Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Side 55

Frjáls verslun - 01.09.1995, Side 55
skikkaður til að greiða í lífeyrissjóð sem er hugsanlega ekki of vel staddur og sýnir minni ávöxtun en aðrir sjóð- ir? AÐ RJÚFA TENGSL LÍFEYRISSJÓÐA OG VERKALÝÐSFÉLAGA Ætla mætti að frelsi í lífeyrismál- um, frelsi einstaklinga til að velja sér sjálfir lífeyrissjóði óháð þeim verka- lýðsfélögum sem þeir eru í, yrði best til þess fallið að hámarka ávöxtun líf- eyrissjóðanna og koma á auknu lýð- ræði hvað varðar fjárfestingarstefnu og setu manna í stjómum sjóðanna. En minna má á að lífeyrissjóðirnir hafa legið undir ámæli fyrir það hvað félag- ar í þeim hafa lítil áhrif á stjóm sjóð- anna og stefnu þeirra. Erlendis hafa lífeyrissjóðir meira frelsi í fjárfestingum en hér þekkist. Fólk getur þá valið á milli sjóða eftir stefnu þeirra í fjárfestingum. Eldra fólk legði þá væntanlega áherslu á líf- eyrissjóði sem fjárfesta í ömggum skuldabréfum, eins og ríkispappírum, enda stutt í eftirlaunaaldurinn. Yngra fólk hygði þá líklega meira að lífeyris- sjóðum með áhættumeiri fjárfesting- ar, eins og kaup á hlutabréfum sem eru í eðli sínu langtímafjárfesting. Það tíðkast raunar nokkuð erlendis að við 60 ára aldurinn fari fólk að færa eign sína smátt og smátt úr lífeyrissjóðum sem fjárfesta í hlutabréfum í sjóði sem fjárfesta í öruggum skuldabréfum. Þetta er meðal annars gert til þess að þurfa ekki að innleysa lífeyri sé verð á hlutabréfum í lágmarki. BYRJIÐ STRAX AÐ GREIÐA í LÍFEYRISSJÓÐI En víkjum þá að lokaorðunum. Þau eru einföld í þetta skiptið. Hver og einn einasti verður að huga að líf- eyrismálum sínum. Þeir, sem greitt hafa í sameignarsjóði, ættu að huga að frjálsu lífeyrissjóðunum og auka þannig greiðslur sínar í lífeyrissjóði til að bæta lífeyrisréttindi sín. Einyrkj- ar, sem eru á miðjum aldri og aldrei hafa greitt í neinn lífeyrissjóð, ættu þegar að byrja lífeyrissparnað. Skyn- samlegt er að líta til sameignarsjóð- anna vegna grunnlífeyris og auka réttindi sín og tekjuflæði á eftirlauna- aldrinum með því að greiða samhliða í einhvem af frjálsu lífeyrissjóðunum. Ö Htutafélög og einkaMutafélög eftir Stefán Má Stefánsson Bókin bætir úr brýnni þörf á upplýsingariti um nýja löggjöf um hlutafélög og einkahlutafélög, einkum fyrir starfsmenn hlutafélaga eða einkahlutafélaga, endurskoðendur, lögfræðinga, fjármálastofnanir og opinbera aðila og ennfremur eigendum hluta og hlutabréfa sem vilja kynna sér réttarstöðu sína. Bókin, sem er 456 bls., tekur mið af kaflaskiptingu laganna og inniheldur ítarlega atriðisorðaskrá, laga- og dómaskrá. Þetta er fræðileg og nákvæm úttekt hinna nýju laga, sem höfundur bókarinnar tók þátt í að semja. Stefán Már er prófessor í félagarétti og Evrópurétti við lagadeild H.í. Hann hefur ritað margar greinar og virt og aðgengileg rit um lögfræðileg efni. SfSIOFNAÐ% Íl816.| HIÐ ÍSLENSKA B ÓKMENNTAFÉIAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095 -ö 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.