Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 58

Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 58
um við að horfast í augu við þá staðreynd að völd og áhrif þeirra, sem ráða yfir ijármun- um, fara sífellt vaxandi á tím- um stöðugs upplýsingaflæðis. Hvort sem íslendingar stunda ofveiði eða ekki þá er umræð- an um fiskveiðar í fjölmiðlum erlendis neikvæð og hefur áhrif á almenningsálitið í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Það leikur enginn vafi á því að um- hverfissamtökum hefur tekist að fá neytendur til að hugsa sig tvisvar um gagnvart sjávar- afurðum. Kaupendur geta auðveldlega keypt aðrar afurð- ir en þær sem íslensku fyrir- tækin hafa upp á að bjóða. Hvalamálið og vísindaveiðar Islendinga á hvölum sýndu Is- lendingum hversu berskjald- aðir þeir eru gagnvart gagn- rýni erlendis. I hvalamálinu svokallaða tókst umhverfis- samtökum að fá íslensk stjórn- völd til að banna hvalveiðar til þess að meiri hagsmunum þjóðarinnar væri ekki fórnað fyrir minni. Og áætlunin gekk upp hjá þeim. Hvalveiðar Is- lendinga höfðu neikvæð áhrif á öllum helstu sölusvæðum ís- lenskra sjávarútvegsfyrir- tækja, nema síst í Asíu. Islenska þjóðin hefði aldrei ijár- hagslegt bolmagn, eins og Norð- menn, til að halda úti stöðugri áróð- ursherferð gegn umhverfissamtökum erlendis ef að okkur yrði vegið. Það er fyrirfram tapað stríð. - Eiga Islendingar að hefja aftur hvalveiðar? Síðastliðið ár hafa heyrst háværar raddir hér á landi um að Islendingar eigi að hefja aítur hvalveiðar þrátt fyr- ir alþjóðlegt hvalveiðibann. Nefnd á vegum sjávarútvegsráðuneytisins hef- ur starfað í vetur og er viðfangsefni hennar að kanna hvort Islendingar eigi að heija aftur hvalveiðar. En er efnahagslegur grundvöllur Greinarhöfundur, Kristín Ólafsdóttir, útskrifaðist úr Háskóla Islands sem stjórnmálafræðingur í október sl. Hún valdi viðskiptafræði sem aukagrein. Lx)karitgerð henn- ar hét: Pólitísk og efnahagsleg áhrif umhverfissamtaka á alþjóðastjórnmál. Greining á áhrifum Greenpeace á Island. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. Tvenns konar politík! íslensk stjórnvöld reka tvenns konar umhverfisstefnu. Annars vegar þá að aðrar þjóðir virði alþjóðasamninga um mengun og losun úrgangsefna í hafið og hins vegar vilja þau fá að ráða þvi sjálf hvort þau veiði hvali eða ekkil fyrir okkur að hefja aftur hvalveiðar? ROK MEÐ HVALVEIÐUM Rök sem hafa verið nefnd með hugsanlegum hvalveiðum: 1. Réttur Islendinga - Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra telur það skýlausan rétt þjóðarinnar að nýta allar auðlindir sjávar, þ.e. alla nytja- stofna og þar á meðal hvalastofna, á sjálfbærum grundvelli. Hann segir spurninguna ekki snúast um hvort Is- lendingar hefji hvalveiðar, heldur hvenær. 2. Hvalir hafa áhrif á langtímaafrakstur þorsks- ins - Sjávarútvegsráðuneytið segir hvalastolha umhverfis Island vera að stækka og að stærð þessara stofna hafi áhrif á framgang annarra stof- na. Til dæmis er talið að ef ákveðnir hvalastofnar nái sömu stærð og árið 1940 muni það minnka afrakstur þorskstofhsins um 10%. Ari Edwald hjá sjávarútvegsráðu- neytinu telur hugsanlegt tap Islendinga af því að veiða ekki hval vera sú minnkun á þorskstofninum sem talið er að hvalirnir hér við land éti á ári. Þessa upphæð áætlar hann að nemi um 3 milljörð- um króna. Hvaladeild Hafrannsóknar- stofnunar telur mjög erfitt að meta hvort hvalir séu skað- legir veiðum Islendinga og það verði að rannsaka málið miklu betur áður en hægt sé að draga af því ályktanir. Mið- að við talningar síðustu 10 ár þá er ástand langreyðar- stofnsins, sandreyðarstofns- ins og hrefnunnar í góðu lagi en þó að veiðar á steypireyðarstofninum væru bannaðar 1960 þá hefur hann samt ekki ennþá náð sér. Stofnunin telur að hægt sé að veiða einhverja hvalastofna eins og langreyði og hrefiiu en um leið þurfi að rannsaka hvali betur og fara varlega í nýtingu hvalastofna í framtíðinni. 3. Utflutningsverðmætí hvalaaf- urða - Síðustu 3 árin fyrir bannið, þ.e. 1983,1984 og 1985, voru útflutnings- verðmæti hvalaafurða að meðaltali um 1,5 milljarðar króna á ári, reiknað á verðlagi dagsins í dag. Verðmæti hvalaafurða þessi 3 ár voru þá að með- altali um 2% af heildarútflutningi sjáv- arafurða eða um 1,6% ef reiknað er fram til dagsins í dag. Samkvæmt Þjóðhagsstofnun voru um 90-110 árs- HVALIR ETA Þ0RSK FYRIR 3 MILLJARÐA A ARI „Ari Edvald hjá sjávarútvegsráðuneytinu telur hugsanlegt tap íslendinga af því að veiða ekki hval vera þá minnkun á þorskstofninum sem talið er að hvalirnir hér við land éti á ári. Þessa upphæð áætlar hann að nemi um 3 milljörðum króna. “ 58

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.