Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 54

Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 54
um, sem voru að komast á nýtt stig um það leyti sem þeir voru að stofna OZ, og hafa kvikmyndirnar Abyss og Term- inator sérstaklega verið nefndar sem innblástur þeirra. Guðjón Már Guðjónsson er sjálimenntaður tölvugrúskari úr Sundunum. Fyr- irtæki hans, OZ er með 75 manns í vinnu og aðsetur í þremur heimsálfum. ótal valkostum og nokkrar mynda- bandaleigur keyptu búnaðinn og notuðu með góðum árangri. Hugbúnaðurinn var kynntur og seldur í Tölvubankanum hjá Guðjóni eldra og það kom alltaf jafn flatt upp á viðskiptavinina þegar þeir komu á staðinn og voru kynntir fyrir höfúndunum Guðjóni og Róbert Viðari, vini hans og jafnaldra. Skömmu síðar bjó Guðjón til hug- búnað sem var sérsniðinn fyrir billjarð- stofur og hélt utan um borðaleigu, sæl- gætissölu og hvaðeina. Þessi búnaður þótti það óvenjulegur að reynt var að kynna hann á markaði erlendis en um svipað leyti kom ný gerð billjarðborða sem gerði hann óþarfan. TÖLVUMÚSIK í BÍLSKÚRNUM Þannig var Guðjón að mörgu leyti óvenjulegur drengur sem var á undan sínum jafnöldrum á margan hátt og hugsaði um aðra og öðruvísi hluti og kaus frekar að grúska í sinni tölvu en að leika sér í fótbolta. Á hinn bóginn var hann ósköp venjulegur drengur sem átti sína vini og stofnaði með þeim bíl- skúrshljómsveit sem keppti í Músíktil- raununum í Tónabæ og brallaði ýmis- legt. Með Guðjóni í bflskúrsbandinu voru þeir Óttar Pálsson, Ingvar Þór Ólafsson og Róbert V. Bjarnason. Ekki þarf að koma á óvart að tölvur komu töluvert við sögu í tónlistarflutningnum. Guðjón lék á hljómborð og tölvu sequencer í bandinu. Hljómsveitin hét Expet og kom fram á skólaböllum í Langholtsskóla og í Þróttheimum. Tón- listin var tölvupopp og talið að helsta lyr- irmyndin hafi verið hinir bresku Depeche Mode. Guðjón hefur enn gríðarlegan áhuga á tónlist og hún er mjög samofin öllu sem OZ er að fást við. Þótt nefna megi ýmsar hljómsveitir er breska hljóm- sveitin Underworld í sérstöku uppá- haldi hjá Guðjóni og hefur sveitin tekið þátt í ýmsum verkefnum OZ. HÆTTI í SKÓLANUM Guðjón fór í Verslunarskólann en var alltaf mjög upptekinn af tölvugrúski og var þegar í lok skyldunáms og á fyrstu árunum í VÍ orðinn langtum fremri flest- um samtiðarmönnum sínum í forritun. í VÍ var iðulega leitað til hans af kennur- um í tölvufræðum. Guðjón vann snemma á Verslóárunum mjög stórt for- ritunarverkefni fýrir Sævar Karl klæð- skera. Þegar Guðjón hafði lokið versl- unarprófi og var á síðasta ári fyrir stúd- entspróf fékk hann stórt verkefni í for- ritun sem fólst í að útbúa nýtt grafi'skt útlit fyrir RÚV. Á sama tíma voru Guðjón og Aron, meðstofhandi Guð- jóns í OZ, að taka á móti fjölda er- lendra viðskipta- vina og á endanum tók það svo mikinn tíma að hann hætti námi. í fyrstu var OZ starfrækt sem auglýs- ingagerð með þróun hugbúnaðar sem aukagrein. Guðjón, Skúli og Aron hrif- ust mjög af tæknibrellum í kvikmynd- FOR EKKI HEIM IVIKU Margar sögur eru til um starfshætti á OZ, sérstaklega frá fyrstu árunum. Þá var algengt að menn ynnu meðan þeir gátu staðið - eða setið. Þegar þreytan yf- irbugaði menn skriðu þeir á dýnu úti í horni eða í sófa og sváfu í nokkra klukkutíma. Þá var sest aftur við skjáinn og haldið áfram að lifa í þrívíddarheimi tölvunnar. Ef hungur gerði vart við sig var yfirleitt hringt eftir pizzu og sneið- arnar maulaðar með annað augað á skjánum. Þannig gátu liðið dagar þar sem nokkrir starfsmenn fóru alls ekki heim til sín og dæmi voru um að menn dveldust í meira en viku samfleytt á vinnustaðnum. Þetta þótti ekki hafa góð áhrif á einkalíf manna þegar unnustur þeirra sáu þá ekki svo dögum skipti og þau áhrif endurspegluðust í því að þegar auglýst var eftir starfsfólki var reynt að fá einhleypinga til starfa. Þeir áttu betra með að aðlagast hinu tryllingslega vinnuálagi en þeir sem voru í sambúð. LISTAMAÐUR OG BÓKHALDARI I dag eru Guðjón Már og Skúli Mog- ensen stærstu eigendur OZ og eru báð- ir forstjórar fyrirtækisins í raun. Starf- seminni er síðan skipt í nokkur svið sem framkvæmdastjórar stýra. Samstarfi þeirra tveggja er lýst svo að Guðjón hafi sprengikraftinn og hugmyndirnar með- an Skúli hafi meiri áhuga á hinni við- skiptalegu hlið fyrirtækisins. Saman séu þeir rétta blandan af listamanni og bók- haldara. MEÐBILLOG ANDY Guöjón er ungur maður sem situr ráðstefnur með Bill Gates og Andy Grove, forstjóra Intel og á langa fundi með forstjóra Ericson sem hefur 90 þúsund manns í vinnu Þótt Guðjón og Skúli séu nokkurs konar forstjórar þá er yfirfram- kvæmdastjóri fyr- irtækisins Banda- ríkjamaðurinn Gary Hare sem er fyrrverandi yfir- maður hjá Disney, prófessor við Harvard og fyrrum stofn- andi Philips New Media í Evrópu. Guðjón ræður því mest allra hvert fyrirtækið stefnir og hver viðfangsefiii 54

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.