Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 28
Hákon Hákonarson, til vinstri, og Sigurjón Örn Þórsson hafa keypt Herragarðinn af Garðari Siggeirssyni. Þeir
undirbúa núna opnun á glæsilegri Herragarðsverslun í húsi Kristjáns Siggeirssonar við Laugaveg 13, þar sem
Habitat var áður til húsa. Þar var þessi mynd tekin en nokkar breytingar standa yfir á húsnæðinu.
FV-mynd: Geir Ólafsson.
HERRflR KAUPA
Tveir ungir herrar um þritugt keyþtu Herragaröinn afGaröari Siggeirssyni á
0gamlársdag 1996 var skrifað
undir samninga um kaup
tveggja ungra manna á versl-
unum Herragarðsins í Reykjavík.
Þetta eru þeir Hákon Hákonarson og
Siguijón Öm Þórsson sem þama
hasla sér völl í herrafataverslun svo
eftir er tekið en á ákveðnum hluta
markaðarins má segja að Herragarð-
urinn hafi verið atkvæðamikill. Garð-
ar Siggeirsson hafði rekið Herragarð-
inn í um 25 ár og átti tvær verslanir, í
Kringlunni og Miðbæjarmarkaðnum.
Hákon og Sigurjón byrjuðu að selja
herraföt árið 1994 þegar þeir opnuðu
verslunina Herrana í Austurstræti 3.
Fyrsta verslunarplássið þeirra var 37
fermetrar sem var árið eftir stækkað í
50 fermetra. í ljósi þess að í dag ráða
þeir yfir þremur verslunum á bestu
stöðum bæjarins er óhætt að segja að
umsvif þeima hafi aukist með ævin-
týralegum hraða. En hvernig byrjaði
þetta allt saman. „Árið 1994 ákváðum
við að fara saman út í einhvern rekst-
ur. Við höfðum mikinn áhuga á inn-
flutningi og útflutningi tengdum sjáv-
arútveginum og höfðum fengist
aðeins við útflutning á mjöli. Við fór-
um á sýningar erlendis til að kanna
málið en svo áttuðum við okkur á að
meiri sérfræðiþekkingu en við réðum
yfir þyrfti til þessa og þá varð fata-
verslun fyrir valinu,“ sögðu Hákon og
Sigurjón í samtali við Frjálsa verslun.
TEXTI:
PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
ÆSKUVINIR
Sigurjón Öm og Hákon standa báð-
ir á þrítugu í dag, fæddir með þriggja
vikna millibili í mars og apríl og hafa
verið perluvinir frá barnæsku. Þeir
gengu saman í Ölduselsskóla og
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON OG KRISTÍN BOGADÓTTIR
28