Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Side 54

Frjáls verslun - 01.09.1995, Side 54
LIFEYRISMAL EINN PAKKI; LÍFEYRIS- OG TRYGGINGARIÐGJÖLD Sá, sem gengur í frjálsan séreignarsjóð, ætti að kaupa sér nauðsynlegar líf- og slysatryggingar. í frjálsum séreignarsjóði, einum og sér, felst ekki sams konar trygging eins og í samtryggingarsjóðunum. Enda bjóða frjálsu sjóðirnir upp á pakka; greidd iðgjöld fara í lífeyrissparnað og til kaupa á nauðsynlegum tryggingum. Þær tryggingar eru betri en hjá samtryggingarsjóðunum. Falli greiðandi frá fær eftirlifandi maki líftrygginguna greidda sem eingreiðslu og er hún skattfrjáls, sömuleiðis örorkutryggingin. Makalífeyrir í samtryggingarsjóðunum (sem er jafngild líftryggingu frjálsu sjóðanna) er hins vegar skattskyld að fullu. Sömuleiðis skerðist makalífeyrir mjög eftir því sem fólk er yngra. 40ARA Forsendur útreikninga Aldur þegar að greiðsla hefst: 40 Aldur þegar greiðslum lýkur: 70 Aldur við töku lífeyris: 70 Fjöldi Kfeyrisára: 10 Inneign í byrjun: 0 Greiðsla á mánuði: 20.000 Tryggingaiðgjald á ári: 35.991 Raunávöxtun: 5% Niðurstöður útreikninga Mánaðarlegur lífeyrir: 146.277 Árlegur lífeyrir: 1.755.324 Eign til ráðstöfunar við 70 ára aldur: 13.862.002 40ARA Forsendur útreikninga Aldur þegar að greiðsla hefst: 40 Aldur þegar greiðslum lýkur: 70 Aldur við töku lífeyris: 70 Fjöldi k'feyrisára: 30 Inneign í byrjun: 0 Greiðsla á mánuði: 20.000 Tryggingaiðgjald á ári: 35.991 Raunávöxtun: 5% Niðurstöður útreikninga Mánaðarlegur lífeyrir: 73.476 Árlegur lífeyrir: 881.712 Eign til ráðstöfunar við 70 ára aldur: 13.862.002 25ARA Forsendur útreikninga Aldur þegar að greiðsla hefst: 25 Aldur þegar greiðslum lýkur: 70 Aldur við töku lífeyris: 70 Fjöldi lífeyrisára: 30 Inneign í byrjun: 0 Greiðsla á mánuði: 20.000 Tryggingaiðgjald á ári: 32.504 Raunávöxtun: 5% Niðurstöður útreikninga Mánaðarlegur lífeyrir: 179.635 Árlegur lífeyrir: 2.155.620 Eign til ráðstöfunar við 70 ára aldur: 33.889.847 ríkissjóður, launagreiðandinn í þessu tilviki, ábyrgist að sjóðurinn eigi ávallt fyrir skuldbindingum. Þessi sjóður er raunar tímasprengja sem stjórnmála- menn þora vart að minnast á. Út á hvern ríkisstarfsmann eru greidd 10% í Lífeyrissjóðs ríkisstarfs- manna. Ríkið greiðir 6% og hver rík- isstarfsmaður 4%. Vegna ábyrgðar ríkisins, launagreiðandans, á skuld- bindingum sjóðsins er ljóst að í reynd er ríkið að greiða langtum hærri hlut en 6% út á hvem ríkisstarfsmann. Þá vaknar spurningin. Getur ein- yrki ákveðið sjálfur að greiða 15, 20 eða 30% í lífeyrissjóð og fengið alla greiðsluna frádráttarbæra frá skatti? Hvers vegna ekki? Hann er að greiða sama hlutfall sem atvinnurekandi og ríkið sjálft mun gera ætli það að hlaupa undir bagga með Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna. Samkvæmt því gæti einyrki, sem hefur 4 milljónir í tekjur á ári og greiðir 20% af tekjum sínum í lífeyrissjóð, eða 800 þúsund krónur, fengið alla þá upphæð sem kostnað sem er frádráttarbær frá skatti. 30% hlutfall þýddi 1,2 milljónir í skattafrádrátt. Hugsanlega er þetta einstaklingur sem á stutt eftir í eftir- launaaldurinn og vill setja háar fjár- hæðir í lífeyrissjóð. AÐK0MA UPP SKATTALEGUM HVATA TIL AÐ GREIÐA LÍFEYRISSJÓÐI Þetta vekur upp spuminguna um það hvort ríkið eigi ekki að koma með skattalegan hvata hjá launþegum til að greiða í k'feyrissjóði. Eftir því sem fólk eldist hugsar það meira um eftir- launaárin og hefur oft meiri getu til að leggja fyrir en þegar það er yngra og að koma sér upp húsnæði og fjöl- skyldu. Hvers vegna ekki að leyfa fólki, sem orðið er 55 til 60 ára, að greiða 20 til 30% af tekjum sínum í lífeyrissjóð ef það vill það? Jafnvel meira. Ungt fólk gæti þá greitt hin hefðbundnu 10% en síðan færi greiðslan stighækkandi eftir því sem fólk yrði eldra. Minna má á það, sem hér að framan var sagt, að margt fólk, sem er í sam- eignarsjóðum og gengur að lífeyri vís- um á eftirlaunaárunum, getur auðvit- að einnig byrjað að greiða í frjálsu kfeyrissjóðina á miðjum aldri og aukið þannig lífeyrisréttindi sín. Raunar mun nú talsvert vera um það. Þetta sýnir ágætlega að frelsi í líf- eyrismálum er bæði nauðsynlegt og gagnlegt. Fólk ætti að geta valið í hvaða lífeyrissjóði það vildi helst greiða. Það eru sjáksögð mannrétt- indi að einstaklingar hafi frelsi til að velja sjálfir á hvem hátt þeir spara til eftirlaunaáranna. En þá verður að rjúfa tengslin á milli þess að vera í verkalýðsfélagi og ákveðnum lífeyris- sjóði. Það væri af hinu góða. Hvernig má það vera að einstaklingur sé 54

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.