Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 16

Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 16
Þeir voru viðstaddir opnun sýningarinnar. Frá vinstri: Snorri Pétursson, aðstoðarforstjóri Iðnþróunarsjóðs, Jón Asbergssson, framkvæmdastjóri Utflutningsráðs, Júlíus Haf- stein, íyrrv. borgarfulltrúi og Vilhjálmur Guðmundsson, starfsmaður Utflutningsráðs. FV-myndir: Geir Ólafsson. tak til atvinnu- sköpunar í samvinnu við Iðntæknistofnun og Útflutningsráð hélt sýpingu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Atak til atvinnusköpunar hef- ur styrkt sérstaklega nýsköpun og vöru- þróun í litlum og með- alstórum fyrirtækjum sem hafa viljað heija útrás á erlenda mark- aði. Mikil gróska hefur verið í þessu starfi og verkefnin sem Atakið hefur stutt, talin í tug- um. Mörg þeirra sýndu afraksturinn við þetta tækifæri. Fatahönnun er meðal vaxtar- brodda atvinnulífsins og Atak tíl atvinnusköpunar hefur lagt fé í verkefni á þvi sviði. Móeiður Júníusdóttír söngkona þandi raddböndin við opnun sýningarinnar í Ráðhúsinu. Páll Kr. Pálsson er nýráðinn framkvæmdstjóri hins nýstofiiaða Nýsköpunarsjóðs atvinnuveganna. FV-mynd: Geir Ólafsson. í ELDLÍNUNNI □ áll Kr. Pálsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hins nýstoihaða Nýsköpunar- sjóðs atvinnuveganna. Páll á að baki langan feril í viðskiptalífinu sem má rekja aftur til þess tíma þegar hann rak skólasjoppuna Sómalíu í menntaskól- anum við Hamrahlíð en þaðan útskrifaðist hann 1973. Páll lærði hagverkfræði í Berlín og starfaði síðan hjá Félagi íslenskra iðnrekenda og Iðntæknistofnun fram til 1991 þegar hann gerðist framkvæmdastjóri Vífilfells. Þar var hann til 1994 þegar hann settist í for- stjórastól í Sól hf. og var þar í forystu fyrir hópi hlut- hafa sem freistuðu þess að reisa fyrirtækið við eftir nokkra erfiðleika. Örlögin höguðu því síðan þannig að Vífilfell keypti meirihluta í Sól gegnum dótturfyrirtæki sín og Páll hætti sem forstjóri þar seint á þessu ári. Páll hefur ekki aðeins fengist við stjórnun heldur einnig kennt í Háskóla íslands og Tækniskóla íslands og skrifað þrjár bækur sem lúta að stjórnun fyrirtækja og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Páll er kvæntur Helgu Lísu Þórðardóttur markaðs- stjóra og eiga þau einn son. í frístundum sínum tekur hann virkan þátt í safnaðarstarfi Bústaðasóknar, sækir danstíma, spilar körfubolta og badminton og rennir stundum fyrir lax. Páll kom auk þess við sögu í íslenskri atvinnusögu, þegar hann stofnaði, ásamt félögum sínum, krána Gauk á Stöng við Tryggvagötu um 1980. Hún er „elsta“ krá Reykjavíkur. Páll er sagður glaðlyndur, vinnusamur og skipu- lagður. Skipulag, aga og stundvísi lærði hann í Þýska- landi en hann mun hafa hrifist mjög af skipulagi þýskra. SD (úr nærmynd Frjálsrar verslunar 1994) 16

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.