Jóni Braga, Friðrik Pálssyni, Stefáni Friðfinns, Oddi Eiríkssyni, Guð- mundi Einarssyni og mökum þeirra, á sér ákveðna forsögu. Þegar þetta fólk var saman í menntaskóla hafði blóma- byltingin, sem oft er kennd við 1968, ekki almennilega náð fótfestu í ís- lenskum menntaskólum og í þessum hópi gengu allir með hálsbindi frekar en ennisband og hárið náði ekki niður fyrir eyrun fyrr en seinna. Þegar 68-kynslóðin fór að leita að sjálfri sér upp úr 1980 með því að Hallgrímur B. Geirsson. Hann og faðir hans, Geir heit- inn Hallgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, áttu afar vel skap saman og ræddu oft mikið um stjórnmál og þau vandamál sem upp komu í dagsins önn. 46

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.