Frjáls verslun - 01.09.1995, Qupperneq 65
hafði tapað athygli gesta og var hinn
vandræðalegasti. Gekk honum illa að
ná dampi á ný eftir uppákomuna.
Sami viðmælandi sat einnig á veit-
ingahúsi um hádegi einn daginn, hafði
boðið með sér viðskiptavini. Á næsta
borði sátu fjórir ungir athafnamenn,
borðuðu og spjölluðu um viðskipti.
Allt var eins og það átti að vera. En
áður en langt um leið fóru símamir að
hringja í vösum ungu mannanna. Er
skemmst frá því að segja að máls-
verðurinn á næsta borði leið með
endalausum símtölum. Á einum tíma-
punkti voru þrír mannanna að tala í
einu. Og hvað fannst viðmælanda
vorum? Jú, hreinn og beinn rudda-
skapur, ekkert annað. Þetta kunna að
þykja öfgar en slær varla út söguna,
logna eða sanna, um manninn sem
hringt var í meðan hann var við jarð-
arför.
Almennt virðist notkun GSM-síma
snúast um forgangsröðun, það eru
kringumstæður sem krefjast þess að
slökkt sé á þeim. Menn verða að gera
upp við sig að þeir eru ekki svo ómiss-
andi að þeir geti leyft sér að trufla
mikilvæga fundi, fyrirlestra eða máls-
verði á veitingahúsi með hringingum.
Stundum verður bara að slökkva.
GSM-notendur í viðskiptalífinu kem-
ur fram að fyrmefnd vandamál eru vel
þekkt hérlendis. Hvort sem sinnu-
leysi eða kunnáttuleysi er um að
kenna hringja GSM-símar ótt og títt á
fundum, á fyrirlestrum, á veitinga-
stöðum, í leikhúsinu og jafnvel í kirkj-
unni.
Einn viðmælandi Frjálsrar verslun-
ar sagði frá fyrirlestri um viðskipta-
mál sem var vel sóttur. Var fyrirles-
arinn orðinn heitur og hafði salinn á
valdi sínu. Skyndilega heyrðist
hringing. Allir hrukku við og fóru
ófáir í vasann til að gæta að hvort
þeirra sími hafi verið að hringja.
Virðist því hafa verið kveikt á
mörgum símum á fundinum. En
hringingin hélt áfram og fór
ástandið að verða heldur vand-
æðalegt. Loks varð mönnum
ljóst að sökudólginn var að finna
í tösku fyrirlesarans sem nú
En
ung. En í fjöl-
menni geta þeir
verið truflandi.
„Við höfum ekki
sett neinar regl-
ur sem banna
notkun GSM-
síma í veitinga-
salnum.“
65