Frjáls verslun - 01.09.1995, Page 62
FJARMAL
GUTNIR FAGNAR10 ÁRUM
„Eignarleiga þótti dýr í upþhafi. En vaxtakjör okkar eru núna
fyllilega samkeppnisfær við aðra lánamöguleika á markaðnumu
Hjármagnsmarkaðurinn á ís-
landi hefur tekið gagngerum
breytingum síðustu 10 árin.
Fyrir áratug sinntu sérstakir aðilar oft
ákveðnum hópum viðskiptamanna.
Slík hólfun á íjármagnsmarkaði dafn-
aði í skjóli laga og reglna, sem nú hafa
margar verið afnumdar. Keppinaut-
um hefur fjölgað á flestum hlutum
markaðarins og mikil samkeppni ríkir
milli þeirra. Einu gildir hvort um er að
ræða banka, fjárfestingarlánasjóði,
íjármögnunarfyrirtæki, verðbréfafyr-
irtæki, kortafyrirtæki eða trygginga-
félög, segir Kristján Óskarsson,
framkvæmdastjóri Glitnis hf., í sam-
tali við Frjálsa verslun en fyrirtækið
fagnar nú 10 ára afmæli.
„Ýmsir voru tortryggnir í upphafi
og töldu að hin nýju fjármálafyrirtæki,
þ.e. fjármögnunarfyrirtækin og verð-
bréfafyrirtækin, sem voru afsprengi
aukins frjálsræðis á fjármagnsmark-
aði, störfuðu á gráu svæði. Að sjálf-
sögðu átti slíkt ekki við rök að styðj-
ast enda stóðu yfirleitt mjög traustir
aðilar að baki þeim. Lög um eignar-
MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON
leigustarfsemi voru síðan sett árið
1989 en í þeim var bankaeftirliti
Seðlabankans falið að hafa eftirlit með
fyrirtækjum sem stunduðu þessa
starfsemi. Lagasetningin var nauð-
synleg því þar með var starfsemi fjár-
mögnunarfyrirtækjanna hafín yfir all-
an vafa.
EIGNARLEIGA ÞÓHI DÝR í UPPHAFI
Ójöfn samkeppnisstaða vegna mis-
munandi laga og reglna leiddi til þess
að kostnaður við útlánað Ijármagn var
hærri hjá hinum nýju félögum en hjá
sumum eldri íjármálastofnunum á
markaðnum. Eftir því sem sam-
keppnisskilyrðin hafa jafnast hefur
kostnaður lántakenda hjá fjármögn-
unarfélögum lækkað. Vaxtakjörin hjá
Glitni eru nú fyllilega samkeppnisfær
við aðra lánamöguleika á markaðnum.
Nýlega var t.d. gerð úttekt hjá Morg-
unblaðinu á bflalánamarkaðnum og
kom þar fram að ódýrara var að taka
bflalán hjá Glitni en Landsbankanum",
segir Kristján.
FYRSTA EIGNARLEIGUFYRIRTÆKIÐ
Á fyrri hluta árs 1986 var eignar-
leigufyrirtækjum gert kleift að starfa
á Islandi með breytingu á reglugerð
um söluskatt annars vegar og hins
vegar voru heimildir rýmkaðar til
þess að taka erlend lán til að fjár-
magna tiltekin tæki til atvinnurekstr-
ar.
Glitnir hf. var stofnaður 29. októ-
ber árið 1985 en eiginleg starfsemi
hófst ekki fyrr en á árinu 1986. Glitnir
var fyrsta fyrirtækið á íslandi sem
stofnað var gagngert til þess að sinna
eignarleigu. Stofnendur voru norska
fjármálafyrirtækið A/S Nevi, Sleipner
UK Ltd, dótturfyrirtæki Nevi í Lon-
don, og Iðnaðarbanki íslands hf. Er-
lendu aðilamir áttu 65% í Glitni en
Iðnaðarbankinn 35%. Með A/S Nevi
komu mikil reynsla og þekking sem
nýttust Glitni vel á fyrstu ámm starf-
seminnar.
Fyrsti framkvæmdastjóri Glitnis
var Ragnar Önundarson sem jafn-
framt var bankastjóri Iðnaðarbank-
ans. Ragnar var framkvæmdastjóri
62