Frjáls verslun - 01.09.1995, Qupperneq 58
STJÓRNUN
veruleg hætta væri á að einstakir
vöruflokkar myndu ekki standa undir
sér ef selja ætti þá í sérverslunum.
Þetta er staðreynd sem menn þekkja,
bæði í Fríhöfninni og í verslun ÍM,
segir Logi en hann segir þetta mat
reyndar byggt á núverandi húsaleigu-
verði. Ef hægt væri að auka flugum-
ferðina og lækka húsaleiguna þá
horfðu málin e.t.v. öðruvísi við.
ÍSÖMU SPORUMOG
DANIR FYRIR NOKKRUM ÁRUM
— En er ekki nóg að taka
markaðssetningarþáttinn sér-
staklega fyrir og gera átak í því
að markaðssetja FLE í stað þess
að breyta eignaraðildinni?
— í sjálfu sér er ekki verið að tala
um að breyta eignaraðildinni í upphafi
heldur vilja menn breytt rekstrar-
form, úr ríkisstofnun í hlutafélag í
eigu ríkisins. Öflug markaðssetning á
flugvellinum er að sjálfsögðu eitt mik-
ilvægasta verkefnið sem við stöndum
frammi fyrir en málið snýst þó ekki
einvörðungu um þennan þátt. Ég vil
minna á reynslu Dana í þessu sam-
bandi. Bo Haugaard, framkvæmda-
stjóri markaðs- og kynningardeildar
KLH a/s, orðaði það þannig að fyrir
einkavæðinguna hefði reksturinn
einkennst af óljósum kröfum um af-
komu, stöðnuðu skipulagi, ósveigjan-
legri áætlanagerð og fjárhagslegri
stýringu frá ríkisvaldinu. Þetta hafði í
för með sér að flugvöllurinn varð að
keppa við aðra þætti samgöngumála,
s.s. vega- og brúargerð, um fé til
framkvæmda. Eftir af flugvellinum
var breytt í hlutafélag komst rekstur-
inn út úr fjárlögum og stjómendur
hlutafélagsins fengu frelsi til þess að
starfa óháð pólítískum duttlungum og
þrýstingi frá sérhagsmunahópum,
segir Logi en hann segir að staðan á
Keflavíkurflugvelli sé fyllilega sam-
bærileg við þá stöðu sem Kastrup-
flugvöllur var í fyrir einkavæðinguna.
— Markaðssetningarþátturinn er
vissulega mikilvægur en það er margt
annað sem þarfnast breytinga. Ég get
nefrit þjónustuhugtakið sem dæmi. Á
sama tíma og það er mikilvægasta
markmið KLH a/s í Kaupmannahöfn
þá virðist það ekki vera til í huga nú-
verandi stjórnenda á Keflavíkurflug-
velli. Eftirfarandi saga er gott dæmi
um hugsunarháttinn: Síðustu tvö ár
hefur farþegum í flugstöðinni staðið til
boða farangurskerrur og brottfarar-
og komusvæði. Þessar kerrur getur
fólk notað undir farangurinn og þær
vörur sem það kaupir í Fríhöfninni
eða í verslun ÍM. Hvorki flugvallar-
stjóri eða Fríhöfnin hafa viljað koma
nálægt þessum þjónustuþætti. Þess í
stað hafa Flugleiðir og ÍM skipulagt
þetta verkefni og staðið að fram-
kvæmdinni. Þetta er e.t.v. ekki stórt
verkefni en að mínu mati sýnir þetta
þó svo ekki verður um villst að það
eru hlutafélögin sem hugsa um þarfir
og vellíðan viðskiptavinanna á meðan
ríkisstofnanimar láta sig það engu
varða hvemig viðskiptavinunum h'ð-
ur.
KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR GÆTI
VERIÐ GÓÐUR VALKOSTUR
— Ef ráðist yrði í öfluga mark-
aðssetningu á Keflavíkurflug-
velli, við hvaða flugvelli myndi
völlurinn helst keppa um við-
skipti við erlend flugfélög?
— í hugum okkar, sem um þetta
mál hafa fjallað, eru aðalsamkeppnis-
flugvellir Keflavíkurflugvallar eftir-
taldir flugvelhr: Frobisher Bay á Baff-
inseyju, Gander á Nýfundnalandi,
Prestwick í Skotlandi og Shannon á
írlandi. Markaðsmáhn snúast þó ekki
eingöngu um það sem flugfélögin em
að gera í dag, heldur, og ekki síður,
um það sem þau gætu gert. Við höf-
um lagt áherslu á að hlutverk Kefla-
víkurflugvallar sé ekki að feta í fót-
spor annarra. Við viljum ríða á vaðið
og taka frumkvæðið varðandi ýmiss
konar þjónustu við flugfélögin og far-
þega þeirra. Það er ákveðin þróun í
gangi í þá átt að flugfélögin fljúgi á milli
minni staða og í því sambandi má
nefna flug á mihi Vancouver og Man-
chester í stað stórborganna Toronto
og London. Þessar breytingar kalla á
auknar milhlendingar á leiðinni yfir
hafið. Að okkar mati gæti Keflavíkur-
flugvöllur verið góður valkostur fyrir
flugfélögin en til þess að það geti orð-
ið þá þarf að breyta rekstrarfyrir-
komulaginu. Það er forsenda þess að
hægt sé að ná árangri í að markaðs-
setja Keflavíkurflugvöll og flugstöð-
ina, segir Logi Úlfarsson.
eynsla Dana af einkavæðingu
Kastmpflugvahar, eða Kaup-
mannahafnarflugvahar eins og
flugvöllurinn er nefndur í daglegu tali,
hefur verið mjög jákvæð, að sögn Bo
Haugaard framkvæmdastjóra mark-
aðs- og kynningardeildar KLH a/s.
Haaugard segir að eftir að flugvellin-
um var breytt í hlutafélag 1. október
árið 1990 hafi margt breyst til batnað-
ar í rekstrinum. Inn í 11 manna stjóm
fyrirtækisins komu menn með mikla
reynslu úr viðskiptalífmu auk þess
sem starfsmenn fengu fuhtrúa í
stjórninni.
Þrátt fyrir að öh hlutabréfin hafi
verið í eigu ríkisins fyrstu árin eftir að
KLH a/s var stofnað, var strax frá
fyrsta degi ákveðið að reka flugvöllinn
eins og hvert annað fyrirtæki með
það að markmiði að auka viðskiptin og
skha sem mestum hagnaði. Óhætt er
að segja að það hafi tekist og í dag er
rætt um einkavæðingu Kastrupflug-
vahar sem nokkurs konar snihdar-
bragð í dönsku viðskiptalífi. Danska
ríkið á enn 75% hlutafjár í KLH a/s en
hin 25% skiptast á milli tæplega 3000
hluthafa og enginn þeirra á meira en
2% hlut. Byrjað var að skrá hlutabréf
KLH a/s á danska verðbréfamarkaðn-
um vorið 1994 en áður voru 3,7%
hlutafjárins boðin starfsmönnum
fyrirtækisins til sölu á genginu 105
danskar krónur. Um 80% starfs-
manna notfærðu sér þetta tilboð og
þeir sjá vafalaust ekki eftir þeirri
ákvörðun því þegar skráning hluta-
bréfanna hófst 11. apríl 1994 var gengi
bréfanna skráð 310 danskar krónur og
það er nú 435 danskar krónur.
Reyndar geta starfsmennimir ekki
selt hlutabréf sín fyrr en eftir að hafa
átt þau í fimm ár en ljóst er að þeir
gerðu engu að síður reyfarakaup.
Hagnaður KLH a/s fyrir skatta var
277,1 mihjón danskra króna á árinu
1994 og var það aukning um 23,1% frá
árinu á undan.
40 ÞÚSUND MANNS HAFA ATVINNU
VEGNA FLUGVALLARINS
Fastráðnir starfsmenn KLH a/s
voru ahs 1170 talsins í lok síðasta árs
og hefur þeim því fækkað um u.þ.b.
100 á sl. tveimur árum. Á flugvehin-
um vinna þó mun fleiri starfsmenn
eða ahs um 12.500. Óbein áhrif þessa
58