Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Kaup banka í fyrirtækjum Nýlega flutti símafyrirtækið Tal öll bankavið- skipti sín frá Landsbankanum til Islands- banka-FBA vegna þess að Landsbankinn gerði yfirgripsmikinn samning um fjármögn- un við Íslandssíma og keypti í leiðinni hlut í því fyrirtæki. Féð notar Islandssími meðal annars til þess að byggja upp farsímakerfi sitt og keppa við Tal. Það þarf því engan að undra að Tal skuli segja upp viðskiptum sínum við Landsbankann vegna kaupa hans í Islands- síma; það er auðvelt að túlka þau kaup sem trúnaðarbrest í viðskiptum þeirra. Hvernig geta Talsmenn lagt fram áætlanir sínar fyrir bankann á sama tíma og hann á mikilla hags- muna að gæta í Islandssíma? Lái Talsmönn- um það hver sem vill! Eflaust hefur ákvörðun Tals ekki verið mjög sársaukafull því annar helsti eigandi Tals er einn af stærstu hluthöfum í Islandsbanka-FBA og ef til vill hefur það legið í loftinu að Tal flytti sig um set. Engu að síður var það rétt mat hjá Talsmönnum að um of mikla hagsmunaárekstra væri að ræða. HagsmunaárekStrar Samskipti Tals og Landsbankans sýna í hnotskurn þann vanda sem fylgir stórauknum kaupum banka í fyrirtækjum og þá hagsmunaárekstra sem geta orðið. Dæmin eru mörg og þau eiga við um alla bankana. A undanförnum árum hafa bankarnir átt sinn þátt í því að breyta lokuðum fjöl- skyldufyrirtækjum í almenningshlutafélög með því að fjárfesta í þeim og koma þeim á markað. Fyrir þá vinnu hafa bankarnir fengið verulegar tekjur. Sjálfsagt er hægt að verja það að sami bankinn sé viðskiptabanki tveggja fyrirtækja sem keppa á mark- aði, en þegar hann fer að kaupa gildandi hlut í öðru þeirra fer gamanið að kárna - og svæðið að grána. Hún er gullsígildi gamla reglan um að erfitt sé að þjóna tveimur herrum. Þannig hafa auglýsingastofur þá reglu að vinna ekki fyrir tvo keppi- nauta á sama tíma. Benda má á fleiri nýleg dæmi um hagsmuna- árekstra vegna kaupa á fyrirtækjum. Þannig mun forstjóri Vífilfells, sem núna er að yfirtaka félagið ásamt fleirum, hafa fundað með viðskiptabanka Vífil- fells, Landsbankanum, og viðrað áætlanir sínar um að sameina Vífilfell og Sól-Víking en þar er hann stjórnarformaður. Þrátt fyrir það kom það síðar á daginn að Landsbankinn ásamt EFA, Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum, keppti við hann og Kaupþing um kaupin á meirihlutanum í Sól-Víkingi þótt þar hafi fyrir- fram verið við ramman reip að draga. Þegar fyrirtæki haupa í bönkum Þótt hags- munaárekstrar geti augljóslega orðið við kaup banka í fyrirtækjum virkar þetta líka í hina áttina; það geta orðið árekstrar þegar öfl- ugir fjárfestar og ráðandi fyrirtæki kaupa í bönkum - og þekktir athafnamenn setjast í stjórnir þeirra. Þannig settist forstjóri Baugs, sem sjálfur er stór hluthafi í íslandsbanka- FBA, í stjórn bankans. Því háttar hins vegar þannig til að Is- landsbanki-FBA er viðskiptabanki Kaupáss sem rekur Nóa- tún, KA og 11-11 verslanirnar og er helsti keppinautur Baugs á smásölumarkaðinum. Hvað ef Kaupás ætlaði að færa út kví- arnir á næstunni og leggja áætlanir sínar fyrir bankann? Sömuleiðis má minna á að Íslandsbanki-FBA keypti Ölgerð- ina Egil Skallagrímsson á dögunum. Rimma innlendra mat- vælaframleiðenda við Baug er löngu þekkt og er rifjuð upp hér vegna þess að það er yfirlýst markmið nýrra eigenda Öl- gerðarinnar að sameina hana öðrum fyrirtækjum á næstu misserum, t.d. matvælafyrirtækjum, og munu þær áætlanir að sjálfsögðu fara fyrir stjórn Islandsbanka-FBA. Að þjóna tveimur herrum Kaup banka í fyrirtækjum og þátt- taka við að setja þau á markað hefur leyst margan vandann en að sama skapi aukið likurnar á hagsmunaárekstrum. Það sama á við þegar öflug fyrirtæki kaupa í bönkum. Það er erfitt að þjóna tveimur herrum! Jón G. Hauksson ■M 1 lim Stofinuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 62. ár Sjöfit Guðrún Helga Geir Ólafison Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfh Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrimur Egilsson UTGEFANDI: Talnakönnun hí. RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: ÁSKRIFTARVERÐ: 3.645 kr. fyrir 6.-11. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 561 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafik hf. LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is ISSN 1017-3544
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.