Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Síða 6

Frjáls verslun - 01.10.1997, Síða 6
RITSTJÓRNARGREIN „UMFRAMHAGNAÐUR” Starfshópur á vegum Verslunarráðs hefur innleitt nýtt orð í umræðu um hagfræði og efiiahagsmál; orðið „umfram- hagnaður”. Þetta er marklaust og ósldljanlegt orð. Það er raunalegt að ráðið skyldi leggja þetta óskilj- anlega orð í belg í umræðunni um kosti og galla þess að leggja auðlindagjald á útgerðir; veiðileyfagjald. Alvarlegast er þó að starfs- hópur ráðsins skilur ekki hvað veiðileyfa- gjald gengur út á. Starfshópur Verslunarráðs kemst að þeirri niðurstöðu að „álagning auðlinda- gjalds á sjávarútveg sé ekki tímabær núna en komi hins vegar til greina í framtíðinni ef umframhagnaður nær að myndast í grein- inni”. Hvernig gat ráðið fiindið þetta út - og það eftír nokkra yfirlegu?! Þetta kallast að hafa endaskiptí á hlutunum. Hugsunin með veiðileyfagjaldi er að láta markaðinn stýra veiðum og hámarka afrakstur veiða og fiskimiða. Það er veiðileyfagjaldið sem stuðlar að hagræðingunni, kemur henni á - en kemur ekki til sögunnar eftír á. Brýnt er að veiðileyfi séu framseljanleg á milli útgerða svo hagræðing náist fram. Veiðileyfagjald tryggir einnig að eigendur auð- lindarinnar, þjóðin öll, fái sinn réttmæta arð. I umræðum um skýrslu Verslunarráðs hefúr því verið haldið fram að um „þáttasldl” sé að ræða í málinu og að umræðan sé komin á „vitrænt og skaplegt” plan. Þetta er ekki rétt. Ekkert er auðveldara en að vera með veiði- leyfagjaldi; bara þegar það verður tímabært, - og stínga þar með snuddu upp í æstan múginn. Starfshópur Verslunarráðs reiknaði út hvað 2 króna auð- lindagjald á þorsldgildisldló, um lmilljarður, þýddi fyrir greinina. Niðurstaðan: Það tæki þrjú ár að koma henni á sömu vaxtarbraut og áður. Sömuleiðis reiknaði hún út 10 króna gjald, um 5 milljarða, og fékk út tíu tíl fimmtán ára aftíxrför. Ekki er öll vitleysan eins! A undanförnum tíu árum hafa útgerðir í landinu keypt kvóta hver af annarri fyrir tugi milljarða króna tíl að innleiða hagræðingu í greininni. Risinn á Akureyri, Samherji, væri smáfyrir- tæki ef ekki hefði verið leyfilegt að framselja kvóta. Segiði Þorsteini Má Baldvinssyni, hjá Samherja, að kvótakaup hans fyrir nokkra milljarða á tíu árum hafi fært fyrirtækið fimmtán ár aftur í tímann!!! Kvótakerfið var sett á tíl að vernda fisld- stofna. Það hefur teldst! Annars væri löngu ördautt á miðunum við landið. Hvað þetta snertir hefur kvótakerfið stuðlað að bættum almannahag. Mildlvægt var að leyfa framsal kvótans tíl að koma á hagræðingu. Reiði þjóðarinnar snýst hins vegar um að stjórnvöld afhenda út- gerðarmönnum kvóta - ár eftír ár - firítt; og að tíl séu fjöl- skyldur sem hafa hætt í útgerð og lifa nú praktuglega sem milljónamæringar á kvótapeningum. Veiðileyfagjald stuðlar að starfsöryggi fyrirtækja í sjávar- útvegi. Núna þarf stáltaugar til „að kaupa” kvóta sem getur verið teldnn af mönnum með einu pennastriki. Þess vegna eiga þau að biðja um veiðileyfagjald og starfsöryggi í stað þess að vera á mótí þvi. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að gefa út verð- skrá fyrir auðlindagjakl - það er hlutverk markaðarins. Stjórnvöld eigi að nvfri sér tíu ára reynslu útgerðarmanna í sölu kvóta - veiðileyfa - á markaði. Engir kunna betur en þeir að selja veiðileyfi. Enda hafa þeir ekki beðið eftír nein- um „umframhagnaði”. Þeir hafa aldrei heyrt þetta orð nefnt áður - og skilja það ekki - frekar en aðrir. Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofhuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 58. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - UÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. -10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFING í bókaverslanir og söluturna á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími: GSM 89-23334. - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.