Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 54
um, sem voru að komast á nýtt stig um það leyti sem þeir voru að stofna OZ, og hafa kvikmyndirnar Abyss og Term- inator sérstaklega verið nefndar sem innblástur þeirra. Guðjón Már Guðjónsson er sjálimenntaður tölvugrúskari úr Sundunum. Fyr- irtæki hans, OZ er með 75 manns í vinnu og aðsetur í þremur heimsálfum. ótal valkostum og nokkrar mynda- bandaleigur keyptu búnaðinn og notuðu með góðum árangri. Hugbúnaðurinn var kynntur og seldur í Tölvubankanum hjá Guðjóni eldra og það kom alltaf jafn flatt upp á viðskiptavinina þegar þeir komu á staðinn og voru kynntir fyrir höfúndunum Guðjóni og Róbert Viðari, vini hans og jafnaldra. Skömmu síðar bjó Guðjón til hug- búnað sem var sérsniðinn fyrir billjarð- stofur og hélt utan um borðaleigu, sæl- gætissölu og hvaðeina. Þessi búnaður þótti það óvenjulegur að reynt var að kynna hann á markaði erlendis en um svipað leyti kom ný gerð billjarðborða sem gerði hann óþarfan. TÖLVUMÚSIK í BÍLSKÚRNUM Þannig var Guðjón að mörgu leyti óvenjulegur drengur sem var á undan sínum jafnöldrum á margan hátt og hugsaði um aðra og öðruvísi hluti og kaus frekar að grúska í sinni tölvu en að leika sér í fótbolta. Á hinn bóginn var hann ósköp venjulegur drengur sem átti sína vini og stofnaði með þeim bíl- skúrshljómsveit sem keppti í Músíktil- raununum í Tónabæ og brallaði ýmis- legt. Með Guðjóni í bflskúrsbandinu voru þeir Óttar Pálsson, Ingvar Þór Ólafsson og Róbert V. Bjarnason. Ekki þarf að koma á óvart að tölvur komu töluvert við sögu í tónlistarflutningnum. Guðjón lék á hljómborð og tölvu sequencer í bandinu. Hljómsveitin hét Expet og kom fram á skólaböllum í Langholtsskóla og í Þróttheimum. Tón- listin var tölvupopp og talið að helsta lyr- irmyndin hafi verið hinir bresku Depeche Mode. Guðjón hefur enn gríðarlegan áhuga á tónlist og hún er mjög samofin öllu sem OZ er að fást við. Þótt nefna megi ýmsar hljómsveitir er breska hljóm- sveitin Underworld í sérstöku uppá- haldi hjá Guðjóni og hefur sveitin tekið þátt í ýmsum verkefnum OZ. HÆTTI í SKÓLANUM Guðjón fór í Verslunarskólann en var alltaf mjög upptekinn af tölvugrúski og var þegar í lok skyldunáms og á fyrstu árunum í VÍ orðinn langtum fremri flest- um samtiðarmönnum sínum í forritun. í VÍ var iðulega leitað til hans af kennur- um í tölvufræðum. Guðjón vann snemma á Verslóárunum mjög stórt for- ritunarverkefni fýrir Sævar Karl klæð- skera. Þegar Guðjón hafði lokið versl- unarprófi og var á síðasta ári fyrir stúd- entspróf fékk hann stórt verkefni í for- ritun sem fólst í að útbúa nýtt grafi'skt útlit fyrir RÚV. Á sama tíma voru Guðjón og Aron, meðstofhandi Guð- jóns í OZ, að taka á móti fjölda er- lendra viðskipta- vina og á endanum tók það svo mikinn tíma að hann hætti námi. í fyrstu var OZ starfrækt sem auglýs- ingagerð með þróun hugbúnaðar sem aukagrein. Guðjón, Skúli og Aron hrif- ust mjög af tæknibrellum í kvikmynd- FOR EKKI HEIM IVIKU Margar sögur eru til um starfshætti á OZ, sérstaklega frá fyrstu árunum. Þá var algengt að menn ynnu meðan þeir gátu staðið - eða setið. Þegar þreytan yf- irbugaði menn skriðu þeir á dýnu úti í horni eða í sófa og sváfu í nokkra klukkutíma. Þá var sest aftur við skjáinn og haldið áfram að lifa í þrívíddarheimi tölvunnar. Ef hungur gerði vart við sig var yfirleitt hringt eftir pizzu og sneið- arnar maulaðar með annað augað á skjánum. Þannig gátu liðið dagar þar sem nokkrir starfsmenn fóru alls ekki heim til sín og dæmi voru um að menn dveldust í meira en viku samfleytt á vinnustaðnum. Þetta þótti ekki hafa góð áhrif á einkalíf manna þegar unnustur þeirra sáu þá ekki svo dögum skipti og þau áhrif endurspegluðust í því að þegar auglýst var eftir starfsfólki var reynt að fá einhleypinga til starfa. Þeir áttu betra með að aðlagast hinu tryllingslega vinnuálagi en þeir sem voru í sambúð. LISTAMAÐUR OG BÓKHALDARI I dag eru Guðjón Már og Skúli Mog- ensen stærstu eigendur OZ og eru báð- ir forstjórar fyrirtækisins í raun. Starf- seminni er síðan skipt í nokkur svið sem framkvæmdastjórar stýra. Samstarfi þeirra tveggja er lýst svo að Guðjón hafi sprengikraftinn og hugmyndirnar með- an Skúli hafi meiri áhuga á hinni við- skiptalegu hlið fyrirtækisins. Saman séu þeir rétta blandan af listamanni og bók- haldara. MEÐBILLOG ANDY Guöjón er ungur maður sem situr ráðstefnur með Bill Gates og Andy Grove, forstjóra Intel og á langa fundi með forstjóra Ericson sem hefur 90 þúsund manns í vinnu Þótt Guðjón og Skúli séu nokkurs konar forstjórar þá er yfirfram- kvæmdastjóri fyr- irtækisins Banda- ríkjamaðurinn Gary Hare sem er fyrrverandi yfir- maður hjá Disney, prófessor við Harvard og fyrrum stofn- andi Philips New Media í Evrópu. Guðjón ræður því mest allra hvert fyrirtækið stefnir og hver viðfangsefiii 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.