Frjáls verslun - 01.09.1995, Page 73
Anna og maður hennar, Einar Sigfússon, tóku við rekstri Sportkringlunnar í ágúst sl.
ANNA K. SIGÞÓRSDÓTTIR, SPORTKRINGLUNNI
portkringlan er al-
hliða íþróttavöru-
verslun á neðri hæð
Kringlunnar. Við stefnum
að því að vera meira með
vörur sem tengjast göngu-
ferðum og útivist en við hjón
erum mikið áhugafólk um
útivist og veiðiskap, — seg-
ir Anna K. Sigþórsdóttir í
Sportkringlunni.
Anna er 45 ára. Hún tók
stúdentspróf frá Mennta-
skólanum á Laugarvatni
1970 og fór að því loknu að
vinna hjá Verkfræðingafé-
laginu. „Við áttum 2 ára
bam þegar ég lauk mennta-
skólanámi. Síðan fór eigin-
maðurinn í nám en ég að
vinna, eins og algengt var á
þeim tíma,“ segir Anna.
„1973 fluttum við til Stykk-
ishólms og þar vann ég á
skrifstofu hjá Sigurði
Ágústssyni hf. Við fluttum
til Reykjavíkur 1986 og rák-
um Fjárheimtuna, lögfræði-
og innheimtustofu, með
Sigurði G. Guðjónssyni lög-
manni frá þeim tíma. Það
var svo 1. ágúst sl. að við
tókum við rekstri Sport-
kringlunnar.“
VERÐIALHLIÐA
ÚTIVISTARVERSLUN
Sportkringlan var stofnuð
í desember 1993 og tók
Anna þá að sér umsjón með
bókhaldi og fjármálum fyrir-
tækisins.
„Við ákváðum að breyta
til og taka við rekstri versl-
unarinnar sl. sumar og þetta
hefur bara gengið vel,“ seg-
ir hún. „Hér fæst allt sem
þarf til útivistar og íþrótta-
iðkunar. Inni í versluninni
eru tvennar svalir sem við
nýttum til þess að búa til litl-
ar deildir. Þar er nú seldur
sundfatnaður, eróbikkfatn-
aður og veiðivörur. Um
þessar mundir erum við að
taka upp skíðavörumar og
undirbúa okkur fyrir desem-
berannirnar. Urvalið sveifl-
ast auðvitað eftir árstíðum
en við stefnum að því að
hafa gönguútbúnaðinn til
sölu allt árið og leggja meiri
áherslu á hann.“
Finnst þér tíðar verslun-
arferðir til útlanda hafa áhrif
á söluna hjá ykkur?
„Nei, ég hugsa að fólk
kaupi ekki mikið af íþrótt-
vörum erlendis, enda em
íþ'róttaskór og íþróttafatn-
aður ekki miklu ódýrari
þar,“ segir Anna.
LAXEIÐI0G SKOTVEIÐI
Anna er gift Einari Sigfús-
syni sem rekur verslunina
með henni. Þau eiga 27 ára
son.
„Við erum mikið áhuga-
fólk um veiði og stundum
bæði skotveiði og laxveiði,"
segir Anna um tómstundirn-
ar en tekur fram að eftir að
þau tóku við rekstri versl-
unarinnar hafi lítill frítími
gefist. „Við stundum skíði á
vetuma, svo tekur laxveiðin
við og síðan skotveiðin. Ég
á létta byssu og held mig við
rjúpur og endur. Ég get ekki
hugsað mér að veiða gæsir
þar sem oft þarf að elta þær
uppi særðar. Til að halda
mér í formi hef ég farið í
Gym 80 en hef ekkert verið
þar í haust og þarf að fara að
bæta úr því.
í fyrra tók ég að mér for-
mennsku í fluguhnýtinga-
klúbbnum Fjaðrafoki. í hon-
um voru 25 karlmenn en í
fyrra veittu þeir mökum sín-
um aðgang. Þetta er
skemmtilegur félagsskap-
ur, við höldum fundi einu
sinni í mánuði og á vorin för-
um við saman í ferðalag,
göngum t.d. saman upp
með fallegri veiðiá,“ segir
Anna að lokum.
73