Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 69

Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 69
Árni Johnsen alþingismaður var helsti hvatamaður þess að tekin voru upp einkabílnúmer hér á landi. Sjálfur er hann með númerið ISLAND á sínum bíl. Hann á Island! reynt ennþá í umsóknum íslenskra fyrirtækja um einkanúmer. Þrisvar sinnum hefur umsókn um einkanúmer verið hafnað. Högni Eyj- ólfsson, yfirmaður númeradeildar, neitaði að gefa upplýsingar um það hvers vegna þeim hefði verið hafnað. Karl Ragnars framkvæmdastjóri sagði að umsóknirnar hefðu brotið í bága við almennt velsæmi og hefði það verið samdóma álit starfsmanna. Högni sagði að hann og þrír starfs- menn númeradeildar hverju sinni legðu mat á umsóknir en Karl sagði að allir starfsmenn kæmu að því en hann sem framkvæmdastjóri bæri endan- lega ábyrgð á frávísunum. Að sögn Högna og Karls er úr- TEXTl: Páll Ásgeir Ásgeirsson skurður hinnar óformlegu starfs- mannanefndar endanlegur. Þó er al- menna reglan sú að úrskurði lægra stjómvalds skuli vera hægt að vísa til hærra dómsvalds og skyldi því ætla að óreyndu að umsækjendur gætu áfrýjað synjun til dómsmálaráðuneyt- is þótt á það hafi ekki reynt enn. ÁFENGISHEITIÁ GRÁU SVÆÐI Ljóst er að áfengisheiti á einka- númerum geta farið í bága við lög um bann við áfengisauglýsingum þótt á það hafi enn ekki reynt. Karl Ragnars sagðist þekkja dæmi um slíkt frá Norðurlöndum. Þar var sótt um að setja VAT 69 á bílnúmer en það er þekkt viskítegund. Þetta var leyft í Danmörku en bannað í Svíþjóð. Aug- ljóst sýnist að bílnúmer eins og t.d. TUBORG eru á gráu svæði hvað þetta varðar. ORKAN JÖFUR EGILS BÓNUS1 COKE 1 og 2 VIKING SINDRI HEKLA AUDI KIA VW CAT PÓSTUR SÍMI FENGER JENSEN OLSEN NEON THULE ÍTALÍA UNIMOG PÍPARI SMIÐUR FRÓN 69

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.