Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 22
FORSÍÐUGREÍN hæsta tilboðið sem var nálægt 750 milljónum króna. Því var tekið! Taki menn eftir því að ekki var um eitthvert lokað útboð að ræða á bréfunum heldur voru send inn tilboð og gat selj- andinn valið og hafnað þeim að eigin vild. Þar sem telja verð- ur víst að um bréf Péturs Björnssonar hafi verið að ræða sýn- ist ljóst að Þorsteinn og Kaupþing hafi haft vægast sagt mikla forgjöf í þessu kapphlaupi, þótt ekki sé nú fastara að orði kveð- ið, vegna mikillar vináttu Péturs og Þorsteins. hagnast um 50 milljónir króna á þeim viðskiptum. í júlí sl. var síðan tilkynnt að Kaupþing á Islandi hefði keypt 7% hlut Auð- lindar í fyrirtækinu. Þar með var Kaupþing hf. á Islandi kom- ið með 23% hlut - og Kaupþing í Lúxemborg hafði 55% hlut á sinni könnu. (Bréf Péturs og Lýðs). Framhaldið hefur svo ver- ið rakið hér að framan, slagurinn um meirihlutann í Sól-Vík- ingi í kjölfar sölunnar á Ölgerðinni hinn 19. október sl. lyktaði með því að tilboði Kaupþings var tekið. Frænkur Péturs Þótt þarna hafi komið snarpur og beittur slagur um meirihlutann í Sól-Víkingi, bréf Kaupþings í Lúxem- borg íýrir hönd F. R Temp S.A., höfðu ýmis viðskipti átt sér stað áður með hlutabréf í Sól-Víkingi. Þannig hefur það vakið athygli að bréf fyrrum meðeigenda Péturs Björnssonar í fjár- festingarfélaginu Háuhlíð, ffænkna hans, þeirra Ingibjargar, Jennýjar og Áslaugar, dætra Guðrúnar Guðmundsdóttur og Guðmundar Elíssonar, hálfbróður Björns Ólafssonar, föður Péturs, voru ekki keypt á sama tíma og bréf Péturs. Strax í kjölfarið barst þeim, ásamt móður þeirra, hins vegar tilboð frá Kaupþingi hf. sem þær eru núna með til skoðunar og mun vera á svipuðum nótum og tilboðið í bréf Péturs. Hlutur Háuhlíðar Skipt upp Sú spurning vaknar eðlilega hvenær eign Háuhlíðar í Sól-Víkingi hafi verið skipt upp á milli eigenda þess félags? Það gerðist þegar CCNB keypti Vífilfell í mars á sl. ári. Hlutur Háuhlíðar í Sól-Víkingi var þá 70% en auk þess áttu Valbær (Baldvin Valdimarsson) 5%, Auðlind 7% (sjóð- ur í vörslu Kaupþings), Kaupþing 16% og Kaupþing Norður- lands 2%. Hlutur Háuhlíðar í Sól-Víkingi, 70%, var leystur upp með þeim hætti að Pétur, í gegnum Eignarhaldsfélagið Vor, fékk 51%, frænkurnar þrjár ásamt móður þeirra, fengu 15% og hjónin Lýður Friðjónsson og Ásta Pétursdóttir (dóttir Péturs Björnssonar) fengu 4%. Lýður hagnaðist um 50 milljónir Eftir þetta urðu nokkur við- skipti með bréf í Sól-Víkingi. í nóvember í íyrra keypti Sverr- ir Kristinsson, fasteignasali í Eignamiðlun, 0,75% af Kaupþingi Norðurlands sem núna heitir raunar Islensk Verðbréf. Næstu viðskipti urðu í apríl sl. þegar tilkynnt var um sölu á 51% hlut Eignarhaldsfélagsins Vors, þ.e. Péturs, til Kaupþings í Lúxem- borg en það keypti hlutinn fyrir hönd fyrirtækisins F. P. Temp S.A. í Lúxemborg. Það næsta sem gerðist var að Kaupþing Lúxemborg keypti 4% hlut Lýðs Friðjónssonar og Ástu Péturs- dóttur í Sól-Víkingi sl. vor. Fullyrt er að Lýður og Ásta hafi Hverjum sameinast ölgerðin? Margir velta fyrir sér hvernig næstu leikir á skákborðinu iíta út. Flestir reikna með því að kaupin á Vífilfelli gangi í gegn fýrir jól og Vífilfell og Sól-Víking sameinist í kjölfarið. Allar líkur eru líka á að Ölgerðin sameinist einhveijum fyrirtækjum á næstu mánuðum. Það var að minnsta kosti boðað þegar Íslandsbanki-FBA og Gilding keyptu fyrir- tækið. Ekki er auðvelt að sjá hveijum Ölgerðin muni sameinast. Með því að skima yfir markaðinn á fyrirtækið vissulega samleið með öðrum matvælaframleiðendum sem flytja inn mikið hrá- efni að utan. Sparnaður yrði í flutningskostnaði til landsins og hugsanlega dreifingu í verslanir. Sömuleiðis hljóta nýir eigend- ur að horfa til annarra fyrirtækja á vínmarkaði, eins og Islensk- Ameríska, Karls K. Karlssonar og Austurbakka, og sjá hvort þar liggi straumar saman og hægt sé að ná fram sparnaði. En auðvitað hefði sameining við Sól-Víking átt að vera fyrsti kostur- inn. Ölgerðin fer ekki á almennan hlutabréfamarkað fyrr en eft- ir 1 til 2 ár í fyrsta lagi. Fram að þeim tíma verður fyrirtækið stækkað og gert enn eftirsóknarverðara á hlutabréfamarkaði en á þessu ári hefur það sýnt sig á Verðbréfaþingi að lítil og meðalstór fyrirtæki njóta minni athygli ljárfesta en þau stærri. Varnarbandalag í uppsiglingu? Loks hafa heyrst raddir um að iðnfyrirtæki og heildverslanir kunni að vinna nánar saman á næstu mánuðum þótt ekki verði um sameiningu þeirra að ræða. Að þau stofni með sér eins konar bandalag sem sjái um samninga við skipafélögin sem og verslanakeðjurnar Baug og Kaupás. Þannig næðu þau sér í betri stöðu í samningaviðræð- um í krafti stærðar. Sumir hafa nefnt hugmyndirnar um bandalag iðnfyrirtækja og heildverslana sem varnarbandalag gegn ofurvaldi Baugs og Kaupáss á neytendamarkaðnum og Eimskips og Samskipa á flutningamarkaðnum. flldrei tíðindalaust á gosstöðvum Hvað um það, spennandi tímar eru að baki og spennandi tímar eru framundan. Það verður aldrei tíðindalaust á gosstöðvum. S5 Sendu jólapakkann meðTNT Hraðflutningum íslandspóstur hf 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.