Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 16
Þeir voru viðstaddir opnun sýningarinnar. Frá vinstri: Snorri Pétursson, aðstoðarforstjóri Iðnþróunarsjóðs, Jón Asbergssson, framkvæmdastjóri Utflutningsráðs, Júlíus Haf- stein, íyrrv. borgarfulltrúi og Vilhjálmur Guðmundsson, starfsmaður Utflutningsráðs. FV-myndir: Geir Ólafsson. tak til atvinnu- sköpunar í samvinnu við Iðntæknistofnun og Útflutningsráð hélt sýpingu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Atak til atvinnusköpunar hef- ur styrkt sérstaklega nýsköpun og vöru- þróun í litlum og með- alstórum fyrirtækjum sem hafa viljað heija útrás á erlenda mark- aði. Mikil gróska hefur verið í þessu starfi og verkefnin sem Atakið hefur stutt, talin í tug- um. Mörg þeirra sýndu afraksturinn við þetta tækifæri. Fatahönnun er meðal vaxtar- brodda atvinnulífsins og Atak tíl atvinnusköpunar hefur lagt fé í verkefni á þvi sviði. Móeiður Júníusdóttír söngkona þandi raddböndin við opnun sýningarinnar í Ráðhúsinu. Páll Kr. Pálsson er nýráðinn framkvæmdstjóri hins nýstofiiaða Nýsköpunarsjóðs atvinnuveganna. FV-mynd: Geir Ólafsson. í ELDLÍNUNNI □ áll Kr. Pálsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hins nýstoihaða Nýsköpunar- sjóðs atvinnuveganna. Páll á að baki langan feril í viðskiptalífinu sem má rekja aftur til þess tíma þegar hann rak skólasjoppuna Sómalíu í menntaskól- anum við Hamrahlíð en þaðan útskrifaðist hann 1973. Páll lærði hagverkfræði í Berlín og starfaði síðan hjá Félagi íslenskra iðnrekenda og Iðntæknistofnun fram til 1991 þegar hann gerðist framkvæmdastjóri Vífilfells. Þar var hann til 1994 þegar hann settist í for- stjórastól í Sól hf. og var þar í forystu fyrir hópi hlut- hafa sem freistuðu þess að reisa fyrirtækið við eftir nokkra erfiðleika. Örlögin höguðu því síðan þannig að Vífilfell keypti meirihluta í Sól gegnum dótturfyrirtæki sín og Páll hætti sem forstjóri þar seint á þessu ári. Páll hefur ekki aðeins fengist við stjórnun heldur einnig kennt í Háskóla íslands og Tækniskóla íslands og skrifað þrjár bækur sem lúta að stjórnun fyrirtækja og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Páll er kvæntur Helgu Lísu Þórðardóttur markaðs- stjóra og eiga þau einn son. í frístundum sínum tekur hann virkan þátt í safnaðarstarfi Bústaðasóknar, sækir danstíma, spilar körfubolta og badminton og rennir stundum fyrir lax. Páll kom auk þess við sögu í íslenskri atvinnusögu, þegar hann stofnaði, ásamt félögum sínum, krána Gauk á Stöng við Tryggvagötu um 1980. Hún er „elsta“ krá Reykjavíkur. Páll er sagður glaðlyndur, vinnusamur og skipu- lagður. Skipulag, aga og stundvísi lærði hann í Þýska- landi en hann mun hafa hrifist mjög af skipulagi þýskra. SD (úr nærmynd Frjálsrar verslunar 1994) 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.