Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 72

Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 72
..........Litíir inpnninv.......... Rýr uppskera af íslensku hausti Grandavegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur í Þjóðleikhúsinu Gallen Njala hjá Nótt og degi í Borgarleikhúsinu Draumsólir vekja mig hjá íslenska leikhúsinu Bein Útsending eftir Þorvald Þorsteinsson í Loftkastalanum Mý íslensk leikrit hafa verið áberandi á Ijölum leikhúsanna í haust. L.R. hóf leikárið með því að frumflytja tvö verk, söngleikinn Hið ljúfa líf eftir Benóný Ægisson og Ástar- sögu 3 eftir Kristínu Ómarsdóttur. Önnur frumsýning vetrarins á stóra sviði Þjóðleikhússins var ný leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur á skáldsögunni Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur. Utan hinna gamalgrónu stofnana hefur leikhúsfólk róið á svipuð mið: Islenska leikhúsið með sýningu upp úr skáldskap Gyrðis Elías- sonar, Draumsólir vekja mig í Hafnarfjarðaríeikhúsinu, Loft- kastalinn með Beinni útsendingu, nýju verki eftir Þorvald Þor- steinsson og Hlín Agnarsdóttír með Gallerí Njálu á litla sviði Borgarleikhúss- ins. Eitthvað hafa viðbrögð áhorfenda verið misjöfn; Draumsólirnar og Utsend- ingin munu jiannig vera dottnar upp fyrir, þegar þetta kemur á prent Öll hafa þessi verk því miður valdið talsverðum vonbrigðum og sum óneitanlega vakið upp gamalkunna spurningu: Hversu langt eiga leikhúsin að ganga í því að ílytja ný íslensk verk, sem eru augljóslega gölluð eða beinlínis vanburðug? Þó að allir séu sam- mála um, að Ieikhúsunum beri að efla viðleilni okkar fólks til að skapa leikskáldskap, merkir það vitaskuld ekki, að þeim beri að taka hvað sem er til flutnings. En hvar á að draga mörkin? Hversu oft á leikhússtjórinn eða hjálparkokkar hans að senda höf- und heim með textann? Hvenær eiga þeir að segja: Nú er nóg komið hjá þér, nú byijum við að æfa? Almennt og endanlegt svar við þeirri spurningu verður víst nokkuð vandfundið. Stundum er þó auð- sætt, að leikrit hefðu grætt verulega á dálítilli viðbótarvinnu. Bein útsending: Illa unnið úr góðu efni Bein útsending er dæmi um slíkt. Satíra verksins var tíma- bær, grunnhugmyndin - sjónvarpsþáttur sem fer úr böndum - tæpast mjög frumleg, en vel nýtanleg. Aðalhlutverkið, Ijölmiðla- ljónið Jón Logi, ágætlega skrifað og naut sín vel í hreint meistara- legum meðförum Eggerts Þorleifssonar, sem er nú orðinn einn allra besti sviðs-kómíker okkar. Hvað brást þá? Það hefði aðeins þurft að stytta leikinn á nokkrum stöðum, þjappa honum betur saman og sleppa hléinu: Sagan var einfaldlega ekki nógu efnis- mikil til að þola hefðbundna tvískiptingu sýningar (sem er ekkert náttúrulögmál). Leikstjórnin hefði líka mátt vera betri, einkum á Sveini Geirssyni í öðru aðalhlutverkinu; undarlegt að jafn reyndur maður og leikstjórinn Þór Túliníus skyldi ekki sjá, að Sveinn, sem hefur áður staðið sig vel, náði ekki tökum á þeim til- búna leikmáta, sem honum var þarna beint í. María Ellingsen var fremur linkuleg sem einn af þáttargestum, en Ólafúr Guð- mundsson ágætur sem hommalegur sviðsstjóri. Þrúður Sig- urðardóttir, ung, nýútskrifuð leikkona, kom þó mest á óvart og fær vonandi brátt að spreyta sig á stærri leiksviðum. En á heildina litið var hér ekki rétt að verki staðið og því fór sem fór: Sýningin kolféll þrátt fýrir stjörnuleik í burðarhlutverki og glæsilega tæknivinnu á ytri um- gerð sjónvarpsþáttarins. Þetta er ekki síst dapurlegt vegna þess, að Þorvaldur er mjög efnilegt leikskáld, eins og hann sýndi og sannaði með Skilaboðaskjóðunni. Hann þarf hins vegar að læra betur á miðilinn, og það gerir hann ekki nema undir leiðsögn kunnáttufólks. Loftkastal- inn þyrfti sannarlega að koma sér upp góðum dramatúrg áður en hann leggur aftur í slíka tilraun - sem manni skilst raunar, að sé ekki langt undan. Oft hefur verið bent á, að Jökull Jakobsson hefði ekki orðið full- burða leikritaskáld nema fyrir stuðning úr leikhúsinu. Um það leyti, sem hann var að koma fram, ríkti mikil vantrú á getu höfunda til að semja leikrit, og leikhúsin, einkum Þjóðleikhúsið, mynduðust við að sýna von- laus verk, sem voru nánast fyrirfram dæmd úr leik. Nú er öldin önnur: Leikhúsin keppast við að auglýsa stuðning sinn við þjóð- ernið og tunguna með því að sýna sem mest af frumsömdum textum. En til allrar óhamingju hafa stjórnendur þeirra ekki að sama skapi áttað sig á þeim skyldum, sem sú góða viðleitni legg- ur þeim á herðar. Á síðasta ári sýndi Þjóðleikhúsið þannig hvorki meira né minna 72 Grandavegur 7 - Gallerí Njála - Draumsólir vekja mig - Bein útsending

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.