Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 93

Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 93
VÍNUMFJðlLUW SIGMABS Bordeaux á íslandi Því miður er frekar lítið framboð af hall- arvínum frá Bordeaux í verslunum Á'l'VR. Þessi vín eru dýr og því ekki stór markaður fyrir þau hér á landi. Þeir sem vilja krækja sér í góða árganga af hallarvínum frá Bordeaux ættu því að hafa samband við þau fyrirtæki sem flytja þessi vín inn hing- að til lands. Mörg hinna betri Bordeaux vína eru svo eftirsótt og vinsæl að þau eru skönuntuð til umboðsfyrirtækja í hverju landi fyrir sig. En hvaða góð Bordeaux vín, sem eru til hér á landi, væru heppileg til jólagjafa? Þau vin sem helst koma til greina eru á sérlista eða í sérpöntunarflokld. Það er því vissara að hringja í ÁTVR og kanna hvað er til. Frábært vín er Chateau Clerc-Milon '97 á 3.990 krónur. Eins og áður hefur komið fram var 1997 ekkert sérstakt ár en Clerc-Milon gæti batnað veru- lega og því ætti að gefa því nokkur ár. Chateau Cantenac Brown '96 á 4.470,- krónur er yndislegt vin, viðkvæmt en þó með góða bragðfyllingu. Chateau d’Armaihac '97 á 4.230 krónur er eitt af þessum fremstu Bordeaux vínum, nánar tiltekið frá Pauillac sem alltaf stendur fyrir sínu. Chateau Latour kostar 15.810 krónur flaskan og Chateau Mouton-Rothschild kostar 19.170 krónur flaskan. Ugglaust eru þetta vel dýrar jólagjafir en þessi vín koma frá frægustu Chateaux eða höllum Bordeaux og þrátt fyrir allt þá verður enginn svikinn aí því að fá þessi frábæru og frægu vín í jólagjöf. Heppilegri vín til jólagjafa eru Chateau Pichon-Longueville-Baron '91 á 6.510 krónur. Þetta er ótrúlegt vín, ekta gamaldags Bordeaux, sjarmerandi og þægilegt. Le Petit Mouton de Mouton-Rothschild á 6.030 krónur er gott dæmi um nýju vínin í Bordeaux, ilmríkt, milt en með breiðu og góðu eftirbragði. Forvitnilegt vín er Pomerol vínið Chateau Petit-Village '95 á 6.740 krónur. Þetta vín er nokkuð misjafnt en þegar það er upp á sitt besta er það aldeilis frábært. Kampavín - hittir alltaf I mark Vissulega eru mörg önnur vín en Bordeaux vínin vel til þess fallin að gefa í jólagjöf. Svo við höldum okkur við Frakkland þá koma mörg stórkostleg vín frá Bourgogne. Sá er hins vegar gallinn á gjöf Njarðar að úr- valsvínin í Bourgogne eru framleidd í svo litlu magni að þau eru nánast ófáanleg og mjög dýr. En gott kampavín bregst aldrei og vekur jafnan góðar og ljúfar tilfinningar. Það kom fram hér að framan að gaman væri að gefa Magnum flöskur í jólagjöf. I sérpöntunarflokki ÁTVR eru tvær frábærar tegundir af kampavíni í Magnum flöskum, þ.e.a.s. ílöskum sem taka 1,5 lítra. Þau vín sem hér er urn að ræða eru Bollinger Grande Annee á 8.710 krónur ogTaittinger Millennium á 7.050 krónur. Báðar þessar tegundir eru „stór“ kampavín, betri jólagjöf er vart hægt að hugsa sér. Hvaða vín er best með hamborgarhrygg? Eitt er víst, þið drekkið ekki dýrt og gott hallarvín frá Bordeaux með ham- borgarhryggnum. Það er vandi að velja heppilegt vín með reyktu og söltu kjöti, svo ekki sé nú minnst á meðlætið sem fylgir með því, eins og rauðkál og sykurbrúnaðar kartöflur. Vitaskuld eru ýmsar kenningar uppi um hvaða vín eigi vel við með reyktu svínakjöti. Vínið Beringer Napa Valley Cabernet Sauvignon á 1.920 krónur ræður vel við hamborgarann og meðlætið. Rosemount Shiraz Cabernet á 1.570 krónur er öflugt vín sem hæfir vel íslenskum hamborgarhrygg. Með hangikjöt- inu er hins vegar best að drekka jólaöl eða pilsner. Ef hins veg- ar einhver getur ekki hugsað sér jólin og hangikjötið nema með glasi af víni þá dettur mér helst í hug Riunite Lambrusco á 1.280 krónur, þetta er hálfsætt, ávaxtaríkt og hálf freyðandi Við gerð Bordeaux vínanna sameinast listir og vísindi. Bordeaux vín- in eru látin þroskast í eikarámum í 18-24 mánuði. vín sem af vínsmökkurum þykir ekki merkilegt. En, ótrúlegt en satt - alls ekki svo vitlaust með hangikjöti. WWW.3tVr.iS Eins og áður hefur komið fram eru flest þau betri vína sem hér hafa verið nefnd í sérpöntunarílokki ÁTVR. Eg vil því eindregið hvetja fólk til að versla á Netinu, a.m.k. að skoða vefsíðu ÁTVR ÁTVR hefur gefið út sérstakan bækling með upplýsingum um vefverslun fyrirtækisins og liggur hann frammi í verslununum. Fyrir vínáhugamenn sem hafa áhuga á því að leita sér frekari upplýsinga um það sem um er að vera í vínheiminum skal bent á sænska ráðgjafarfýrirtækið Wineprofiler en vefsíða þeirra er www.wineprofiler.com S3 Sigmar B. Hauksson fjallar reglulega um léttvín í Frjálsri verslun. Mynd: Geir Ólafsson Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum til jólagjafa: Chateau Clerc-Milon 1997 á 3.990 krónur Chateau Cantenac Brown 1996 á 4.470 krónur Chateau d'Armaihac 1997 á 4.230 krónur Chateau Pichon-Longueville-Baron 1991 á 6.510 krónur Le petit Pouton de Mouton-Rothchild á 6.030 krónur Chateau Petit-Village 1995 á 6.740 krónur Bollinger Grande Annee á 8.710 krónur Taittinger Millennium á 7.050 krónur Vín með hamborgarhrygg: Beringer Napa Valley Cabernet Sauvignon á 1.920 krónur Rosemount Shiraz Cabernet á 1.570 krónur Vín með hangkjöti: Riunite Lambrusco á 1.280 krónur. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.