Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 63

Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 63
Fimm starfs- menn sinna þróun og endurnýjun „Við erum með fimm starfsmenn sem sinna engu nema þróun og endurnýjun hugbúnaðarins,“ sagði Dag- bjartur Pálsson, tölvunar- fræðingur og verkfræðingur og einn eigenda TOK ehf. Auk hans og Magnúsar er Brynjar Hermannsson eig- andi en þeir félagar eru allir menntaðir tölvunar- eða kerf- isfræðingar og starfa allir hjáTOK. Segja má að saga TOK sé jafhframt saga tölvuvæðing- ar á Islandi. Fyrirtækið var stofhað árið 1981 til þess að veita þjónustu á sviði hug- búnaðargerðar og gagna- vinnslu, sérstaklega með þarfir endurskoðenda í huga. TOK er kennt í skólunum „Við skilgreinum okkar markað þannig að hann sé einkum lítil og meðalstór fyrirtæki. Við teljum að með- al þeirra höfum við um 40% markaðshlutdeild. TOK hugbúnaður er notaður af langflestum endurskoðend- um í dag og þess má einnig geta að hann er notaður við kennslu í bókhaldi í Há- skóla Islands og Samvinnu- háskólanum á Bifröst,“ sagði Magnús. Starfsmenn TOK hafa einnig unnið að gerð stórra sérsmíðaðra kerfa t.d. fyrir Bifreiðaskoðun Islands, Sorpu, Endurvinnsluna, Securitas, Blómamiðstöðina, Islenska aðalverktaka, lífeyr- issjóði, félagasamtök, trygg- ingafélög og fiskvinnslufyr- irtæki og þannig mætti lengi telja. TOK kerfín skiptast í eftirtalda kerfishluta: X Fjárhagsbókhald X Viðskiptabókhald X Lánardrottnakerfi X Launakerfi X Sölu-og sölupantana- kerfi X Birgðakerfi X Innkaupa- og tollkerfi X Uppskriftarkerfi X Verkbókhald X Skýrslusmið X Endurskoðendakerfi X Skattafjölvi X Félagakerfi X Smásölukerfi Eigendumir þrír, Magnús Ámason, Dagbjartur Pálsson og Brynjar Ilermannsson, fara vfir stöðu mála. Hjá TOK eru er allt gert í tölvum. Ilér sést einn starfsmanna TOK, Sigríður Hafberg kerfisfneðingur í þjónustudeild, við vinnu sína. TOK Þeir, sem gera fastan þjónustusamning við TOK, greiða 25% lægra þjónustu- gjald. Þeir fá, auk árlegrar uppfærslu viðskiptahugbún- aðarins, fréttabréf frá TOK ehf. fjórum sinnum á ári og vandaða þjónustu sem TOK hefur jafnan lagt áherslu á. Viðskiptavinum er boðið upp á námskeið í notkun búnað- arins í húsakynnum TOK en einnig getur starfsmaður komið á staðinn og sett alla starfsmenn inn í hlutina á skjótan og öruggan hátt. Eitt af athyglisverðari kerfum hjá TOK er Skatta- ijölvinn 97 sem er ný útgáfa af kerfi sem kom fýrst á markað fyrir sex árum. Með Skattafjölvanum er hægt að afgreiða skattframtalið á hraðvirkari, öruggari og ná- kvæmari hátt en áður og hann inniheldur nær öll eyðublöð sem framteljandi getur þurft á að halda. Útflutningur á hugviti Þeir Magnús og Dag- bjartur segja að vaxtar- möguleikar í þessum tölvu- iðnaði séu umtalsverðir og segjast þegar vera farnir að beina sjónum sínum út fyrir landsteinana og hyggjast á þessu ári setja á markað hugbúnað sem verður boðinn til sölu á almennum markaði um allan heim en einkum stefnt á Evrópumarkaðinn. Það er samhentur og sam- stilltur hópur sem vinnur hjá TOK í rúmgóðu húsnæði í Síðumúla 8. En lífið er ekki bara vinna því á síðasta ári fór allur hópurinn með mök- um á nokkurs konar árshá- tíð tíl Barcelona á Spáni. myndatextar: ður í takt við tímann 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.