Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Qupperneq 72

Frjáls verslun - 01.10.1997, Qupperneq 72
..........Litíir inpnninv.......... Rýr uppskera af íslensku hausti Grandavegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur í Þjóðleikhúsinu Gallen Njala hjá Nótt og degi í Borgarleikhúsinu Draumsólir vekja mig hjá íslenska leikhúsinu Bein Útsending eftir Þorvald Þorsteinsson í Loftkastalanum Mý íslensk leikrit hafa verið áberandi á Ijölum leikhúsanna í haust. L.R. hóf leikárið með því að frumflytja tvö verk, söngleikinn Hið ljúfa líf eftir Benóný Ægisson og Ástar- sögu 3 eftir Kristínu Ómarsdóttur. Önnur frumsýning vetrarins á stóra sviði Þjóðleikhússins var ný leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur á skáldsögunni Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur. Utan hinna gamalgrónu stofnana hefur leikhúsfólk róið á svipuð mið: Islenska leikhúsið með sýningu upp úr skáldskap Gyrðis Elías- sonar, Draumsólir vekja mig í Hafnarfjarðaríeikhúsinu, Loft- kastalinn með Beinni útsendingu, nýju verki eftir Þorvald Þor- steinsson og Hlín Agnarsdóttír með Gallerí Njálu á litla sviði Borgarleikhúss- ins. Eitthvað hafa viðbrögð áhorfenda verið misjöfn; Draumsólirnar og Utsend- ingin munu jiannig vera dottnar upp fyrir, þegar þetta kemur á prent Öll hafa þessi verk því miður valdið talsverðum vonbrigðum og sum óneitanlega vakið upp gamalkunna spurningu: Hversu langt eiga leikhúsin að ganga í því að ílytja ný íslensk verk, sem eru augljóslega gölluð eða beinlínis vanburðug? Þó að allir séu sam- mála um, að Ieikhúsunum beri að efla viðleilni okkar fólks til að skapa leikskáldskap, merkir það vitaskuld ekki, að þeim beri að taka hvað sem er til flutnings. En hvar á að draga mörkin? Hversu oft á leikhússtjórinn eða hjálparkokkar hans að senda höf- und heim með textann? Hvenær eiga þeir að segja: Nú er nóg komið hjá þér, nú byijum við að æfa? Almennt og endanlegt svar við þeirri spurningu verður víst nokkuð vandfundið. Stundum er þó auð- sætt, að leikrit hefðu grætt verulega á dálítilli viðbótarvinnu. Bein útsending: Illa unnið úr góðu efni Bein útsending er dæmi um slíkt. Satíra verksins var tíma- bær, grunnhugmyndin - sjónvarpsþáttur sem fer úr böndum - tæpast mjög frumleg, en vel nýtanleg. Aðalhlutverkið, Ijölmiðla- ljónið Jón Logi, ágætlega skrifað og naut sín vel í hreint meistara- legum meðförum Eggerts Þorleifssonar, sem er nú orðinn einn allra besti sviðs-kómíker okkar. Hvað brást þá? Það hefði aðeins þurft að stytta leikinn á nokkrum stöðum, þjappa honum betur saman og sleppa hléinu: Sagan var einfaldlega ekki nógu efnis- mikil til að þola hefðbundna tvískiptingu sýningar (sem er ekkert náttúrulögmál). Leikstjórnin hefði líka mátt vera betri, einkum á Sveini Geirssyni í öðru aðalhlutverkinu; undarlegt að jafn reyndur maður og leikstjórinn Þór Túliníus skyldi ekki sjá, að Sveinn, sem hefur áður staðið sig vel, náði ekki tökum á þeim til- búna leikmáta, sem honum var þarna beint í. María Ellingsen var fremur linkuleg sem einn af þáttargestum, en Ólafúr Guð- mundsson ágætur sem hommalegur sviðsstjóri. Þrúður Sig- urðardóttir, ung, nýútskrifuð leikkona, kom þó mest á óvart og fær vonandi brátt að spreyta sig á stærri leiksviðum. En á heildina litið var hér ekki rétt að verki staðið og því fór sem fór: Sýningin kolféll þrátt fýrir stjörnuleik í burðarhlutverki og glæsilega tæknivinnu á ytri um- gerð sjónvarpsþáttarins. Þetta er ekki síst dapurlegt vegna þess, að Þorvaldur er mjög efnilegt leikskáld, eins og hann sýndi og sannaði með Skilaboðaskjóðunni. Hann þarf hins vegar að læra betur á miðilinn, og það gerir hann ekki nema undir leiðsögn kunnáttufólks. Loftkastal- inn þyrfti sannarlega að koma sér upp góðum dramatúrg áður en hann leggur aftur í slíka tilraun - sem manni skilst raunar, að sé ekki langt undan. Oft hefur verið bent á, að Jökull Jakobsson hefði ekki orðið full- burða leikritaskáld nema fyrir stuðning úr leikhúsinu. Um það leyti, sem hann var að koma fram, ríkti mikil vantrú á getu höfunda til að semja leikrit, og leikhúsin, einkum Þjóðleikhúsið, mynduðust við að sýna von- laus verk, sem voru nánast fyrirfram dæmd úr leik. Nú er öldin önnur: Leikhúsin keppast við að auglýsa stuðning sinn við þjóð- ernið og tunguna með því að sýna sem mest af frumsömdum textum. En til allrar óhamingju hafa stjórnendur þeirra ekki að sama skapi áttað sig á þeim skyldum, sem sú góða viðleitni legg- ur þeim á herðar. Á síðasta ári sýndi Þjóðleikhúsið þannig hvorki meira né minna 72 Grandavegur 7 - Gallerí Njála - Draumsólir vekja mig - Bein útsending
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.