Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 49

Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 49
verzlunin hóf samstarf við EXPERT hafa við- skiptavinir séð hér á markaði heimilistæki á svipuðu verði og gerist í löndunum í kringum okkur. Um leið og vöruverðið lækkar er fyrirtæk- ið með þessu að svara kröfum markaðarins um að hægt sé að koma i eina verslun og velja þar úr öllum merkjum á einum stað í stað þess að neytendur þurfi að fara í margar verslanir og bera saman vörur og verð. Markmiðið er: Hag- ræði og lækkað vöruverð. MESTUR VÖXTUR í SMÁSÖLUDEILDINNI Raftækjaverzlun íslands hf. var stofnuð árið 1929 og var markmið fyrirtækisins nýting straumvatna til raforkuframleiðslu með nýrri tækni, innflutningur á búnaði til raforkuvinnslu og einnig innflutningur á öðrum rafmagnstækj- um. í dag er Raftækjaverzlun íslands deilda- skipt. Deildirnar eru þrjár: Tæknideild, heild- söludeild og smásöludeild. Tæknideildin ann- ast meðal annars sölu á háspennubúnaði til rafveitna, heildsalan selur heimilistæki og Ijósaperur og smásöludeildin heldur utan um rekstur verslunar fyrirtækisins í Skútuvogi sem var opnuð í desember 1995. Mestur vöxtur síð- ustu tvö árin hefur verið í smásöludeildinni, ekki síst eftir að Raftækjaverzlun íslands hf. gerðist aðili að EXPERT keðjunni og nú stefnir í að velta fyrirtækisins tvöfaldist á þessu ári. 15-20% Eigandi Raftækjaverzlunar íslands hf. er Þorkell Stefánsson rafmagnstæknifræðingur sem kom að fyrirtækinu árið 1985, þá sem framkvæmdastjóri og meðeigandi Þorsteins Bernharðssonar, en fyrirtækið hafði þá verið í eigu hans um nokkurra áratuga skeið. í stjórn Raftækjaverzlunar íslands eru nú Sigurbjörn Magnússon hrl., Haraldur Gunnarsson MBA, Kolbrún Anna Jónsdóttir og Þorkell Stefánsson, sem er stjórnarformaður. Framkvæmdastjóri Raftækjaverzlunarinnar í dag er Snorri Ingason og sölustjóri Sigurður Helgason. Fyrirtækið hef- ur í þjónustu sinni sérmenntað starfsfólk, raf- virkja og rafmagnstæknifræðinga og sérfræð- inga í markaðsmálum heimilis- og raftækja. Það rekur viðgerðarverkstæði í Skútuvoginum auk þess sem það er með verktaka í sérhæfðri viðgerðarþjónustu úti í bæ. Hjá Raftækjaverzlun Islands geta viðskiptavinir meðal annars valið úr ítölsk- um eldunartækjum frá ítölsku framleiðendunum Nardi og Airone. Þetta eru fyrirtæki sem byggja á áratuga reynslu, en vörur þeirra eru nýjar á markaði hérlendis. BYGGINGAVÖRUMARKAÐUR OPNAÐUR í NAINNIFRAMTIÐ En Raftækjaverzlun íslands lætur sér ekki nægja að vinna að því að tryggja neytendum lægra verð á rafmagns- og heimilistækjum. Að undanförnu hafa forráðmenn Raftækjaverslun- arinnar átt í viðræum við norska, finnska, rúss- neska og kanadíska aðila innan byggingavörugeirans sem og fjár- festa í þessum löndum með stór- innflutning á byggingarvörum í huga og opnun byggingavöru- markaðs. Að sögn Þorkels Stef- ánssonar, eiganda Raftækjaverzlunarinnar, er útlitið bjart og meira en hugsanlegt að Raf- tækjaverzlun íslands opni byggingavörumarkað í náinni framtíð þar sem markmiðið verður hið sama og með magninnflutningi á raftækjum, að lækka vöruverðið til neytenda umtalsvert og koma í veg fyrir að verðið hækki. S3 RflFTeJílPEItf LUN ÍSLÍ1MD8 If - A N N O 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 ir ■ Úr verslun í Skútuvogi þar sem úrval tækja er mikið. 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.