Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Side 63

Frjáls verslun - 01.09.1995, Side 63
félagsins í eitt og hálft ár eða þar til Kristján var ráðinn til starfsins. Valur Valsson bankastjóri var stjómarfor- maður Glitnis frá stofnun félagsins til 1992 en þá tók Ragnar við for- mennsku. A/S Nevi var 1988 yfirtekið af Bergen Bank, sem síðan sameinaðist öðmm norskum banka í Den norske Bank. Fyrirtækið heitir nú DnB Finans og starfar við góðan orð- stír. Hinir erlendu eigendur seldu hlut sinn í Glitni í lok árs 1989 og eignaðist íslandsbanki hf. öll hlutabréf í félaginu þegar hann hóf starfsemi í byrjun árs 1990. Nú í vor var svo starfsemi fjár- mögnunarfélagsins Féfangs hf. sameinuð Glitni, svo umsvifin hafa aukist umtalsvert. Starfs- menn Glitnis eru 20 og heildar- eignir félagsins nema 5.700 mill- jónum króna. Á 10 ára afmælinu flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði í fjármálamiðstöðinni á Kirkju- sandi þar sem einnig eru höfuð- stöðvar íslandsbanka hf. og Verðbréfamarkaður íslands- banka hf. GÓÐ AFK0MA Á árinu 1994 var hagnaður Glitnis um 46 milljónir króna og útlit er fyrir enn betri afkomu 1995. Góður hagnaður hefur verið af starfsemi Glitnis frá upp- hafi ef frá er talið árið 1993. Glitn- ir, eins og aðrir aðilar á fjár- magnsmarkaði, fór ekki varhluta af greiðsluerfiðleikum fyrirtækja vegna langvarandi samdráttarskeiðs í efna- hagslífinu og afskrifa þurfti töpuð út- lán. Kristján segir að afskriftir útlána hjá Glitni hafi verið vel innan þeirra marka sem eðlileg megi teljast. SÉRHÆFIR SIG í TÆKJUM Glitnir sérhæfir sig í að fjármagna tæki og vélar í atvinnurekstri og til einkanota. Meginhluti starfsemi Glitnis er svokölluð eignarleiga sem er samheiti yfir fjármögnunarleigu og kaupleigu. í eignarleigunni felst það að Glitnir kaupir tæki, sem viðskipta- vinurinn óskar eftir, og leigir honum það í ákveðinn tíma, allt að 10 ár. „Kostir eignarleigu felast í því að fyrirtæki þurfa ekki að binda rekstr- arfé við kaup á tækjum og aðrir lána- möguleikar þeirra skerðast ekki,“ segir Kristján. Að samningstíma loknum kaupir viðskiptavinurinn tæk- ið gjaman á lágu verði. Auk fjármögn- unarleigu og kaupleigu býður Glitnir greiðslusamninga og fjárfestingarlán til kaupa á vélum og tækjum. Megin- Samningar Glitnis eftir atvinnugreinum 1990 og 1994 best um greiðslubyrði ogkostnað. Um- sóknir eru sendar Glitni á faxi og svar berst á nokkrum mínútum. Skuldabréf- ið er síðan útbúið á staðnum. Kjör slíkra lána hafa aldrei verið betriennú. Heiti þjónustunnar, Stað- greiðslulán Glitnis, undirstrikar að bíllinn fæst á staðgreiðsluverði frá umboðinu, en áður en Glitnir kom inn á þann markað gilti afborgunar- verð þegar lán voru veitt vegna bilaviðskipta. Afborgunarverð var að jafnaði 5-10% hærri en staðgreiðsluverð og því viðbót við fjármagnskostnaðinn. „Þróun á markaði bflalána er því skýrt dæmi um það hvemig samkeppnin kemur neytendum til góða með betri kjömm og þjónustu," segir Kristján. Einstaklingar era helstu lántakendurnir þegar samningum er skipt eftir atvinnugreinum. Samningar Glitnis eftir tækjaflokkum 1990 og 1994 11990 «1994 60% 60 50 40 30 25 20 M 1 n ™ íi ii 5 4 ■ ■ Bílar Tölvur Vinnu- Skip- skrifst.bún. vélar llugv. 30 Ijg 10 I li Framl.- tæki Annað Samningar Glitnis eftir tækjaflokkum. Bílalán era stærsti útlánaflokkurinn. reglan hjá Glitni er sú að tækið sjálft sé aðaltryggingin fyrir endurgreiðslu, hvert sem form fjármögnunarinnar annars er. Upphaflega annaðist Glitnir eingöngu þármögnun á tækjum til atvinnurekstr- ar en haustið 1991 var far- ið að bjóða Staðgreiðslu- lán til bílakaupa fyrir ein- staklinga. Þessi viðskipti eru nú veigamikill þáttur starfseminnar. Bíkakaup í dag eru mun þægi- legri en áður. Kaupendum býðst að fá bílinn og fjármögnun hans á sama stað. Lánin em afgreidd hjá bílaumboð- unum. Glitnir sér þeim fyrir tölvubún- aði til að upplýsa viðskiptavinina sem 10 „ÁELA^ UMFANG FYLGIR SVEIFLUM í EFNAHAGSLÍFINU Umfang starfsemi fjármögn- unarfyrirtækja eins og Glitnis ræðst mikið af gangi efnahags- lífsins. Fjárfesting er minni á samdráttartímum en meiri þegar uppgangur er í efnahagslífinu. Samningar em að jafnaði stuttir hjá fjármögnunarfélögum sem sérhæfa sig í tækjum, þar sem ending þeirra er takmörkuð. Lítil eftirspurn hefur því fljótt áhrif á heildareignir og umsvif. Á árun- um 1986 og 1987 ýtti mikil upp- sveifla í efnahagslífinu undir fjár- festingar. Nýir samningar hjá Glitni árið 1987 námu til dæmis rúm- um 3 milljörðum króna á verðlagi árs- ins 1994. Á samdráttarskeiðinu voru nýir samningar að jafnaði um einn þriðji þess sem þeir voru 1987. Eftirspum eftir þármagni fer nú vaxandi á ný, enda vöxtur í efnahagsstar- fseminni. Á árinu 1994 námu nýir samningar um 1.300 milljónum króna og munu nema rúmum 2.000 milljónum á þessu ári. „Mikil samkeppni á fjármagns- markaði er komin til að vera. Þar ná árangri þau fyrirtæki sem uppfylla þarfir viðskiptavina sinna. Það leit- umst við hjá Glitni við að gera“, segir Kristján.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.