Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 9

Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 9
eIWa^^etaðger''5t ^skjánum er hægt Þorsteinn Garðarsson markaðsstjóri og Helgi A. Nielsen, aðstoð- arframkvæmdastjóri þjónustusviðs. Skýrr hf. eru öflugt og framsækiö upplýs- ingafyrirtæki sem kappkostar að bjóða viðskiptavinum heildarlausn við hagnýt- ingu á upplýsingatækni. Skýrr leggja áherslu á gæði, öryggi og þjónustu og að sníða lausnir að þörfum viðskiptavina sinna. í rekstrarþjónustu felst vöktun á miðlur- um og gagnasöfnum, afritataka, geymsla afrita og prentun og ennfremur verk- stjórn, bilanagreining, rýmdaráætlun og rekstur netkerfa. Starfsmenn Skýrr búa yfir sérfræðiþekk- ingu i rekstri tölvukerfa. Fyrirtæki hafa þann kost að leita til Skýrr hf. í stað þess að koma sér upp þekkingu og reynslu á þessu sviði. settir eftir að bilanir hafa komið upp, svo ekki sé talað um innbrot, þjófnaði og skemmdarverk þar sem tölvugögn hafa glatast þar eð afritatöku hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Útfærsla afritatöku getur verið með ýmsu móti en hún fer, eins og vöktunin, fram í gegnum línur milli Skýrr og fyrirtækisins. Skýrr hafa sérstakar, eld- traustar öryggisgeymslur fyrir öll afrit, sem eru í þeirra vörslu, bæði í höfuðstöðv- unum í Ármúla og í geymsluhúsnæði ann- ars staðar í borginni. Þriðji liður rekstrarþjónustunnar er verkstjórn og bilanagreining. í því felst að starfsmenn Skýrr finna orsök bilunar, hvort sem hún er í vél- eða hugbúnaði. Síðan er lagt mat á það hvað gera þurfi til þess að lagfæra bilunina og kallaðir eru til þjón- ustuaðilar. Starfsmenn Skýrr geta einnig stýrt lagfæringunni og gengið úr skugga um að hún hafi tekist auk þess sem þeir sjá um verkstjórn, koma að ákvarðana- töku, samræma aðgerðir og ganga úr skugga um að viðgerð, innsetning, aðlög- un eða samþætting hafi gengið eðlilega fyrir sig. SPARAR TÍMA OG FJÁRMUNI Allt eru þetta atriði sem geta sparað fyrirtækjum tíma og fjármuni. Starfsmenn Skýrr búa yfir sérfræðiþekkingu í rekstri tölvukerfa og fyrirtæki hefur því þann val- kost að leita til Skýrr hf. í stað þess að koma sér sjálft upp þekkingu og reynslu á þessu sviði. „Þar að auki höfum við boðið upp á al- menna ráðgjöf og skipulagningu netkerfa fyrir þá, sem þurfa á því að halda, og vel kemur til greina að við tækjum að okkur rekstur netanna líka," segir Þorsteinn. „Víða erlendis hafa stærri og smærri fyrir- tæki talið hagkvæmt að fá rekstrarþjón- ustu á borð við þá, sem Skýrr bjóða nú, og er ekki ólíklegt að þessi þjónusta eigi einn- ig eftir að færast í vöxt hér á landi þar sem hún hefur bæði hagræði og þægindi í för með sér fyrir fyrirtækin." ffl Nánari upplýsingar um þessa þjón- ustu veitir Helgi A. Nielsen, aðstoðar- framkvæmdastjóri þjónustudeildar Skýrr hf. Ármúli 2 Sími: 569 5100 Bréfasími: 5695251 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.