Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 6

Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 6
RITSTJÓRNARGREIN „UMFRAMHAGNAÐUR” Starfshópur á vegum Verslunarráðs hefur innleitt nýtt orð í umræðu um hagfræði og efiiahagsmál; orðið „umfram- hagnaður”. Þetta er marklaust og ósldljanlegt orð. Það er raunalegt að ráðið skyldi leggja þetta óskilj- anlega orð í belg í umræðunni um kosti og galla þess að leggja auðlindagjald á útgerðir; veiðileyfagjald. Alvarlegast er þó að starfs- hópur ráðsins skilur ekki hvað veiðileyfa- gjald gengur út á. Starfshópur Verslunarráðs kemst að þeirri niðurstöðu að „álagning auðlinda- gjalds á sjávarútveg sé ekki tímabær núna en komi hins vegar til greina í framtíðinni ef umframhagnaður nær að myndast í grein- inni”. Hvernig gat ráðið fiindið þetta út - og það eftír nokkra yfirlegu?! Þetta kallast að hafa endaskiptí á hlutunum. Hugsunin með veiðileyfagjaldi er að láta markaðinn stýra veiðum og hámarka afrakstur veiða og fiskimiða. Það er veiðileyfagjaldið sem stuðlar að hagræðingunni, kemur henni á - en kemur ekki til sögunnar eftír á. Brýnt er að veiðileyfi séu framseljanleg á milli útgerða svo hagræðing náist fram. Veiðileyfagjald tryggir einnig að eigendur auð- lindarinnar, þjóðin öll, fái sinn réttmæta arð. I umræðum um skýrslu Verslunarráðs hefúr því verið haldið fram að um „þáttasldl” sé að ræða í málinu og að umræðan sé komin á „vitrænt og skaplegt” plan. Þetta er ekki rétt. Ekkert er auðveldara en að vera með veiði- leyfagjaldi; bara þegar það verður tímabært, - og stínga þar með snuddu upp í æstan múginn. Starfshópur Verslunarráðs reiknaði út hvað 2 króna auð- lindagjald á þorsldgildisldló, um lmilljarður, þýddi fyrir greinina. Niðurstaðan: Það tæki þrjú ár að koma henni á sömu vaxtarbraut og áður. Sömuleiðis reiknaði hún út 10 króna gjald, um 5 milljarða, og fékk út tíu tíl fimmtán ára aftíxrför. Ekki er öll vitleysan eins! A undanförnum tíu árum hafa útgerðir í landinu keypt kvóta hver af annarri fyrir tugi milljarða króna tíl að innleiða hagræðingu í greininni. Risinn á Akureyri, Samherji, væri smáfyrir- tæki ef ekki hefði verið leyfilegt að framselja kvóta. Segiði Þorsteini Má Baldvinssyni, hjá Samherja, að kvótakaup hans fyrir nokkra milljarða á tíu árum hafi fært fyrirtækið fimmtán ár aftur í tímann!!! Kvótakerfið var sett á tíl að vernda fisld- stofna. Það hefur teldst! Annars væri löngu ördautt á miðunum við landið. Hvað þetta snertir hefur kvótakerfið stuðlað að bættum almannahag. Mildlvægt var að leyfa framsal kvótans tíl að koma á hagræðingu. Reiði þjóðarinnar snýst hins vegar um að stjórnvöld afhenda út- gerðarmönnum kvóta - ár eftír ár - firítt; og að tíl séu fjöl- skyldur sem hafa hætt í útgerð og lifa nú praktuglega sem milljónamæringar á kvótapeningum. Veiðileyfagjald stuðlar að starfsöryggi fyrirtækja í sjávar- útvegi. Núna þarf stáltaugar til „að kaupa” kvóta sem getur verið teldnn af mönnum með einu pennastriki. Þess vegna eiga þau að biðja um veiðileyfagjald og starfsöryggi í stað þess að vera á mótí þvi. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að gefa út verð- skrá fyrir auðlindagjakl - það er hlutverk markaðarins. Stjórnvöld eigi að nvfri sér tíu ára reynslu útgerðarmanna í sölu kvóta - veiðileyfa - á markaði. Engir kunna betur en þeir að selja veiðileyfi. Enda hafa þeir ekki beðið eftír nein- um „umframhagnaði”. Þeir hafa aldrei heyrt þetta orð nefnt áður - og skilja það ekki - frekar en aðrir. Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofhuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 58. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - UÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. -10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFING í bókaverslanir og söluturna á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími: GSM 89-23334. - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 6

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.