Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 30
Greinarhöfundur, Herdís Pála Pálsdóttir, er stjórnunarráðgjafi hjá IMG.
FV-mynd: Geir Olajsson
360° endurgjöf
Af hverju 360° endurgjöf og hvað
felst í þess háttar endurgjöf?
360° endurgjöf byggist á því að
frammistaða hvers starfsmanns er
metin út frá mismunandi sjónar-
hornum, t.d. með sjálfsmati, mati
samstarfsfólks, mati yfirmanna, mati
undirmanna, mati viðskiptavina og
einnig hlutlægum mælingum. Þessi
aðferð hentar mjög vel í fyrirtækjum
þar sem skipurit er flatt því í slíkum
fyrirtækjum hafa yfirmenn fleiri
undirmenn en allajafna sem jafnvel
hafa víðtækari eða sértækari þekk-
ingu en þeir sjálfir og oft er erfiðara
fyrir þá að hafa sýn yfir frammistöðu
allra sinna undirmanna. 360° endurgjöf hentar því einkar vel
yfirmönnum sem vilja fá sem víðtækast mat á undirmenn sína,
sem og almennu starfsfólki til að fá sem bestar upplýsingar um
hvernig það stendur sig gagnvart samstarfsfólki, viðskipta-
vinum o.s.frv.
Að nota sjálfsmat sem hluta 360° endurgjafarferlisins Um
30
það bil fjórðungur allra fyrirtækja í
Bandaríkjunum notar einhverja
mynd 360° endurgjafar. Vanalega er
starfsmaður, sem metinn er af
undirmönnum, samstarfsmönnum
og yfirmönnum, einnig beðinn um
að fylla út sjálfsmatseyðublað. Sjálfs-
matið er síðan borið saman við mat
annarra á viðkomandi, annað hvort
á tölulegan eða myndrænan hátt.
Með þessu móti má finna svokallaða
blinda bletti eða atriði þar sem
viðkomandi metur sig betur en
aðrir. Slíkt sjálfsmat er mjög
Mynd: Geir Ólafsson gagnlegt þar sem það getur opnað
augu manna fyrir því að aðrir líti þá
ekki sömu augum og þeir gera sjálfir.
Undirbúningur fyrir innleiðingu 360° endurgjöf krefst
mikils undirbúnings og skipulags og mun seint skila því
sem vonir standa til sé ekki vel að undirbúningsvinnu og
innleiðingu staðið. Jamie Van De Ven, stjórnandi hjá Intel,
segir að ef hún verji meiri tíma í undirbúning ferlisins í
Iþessari grein er fjallað um þá tegund
endurgjafar sem nýtur hvað mestra
vinsœlda nú og kallast 360° endurgjöf
Endurgjöfer upþlýsingar um tiltekna
frammistöðu. Nánast öll Fortune 500
fyrirtækin hafa innleitt þessa tegund
endurgjafar en hún hefur verið notuð í um
það bil 30 ár og hefurþótt nýtast einkar
vel við endurgjöfá frammistöðu og sem
tæki til starfsþróunar.
Efiir Herdísi Pálu Pálsdóttur