Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 29

Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 29
Kristjáns Siggeirssonar-húsið vi^Laugaveg^^^ og á síðasta ári. við Aðalstræti SkrifoA , ®. a 1 Knn«Junm en hin ™ ‘ g.»SagS,ÍST<"r SÖIUna 4 HerraS”ði' FV-mynd: Kristín Bogadóttir. HERRAGARÐINN gamlársdag. Þeir blása nú til sóknar á hinum haröa markaöi í sölu fatnaöar á herra Verslunarskóla íslands og urðu stúd- entar frá Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Þaðan fór Sigurjón að læra stjórnmálafræði í HÍ en Hákon fór að vinna hjá fjölskyldufyrirtækinu sem gerði til skamms tíma út sfldar- og loðnuskipið fengsæla Húnaröst en Hákon Hákonarson er sonur Hákonar Magnússonar skipstjóra og eins aðal- eiganda skipsins. Þeir vinimir, Sigur- jón og Hákon voru saman til sjós á Húnaröstinni, skröpuðu hana og mál- uðu. Auk þessa hafði Sigurjón unnið í Herragarðinum á sumrin og síðasta árið áður en Herramir voru stofnaðir vann hann allt árið. Þannig má segja að hann hafi lagt til þekkingu á fötum og reynslu í verslun en Hákon þekk- ingu og reynslu af rekstri og bókhaldi. Sigurjón segist reyndar á þessum tíma hafa verið að íhuga framhalds- nám erlendis en hann lauk prófi í stjórnmálafræði frá HÍ vorið 1993. FUNDAÐ í VÍNKJALLARANUM „Herramir gengu strax mjög vel. Við vorum að keppa við Herragarðinn með því að vera með vönduð karl- mannaföt og settum á oddinn gæði og góða þjónustu. Við fengum góðar undirtektir en við vildum gjarnan komast inn í Kringlu. Við fengum gott tækifæri þegar okkur bauðst að taka við lager þegar verslunin Blazer var að hætta. Þar opnuðum við undir nafninu Bogart og breyttum því síðan í Herrana á síðasta ári. Þar með vorum við komnir inn í Kringlu og vorum nokkuð sáttir við það. Við höfum lengi haft áhuga á samstarfi við breska fatakeðju sem heitir Next. Við höfðum spumir af því að Garðar í Herragarðinum væri að ræða við þá líka. Við höfðum kost á góðu húsnæði á Laugavegi 13 og ákváðum að ræða við Garðar um hugsanlegt samstarf. Þegar því var 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.