Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 49
Már Gunnarsson, starfsmannastjóri Flugleiða, segir að engin Érna Einarsdóttir, starfsmannastjóri Landsþítala háskólasjúkrahúss, ákvörðun hafi verið tekin um að taka uþþ eiturlyfjaþróf innan segir að starfsmenn gangist undir heilbrigðiseftirlit við ráðningu og fyrirtœkisins. síðan efiir ákveðnum reglum. Erlendis tíðkast víða að láta starfs- menn gangast undir eiturlyfjapróf til að stuðla að vinnuumhverfi sem laust er við eiturlyfjaneyslu og misnotkun á hvers konar lyfjum. Bæði á hinum Norðurlöndunum og í Banda- ríkjunum er algengt að starfsmenn, sérstaklega á stórum vinnustöðum, gangist tilviljanakennt undir eiturlyija- próf og fer slíkum prófum fjölgandi. Fyrir átta árum voru þau til dæmis óþekkt í Svíþjóð en það breyttist skjótt; ríflega 25 þúsund starfsmenn gengust undir slík próf í fyrra og áætlað er að 30 þúsund starfsmenn gangist undir tilviljana- kennd eiturlytjapróf á þessu ári. Hvað má? Mönnum í íslensku atvinnulífi hefur lengi verið kunnugt um þessa þróun úti í heimi þó að enn hafi ekkert íslenskt fyrirtæki tekið upp slík próf svo vitað sé. Fram að þessu hafa íslenskir launþegar ekki verið sendir í eiturlyijapróf nema í algjörum undantekningatilvikum og þau tilvik eru svo fá að varla tekur að nefna þau. Stéttir á borð við flugmenn og flugumferðarstjóra hafa þó þurft að fara í reglubundna heilbrigðisskoðun tvisvar á ári, þar með talið blóðrannsókn, og geta þar komið fram vísbendingar um vímuefaanotkun, t.d. óhóflega áfengisneyslu. Með vaxandi eiturlyijavanda hljóta atvinnurekendur að velta þessu fyrir sér þó að allir voni að ekki þurfi að koma til þess að slík próf verði gerð reglulega. Eiga íslensk fyrirtæki að láta starfsmenn sína gangast undir eituriyfjapróf til að útiloka þann möguleika að þeir misnoti eiturlyf, önnur lyf og vímuefai og komast þannig hjá því að nafa fyrirtækisins sé bendlað við eiturlyfjahneyksli? Eiga fyrirtækin að láta einstaklinga fara í slík próf áður en til ráðningar kemur? Hversu langt eiga, mega og vilja fyrirtækin ganga með þessum hætti inn á einkalíf starfsmanna sinna? Eru starfsmennirnir tilbúnir til að gefa samþykki sitt? Með aukinni eiturlyíjaneyslu í þjóðfélaginu hljóta fyrirtækin að vella þessum spurningum fyrir sér. Frjáls verslun kannaði málið. Áhælta meðal lækna Ýmsir starfshópar geta verið í áhættu vegna misnotkunar eiturlylja eða annarra lyfja. Sérstaklega eru það þeir sem eru tengdir millilandaflutningum og þeir sem umgangast lyf á einhvern hátt. Umræða hefar verið innan Landspítala háskólasjúkrahúss varðandi þessi mál og þá hvort og hvernig væri staðið að því að senda starfsmenn sem grunaðir eru í eiturlyfjapróf. Erna Einarsdóttir starfsmannastjóri segir að starfsmenn Landspítala háskólasjúkrahúss séu látnir gangast undir heilbrigðiseftirlit sérstaklega við ráðningu og síðan sé eftirlit með heilbrigði starfsmanna eftir sérstökum reglum sem séu þar um. Innan Samskipa er markvisst unnið að því að koma í veg fyrir fíkniefaamisnotkun, til dæmis með forvörnum og fræðslu, og nýlega hefur verið tekin upp sú vinnuregla að kanna bakgrunn verðandi starfsmanna með tilliti til eiturlyijaneyslu. Innan fyrirtækisins hefar komið til umræðu að senda starfsmenn í eiturlyljapróf en ekkert hefar verið ákveðið þar um. Olafar Ólafsson, forstjóri Samskipa, kannast vel við slík próf erlendis en telur að ekki verði grundvöllur fyrir þau hér á landi í bráð. „Við erum með mjög mikinn viðbúnað í okkar fyrirtæki og höfam hert vinnureglur sem snúa að mannaráðningum, einkum hvað varðar bakgrunn manna í sambandi við fíkniefnaneyslu, en niðurstaðan er sú að ekki hefar verið tekin ákvörðun um að taka upp slík próf. Við höfum ekki talið það tímabært. íslenskt atvinnulíf og viðhorf eru ekki þroskuð í þessa veru,“ segir hann. Ekki fyrirvaralaust Alkunna er að sumar stéttir þurfa að gangast reglulega undir heilsufarsskoðanir, t.d. flugmenn og flugumferðarstjórar, eins og áður hefur komið fram, en almennt séð er vinnureglan sú að senda starfsmenn ekki í eiturlytjapróf nema sérstaklega hafi verið beðið um það. Már Gunnarsson, starfsmannastjóri Flugleiða, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að taka upp eiturlyfjapróf innan fyrirtækisins, ekki hafi verið talin efai til þess og það hafi einfaldlega ekki komið til umræðu en telur að það sé almennt séð framkvæmanlegt í íslensku atvinnulífi. Hann bendir á að það þurfi þá að gerast í góðri samvinnu við starfsfólkið sjálft, verkalýðsfélögin og vinnustaðina. „Fyrirtæki þurfa að gera fólki grein fyrir þessari reglu við ráðningu þannig að samkomulag sé um það og starfsfólkið sé Erlendis er algengt að starjsmenn stórra fyrirtœkja séu látnir gangast undir tilviljanakennt eiturlyjjapróf Er framkvæmanlegt ab taka upp slík próf hér á landi? Hugmyndin er Islendingum ekki ókunn þó að engin fyrirtœki hafi tekið slíkt upp enn sem komið er. Eflir Guðrúnu Helgu Sigurðardóllur Myndin Geir Ólafsson 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.