Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 23

Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 23
Ámi Samúelsson kom inn á markað tónlistar og tölvu- leikja undir lok síðasta árs þegar hann, ásamt nokkmm öðmm, stóð að opnun stærstu verslunar landsins á sviði geisladiska, sölumyndbanda og tölvuleikja, Virgin Megastore, í Kringlunni. FV-mynd: Geir Ólafsson. SEAN NICuLAS ED CONNERY CAGE HARRIS iBuaimiuffliaaHiœs Alcatraz. Qnly one man has ever broken out. Now five miliion fives depend on two men breakino ín. SJADU ÞESSA «■» ( . KURT RUSSELL W1 IXECIITIVE DEGISIDN IT TAKES TW þjónssonar, DV, auglýsingastofunni Hvíta húsinu og fleir- um, aðili að sjónvarpsstöðinni Sýn. Hún skyldi keppa við Stöð 2. Fljótt bar á sundrungu í Sýnarhópnum og áttu DV-menn og Ámi enga samleið. í maí þetta ár, 1990, voru Sýn. Stöð 2 og Bylgjan sameinaðar undir heitinu Islenska útvarpsfélagið hf. en það var nafn þess félags sem rak Bylgjuna. SflGAN ENDALAUSA Snemma árs 1992 var gerð hallarbylting í íslenska út- varpsfélaginu og komst Áramótahópurinn, en í þeim hópi var Árni frá upphafi, í meirihluta í félaginu með fulltingi Eignarhaldsfélags Verslunarbankans, Jóhanns Óla Guðmundssonar í Securitas og Bolla Kristinssonar í Sautj- án. Sigurjón Sighvatsson var á þessum tíma í liðinu með Áramótahópnum. Árið 1994 seldi Árni öðrum í Áramóta- hópnum sinn hluta í Stöð 2. Þegar Jón Ólafsson, Sigurjón Sighvatsson og félagar keyptu síðan Áramótahópinn og fleiri út úr félaginu vorið 1995 fyrir um 1 milljarð króna var Árni Samúelsson ekki í þeim hópi þar sem hann var búinn að selja árið áður og stofna nýja sjónvarpsstöð, íslenska sjónvarpið hf., ásamt þeim Valdimar Steinþórssyni í Texta og íslenskri fram- leiðslu, dótturfyrirtækijapis. Það fyrirtæki var umhaustið stækkað og úr varð Stöð 3. Þá sögu þekkja flestir. ÁRNIER BÍÓKÓNGURINN Árni Samúelsson er bíókóngur íslands. Hann byggir Árni á og rekur útvarpsstöðina FM 95.7 sem notið hefur vinsælda hjá fólki á aldrinum 17 til 35 ára. Stöðina hefur Árni notað til að auglýsa kvikmyndir sem sýndar eru í Sambíóunum. FV-mynd: Geir Ólafsson. veldi sitt, sem nefnist Sambíóin, á rekstri fjögurra bíó- húsa. Fyrirtækið er með fjölsala bíó í Mjódd og í Kringl- unni og Bíóborgina við Snorrabraut og að auki eitt bíó í Keflavík. Árni hefur fengist við bíórekstur frá árinu 1967 en sín fyrstu spor á því sviði steig hann í Keflavík með rekstri Nýja-Bíós. Á þeim tíma rak hann einnig heildversl- un í Reykjavík. Fyrirtæki Árna, Samfilm, var stofnað 1975. Þáttaskil urðu í rekstri þess 1982 þegar kvikmyndahúsið Bíóhöllin var opnuð í Mjóddinni. Fimm árum seinna tók Samfilm svo við rekstri gamla Austurbæjarbíós við Snorrabraut sem nú heitir Bíóborgin. Sagabíó var svo opnað í kjallaranum í Mjóddinni 1991 og um áramót 1996/’97 var nýtt og glæsi- legt kvikmyndahús opnað í Kringlunni. Þannig mynda kvikmyndahúsin grunninn að veldi Áma Samúelssonar og eru kjarninn í starfsemi hans. Hann er með umboð fyrir sterka aðila eins og Warner Bros og Disney en Sambíóin eru einnig, ásamt Háskólabíó og Laugarásbíó, umboðs- aðilar UIP. UIP er samsteypa Paramount, MGM, Univer- sal og United Artists. Myndum frá samsteypunni er dreift í bíóin eftir ákveðnum reglum og virðist Háskólabíó fá um helming titlanna en Sambíó og Laugarásbíó skipta hinum helmingnum með sér að jöfnu. Skífan er með umboð fyrir 20th Century Fox, Miramax International og Castle Rock 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.