Frjáls verslun - 01.02.1997, Síða 8
FRÉTTIR
Vidskipta- og hagfrædingatalid:
„BOKINNITEKIÐ
OPNUM ÖRMUM”
alan er í farsælum
farvegi og við fáum
góðar viðtökur -
segir Páll Bragi Kristjóns-
son hjá bókaútgáfunni
Þjóðsögu um söluna á nýja
Viðskipta- og hagfræðinga-
talinu sem Þjóðsaga gefur
út í samvinnu við Félag við-
skipta- og hagfræðinga.
Gunnlaugur Haraldsson
þjóðháttafræðingur er rit-
stjóri verksins en ritnefhd
sldpa Gylfi Þ. Gíslason, Jó-
hannes Nordal og Sigurjón
Pétursson formaður. Bók-
in hefúr hlotið mjög góða
dóma. Hið nýja stéttartal
leysir af hólmi eldri útgáfú
frá 1986 og nær til allra ís-
lenskra viðskiptafræðinga
og hagfræðinga frá 1877.
En á þessu ári eru 120 ár
liðin frá þvi að fyrsti ís-
lenski hagfræðingurinn
lauk prófi firá Hafnarhá-
skóla. Það var Indriði Ein-
arsson sem einnig var leik-
skáld.
Ritið er í þremur bind-
um og stóru broti, alls
1.390 blaðsíður, og inni-
heldur æviágrip 2.612 við-
skipta- og hagfræðinga með
2.343 ljósmyndum. Það
var prentsmiðjan Oddi sem
annaðist prentun, bókband
og frágang.
Bókin er seld í símsölu
og einkum boðin þeim sem
eru í ritinu, fyrirtækjum og
félagasamtökum. Sérstakt
útgáfutilboð mun gilda
næstu vikur.
NÝR BLAÐAMAÐUR Á FRJÁLSA VERSLUN
GEVALIA
- Það er kaffið
Sími 568 7510
Páll Bragi Kristjónsson, hjá bókaútgáfunni Þjóðsögu, hampar
þriggja binda Viðskipta- og hagfræðingatali sem tekið hefur ver-
ið opnum örmum. FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
□ áll Ásgeir Ásgeirs-
son blaðamaður
hefur verið ráðinn
til starfa á Frjálsa verslun.
Páll, sem er 40 ára, hefúr
starfað við blaðamennsku í
um 13 ár, m.a. hjá DV,
Ægi, Farvís-Áföngum og
Vestfirska fréttablaðinu.
Frjáls verslun býður Pál
velkominn til starfa - og
væntir mildls af honum.
Blaðið hefur átt gott sam-
starf við hann um nokk-
urra ára skeið en Páll hef-
ur skrifað fjölda greina í
Ftjálsa verslun á sl. fimm
árum - og m.a. skrifað þátt-
inn Nærmynd sem er mik-
ið lesinn.
Páll hefur skrifað
nokkrar bækur, eins og
um sögu spíritisma á Is-
landi, sem kom út fyrir síð-
ustu jól, ævisögu Hall-
bjarnar Hjartarsonar og
leiðsögubók um gönguleið-
ir á hálendi Islands. Saga
Fóstbræðra, elsta karla-
kórs á íslandi, eftír Pál er
væntanleg út í haust.
Páll Ásgeir Ásgeirsson, nýr
blaðamaður á Fijálsri verslun.
FV-mynd: Geir Ólafsson.
8